Sport

„Leikmaður á eftir að deyja“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Daniil Medvedev reynir að kæla sig niður í leiknum gegn Andrey Rublev á Opna bandaríska meistaramótinu í tennis.
Daniil Medvedev reynir að kæla sig niður í leiknum gegn Andrey Rublev á Opna bandaríska meistaramótinu í tennis. getty/Tim Clayton

Tenniskappinn Daniil Medvedev segir að verið sé að spila rússneska rúllettu með heilsu leikmanna með því að láta þá spila í miklum hita.

Medvedev sigraði Andrey Rublev í miklum hita og raka í átta manna úrslitum á Opna bandaríska meistaramótinu í gær. Hann þurfti að biðja um tvö leikhlé því hann átti erfitt með andardrátt.

Medvedev segir að einn daginn muni það enda illa að láta leikmenn spila í svona erfiðum aðstæðum.

„Leikmaður á eftir að deyja og þið munuð sjá það,“ sagði Medvedev í myndavélina á meðan leiknum við Rublev stóð.

Mikil hitabylgja gengur yfir New York og talið er að hitinn hafi farið upp í 35 gráður á meðan leiknum í gær stóð.

Medvedev mætir meistaranum Carlos Alcaraz í undanúrslitum Opna bandaríska. Medvedev vann mótið fyrir tveimur árum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×