Onana snýr aftur í landsliðið eftir að hafa lagt hanskana á hilluna í fyrra Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 5. september 2023 13:30 Andre Onana, markvörður Manchester United, er mættur aftur í kamerúnska landsliðið. James Gill - Danehouse/Getty Images Andre Onana, markvörður enska úrvalsdeildarfélagsins Manchester United, er mættur aftur í kamerúnska landsliðið þrátt fyrir að hafa lagt landsliðshanskana á hilluna á síðasta ári. Hinn 27 ára Onana var í kamerúnska landsliðinu sem vann sér inn þátttökurétt á HM í Katar á síðasta ári. Hann lék fyrsta leikinn á mótinu, en var settur í agabann stuttu síðar og kom ekki meira við sögu á HM. Onana hafði lent í deilum við landsliðsþjálfarann Rigobert Song og eftir mótið greindi hann frá því að hann væri búinn að leggja landsliðshanskana á hilluna, þá aðeins 26 ára gamall. Markvörðurinn er þó mættur aftur í landsliðið og verður í hópnum þegar Kamerún mætir Búrúndí í hreinum úrslitaleik um sæti á Afríkumótinu næstkomandi þriðjudag. Onana birti færslu á samfélagsmiðlum sínum þar sem hann segir að endurkoman í landsliðið sé meðal annars til að heiðra draum sinn. „Í fótboltaheiminum, rétt eins og í lífinu sjálfu, koma augnablik sem ákvarða framtíðina og þarfnast mikilvægra ákvarðana,“ ritaði Onana. „Seinustu mánuði hef ég þurft að glíma við aðstæður sem einkennast af óréttlæti og ráðsemi.“ „Ég svara þó kalli þjóðar minnar af algjörri vissu og veit að endurkoman er ekki bara til að heiðra persónulegan draum, heldur einnig til að koma til móts við væntingar og stuðning kamerúnsku þjóðarinnar sem á skilið að fylgjast með landsliði sem er staðráðið í að skína.“ André Onana confirms he has come out of international retirement to rejoin Cameroon’s squad for their upcoming Africa Cup of Nations qualifier against Burundi 🇨🇲 pic.twitter.com/jCiiCw6Rwy— B/R Football (@brfootball) September 4, 2023 Afríkukeppnin í fótbolta Enski boltinn Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Körfubolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Sjá meira
Hinn 27 ára Onana var í kamerúnska landsliðinu sem vann sér inn þátttökurétt á HM í Katar á síðasta ári. Hann lék fyrsta leikinn á mótinu, en var settur í agabann stuttu síðar og kom ekki meira við sögu á HM. Onana hafði lent í deilum við landsliðsþjálfarann Rigobert Song og eftir mótið greindi hann frá því að hann væri búinn að leggja landsliðshanskana á hilluna, þá aðeins 26 ára gamall. Markvörðurinn er þó mættur aftur í landsliðið og verður í hópnum þegar Kamerún mætir Búrúndí í hreinum úrslitaleik um sæti á Afríkumótinu næstkomandi þriðjudag. Onana birti færslu á samfélagsmiðlum sínum þar sem hann segir að endurkoman í landsliðið sé meðal annars til að heiðra draum sinn. „Í fótboltaheiminum, rétt eins og í lífinu sjálfu, koma augnablik sem ákvarða framtíðina og þarfnast mikilvægra ákvarðana,“ ritaði Onana. „Seinustu mánuði hef ég þurft að glíma við aðstæður sem einkennast af óréttlæti og ráðsemi.“ „Ég svara þó kalli þjóðar minnar af algjörri vissu og veit að endurkoman er ekki bara til að heiðra persónulegan draum, heldur einnig til að koma til móts við væntingar og stuðning kamerúnsku þjóðarinnar sem á skilið að fylgjast með landsliði sem er staðráðið í að skína.“ André Onana confirms he has come out of international retirement to rejoin Cameroon’s squad for their upcoming Africa Cup of Nations qualifier against Burundi 🇨🇲 pic.twitter.com/jCiiCw6Rwy— B/R Football (@brfootball) September 4, 2023
Afríkukeppnin í fótbolta Enski boltinn Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Körfubolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Sjá meira