Fóru ekki út í morgun Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 6. september 2023 12:00 Kristján Loftsson er forstjóri Hvals hf. sem hefur kært aðgerðarsinnana tvo fyrir húsbrot. Vísir/Egill Óhagstæð veðurskilyrði til hvalveiða hafa hindrað veiðar Hvals 8 og 9 í morgun. Afar ólíklegt er að Hval takist að veiða allan kvótann sinn að sögn líffræðings. Áhafnir Hvals 8 og 9 sigldu skipunum úr Reykjavíkurhöfn í gær eftir að mótmælum tveggja kvenna gegn hvalveiðum lauk. Þá höfðu þær hafst við í möstrum skipanna í hálfan annan sólarhring. Kristján Loftsson, forstjóri og stærsti eigandi Hvals hf, hefur kært þær fyrir hústöku og voru þær færðar í skýrslutöku á lögreglustöðina við Hverfisgötu í gær og sleppt að henni lokinni. Kristján sagði við blaðamann Vísis í gær að stefnt yrði á miðin í dag með hliðsjón af góðu veðri. Ekki náðist í Kristján fyrir hádegisfréttir en samkvæmt upplýsingum fréttastofu voru skipin enn í Hvalfirði á tíunda tímanum í morgun vegna óhagstæðra veðurskilyrða. Allt væri tilbúið fyrir veiðarnar en veður væri að tefja. Það sem þyrfti meðal annars að líta til væri ölduhæð sem hafi verið talsverð út á miðum þó að eitthvað hafi lygnt. Eftir því sem dagarnir líðar minnka líkurnar á að Hval takist að fylla kvótann sinn sem eru alls hundrað sextíu og ein langreyð. Sverrir Daníel Halldórsson líffræðingur við Hafrannsóknarstofnun sagði í samtali við Vísi í gær að ólíklegt að Hval hf nái að veiða þann hval sem hann má veiða samkvæmt leyfi. Veður og birtuskilyrði hafi áhrif. Starfsmenn Hvals þurfa að fara eftir nýrri reglugerð matvælaráðherra við veiðarar þar sem settar eru strangari skilyrði um veiðarnar en áður.Í nýlegri skýrslu um efnahagsleg áhrif veiðanna kemur fram að ávinningur af veiðunum sé takmarkaður fyrir þjóðarbúið og fyrirtækið Hval. Hvalir Hvalveiðar Hvalfjarðarsveit Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira
Áhafnir Hvals 8 og 9 sigldu skipunum úr Reykjavíkurhöfn í gær eftir að mótmælum tveggja kvenna gegn hvalveiðum lauk. Þá höfðu þær hafst við í möstrum skipanna í hálfan annan sólarhring. Kristján Loftsson, forstjóri og stærsti eigandi Hvals hf, hefur kært þær fyrir hústöku og voru þær færðar í skýrslutöku á lögreglustöðina við Hverfisgötu í gær og sleppt að henni lokinni. Kristján sagði við blaðamann Vísis í gær að stefnt yrði á miðin í dag með hliðsjón af góðu veðri. Ekki náðist í Kristján fyrir hádegisfréttir en samkvæmt upplýsingum fréttastofu voru skipin enn í Hvalfirði á tíunda tímanum í morgun vegna óhagstæðra veðurskilyrða. Allt væri tilbúið fyrir veiðarnar en veður væri að tefja. Það sem þyrfti meðal annars að líta til væri ölduhæð sem hafi verið talsverð út á miðum þó að eitthvað hafi lygnt. Eftir því sem dagarnir líðar minnka líkurnar á að Hval takist að fylla kvótann sinn sem eru alls hundrað sextíu og ein langreyð. Sverrir Daníel Halldórsson líffræðingur við Hafrannsóknarstofnun sagði í samtali við Vísi í gær að ólíklegt að Hval hf nái að veiða þann hval sem hann má veiða samkvæmt leyfi. Veður og birtuskilyrði hafi áhrif. Starfsmenn Hvals þurfa að fara eftir nýrri reglugerð matvælaráðherra við veiðarar þar sem settar eru strangari skilyrði um veiðarnar en áður.Í nýlegri skýrslu um efnahagsleg áhrif veiðanna kemur fram að ávinningur af veiðunum sé takmarkaður fyrir þjóðarbúið og fyrirtækið Hval.
Hvalir Hvalveiðar Hvalfjarðarsveit Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira