Fanney Sandra tók fyrsta skrefið: „Ég var ung og feimin“ Íris Hauksdóttir skrifar 6. september 2023 20:01 Fanney Sandra Albertsdóttir og Garðar Gunnlaugsson eru nýjustu viðmælendur í viðtalsþættinum Ást er. aðsend Fanney Sandra Albertsdóttir og Garðar Gunnlaugsson hafa verið saman í sjö ár en þau eiga von á seinna barni sínu síðar á þessu ári. Fyrir á Garðar fjögur börn úr fyrri samböndum. Hjónin kynntust á skemmtistaðnum Austur og segir Fanney Sandra það hafa verið ást við fyrstu sín. Fanney Sandra starfar sem flugfreyja og einkaþjálfari en hún er einnig menntaður förðunarfræðingur. Garðar vinnur fyrir ítalskt fyrirtæki sem sérhæfir sig í hágæða innréttingum. Fanney segir hann einnig vera frábæran málara og því sé alltaf nóg að gera hjá honum eftir að hann lagði fótboltaskóna á hilluna. Fanney og Garðar hamingjusöm á hátíðisdegi.aðsend „Ég hef verið að fást við svo fjölbreytt verkefni síðustu ár,“ segir Fanney og bætir við að sér líði best þegar nóg sé að gera. „Ég keppti til að mynda í alþjóðlegri fegurðarsamkeppni á Bali síðasta sumar þar sem ég var í ströngu prógrammi í þrjár vikur, endaði í top tíu af áttatíu keppendum og hlaut titilinn Miss Fitness. Mér finnst gaman að bæta við mig þekkingu í förðunar- og snyrtibransanum, og er lærð í augnháralengingum, lashlift og browlift. Einnig býð ég upp á farðanir og förðunarkennslu. Eitt af því skemmtilegasta sem ég geri er þó að ferðast og ég hef gert mikið af því síðustu ár. Fyrir einhverjum árum hefði mig ekki órað fyrir því að ég ætti eftir að ferðast til Indónesíu en ég er óhrædd að stíga út fyrir þægindarammann og sjá já við spennandi verkefnum. Stærsta verkefnið er handan við hornið og hefur tekið nokkur ár í vinnslu en ég er að opna eigið fyrirtæki.“ Hjónin giftu sig fyrr í sumar en litli bróðir er væntanlegur í heiminn nú í haust. aðsend Óhætt er að segja þau Fanneyju og Garðar reka stórt heimili en von er á sjötta fjölskyldumeðlimnum á næstu dögum. „Við eigum soninn Líam Myrkva sem er fimm ára og eigum von á öðrum strák í haust. Ég græddi svo fjögur bónusbörn sem Garðar átti frá fyrri samböndum, þau Daníel, Hektor, Victoríu og Baltasar. Augljóslega sonur pabba síns Hann hrósar happi yfir fótboltaáhuganum sem synirnir erfðu frá honum en Líam er sérstaklega duglegur að draga gamla með sér út í fótbolta á kvöldin fyrir svefninn. Hann er augljóslega sonur pabba síns því hann byrjaði að sparka í bolta um leið og hann lærði að labba og æfir í dag fótbolta tvisvar í viku með liðinu sínu og sjö sinnum í viku með pabba sínum.“ Fanney segir frumburð sinn, Líam Myrkva augljóslega vera son föður síns þar sem hann elskar fótboltaíþróttina eins og pabbi sinn. aðsend Spurð hvernig parið hafi kynnst segir Fanney það hafa verið á djamminu árið 2016. „Við náðum augnsambandi um leið og ég labbaði inn á staðinn. Það var ég sem átti upptökin af fyrsta samtalinu. Hann sat á flöskuborði með vinum sínum og með nóg af áfengi í kringum sig. Ég gekk til hans og spurði hvort ég mætti bjóða honum drykk. Í raun var ég bara að draga hann frá öllum hinum. Hann brosti út að eyrum og var meira en til í að rölta með mér. Fanney átti fyrsta skrefið í sambandinu þegar hún sá Garðar í fyrsta sinn.aðsend Við spjölluðum heillengi yfir drykknum sem endaði með því að hann bauð mér í mat heim til sín nokkrum dögum síðar. Það var fyrsta alvöru stefnumótið okkar. Ég tek það fram að á þessum tíma var ég mjög ung og feimin svo það var virkilega ólíkt með að taka fyrsta skrefið. En, when you know, you know.“ Hér fyrir neðan svarar Fanney Sandra spurningum í viðtalsliðnum Ást er. Fyrsti kossinn: „Eins mikið og mig langar að koma með einhverja rómantíska sögu af fyrsta kossinum okkar, þá var hann kvöldið sem við kynntumst, á djamminu á Austur fyrir sjö árum síðan.“ Uppáhalds rómantíska kvikmyndin mín er: „The vow.“ Uppáhalds break up ballaðan mín er: „Irreplaceable með Beyoncé, ég myndi alltaf hlusta á eitthvað peppandi vil ekkert væl.“ Lagið okkar: „Can’t help falling in love með Elvis Presley og Perfect með Ed Sheeran.“ Mér finnst rómantískt stefnumót vera: „Stund þar sem við gefum hvort öðru alla okkar athygli, barnslaus og símalaus og tökum tíma í að rækta okkar samband og hlæja okkur máttlaus. Það getur verið á veitingastað, eða bara heima, þess vegna hádegisdeit saman í bílnum áður en við förum aftur í vinnuna. Allra rómantískasta stefnumótið okkar hingað til var samt í París síðasta sumar. Lautarferð fyrir framan Eiffel turninn þar sem Garðar bað mig um að giftast sér.“ Fanney segir rómantískasta stefnumótið í París þegar Garðar bar upp stóru spurninguna.aðsend Maturinn: „Góð nautasteik eða sushi.“ Fyrsta gjöfin sem ég gaf kærastanum mínum: „Ég gaf Garðari var stóra rafmagns nuddrúllu. Mér fannst það mjög sniðug jólagjöf fyrir fótboltamanninn og sparaði mér líka heilmikið fótanudd.“ Fyrsta gjöfin sem kærastinn minn gaf mér: „Garðar gaf mér var gullfallegt demants úr.“ Kærastinn minn er: „Kletturinn minn og allra besti vinur minn.“ Rómantískasti staður á landinu: „Klárlega pallurinn á heimilinu okkar í Mosfellsbænum. Gullfallegt útsýni og engin smá sólsetur- og norðurljósa sýningar sem við fáum. Það er allt þúsund sinnum fallegra frá þessu sjónarhorni.“ Ást er: Að hætta aldrei að vinna í sambandinu. Suma daga þarf að hafa meira fyrir hlutunum en það er mikilvægt ða hafa jafnvægi. Ást er virðing, þolinmæði, stuðningur, heiðarleiki og traust. Svo er alltaf gaman að hrista upp á hversdagsleikann með því að koma hvort öðru á óvart, blóm á annars ómerkilegum degi, óvænt stefnumót eða gjöf af ástæðulausu.“ Ást er... Ástin og lífið Tengdar fréttir Garðar Gunnlaugs og Fanney Sandra orðin hjón Fyrrverandi knattspyrnumaðurinn Garðar Gunnlaugsson og Fanney Sandra Albertsdóttir, fegurðardrottning, flugfreyja og förðunarfræðingur, gengu í hnapphelduna hjá Sýslumanninum í Kópavogi í gær. 28. júlí 2023 09:00 Garðar Gunnlaugsson á skeljarnar í París Fótboltamaðurinn Garðar Gunnlaugsson, leikmaður ÍA og fyrrverandi herra Ísland, bar upp stóru spurninguna í borg ástarinnar um helgina. 18. júlí 2022 10:00 Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál „Það er alveg hægt að vinna rifrildið, en þá tapar sambandið“ Makamál Kynlífsfíkn: Hvenær er mikið kynlíf vandamál? Makamál Sofið þú og maki þinn í sama herbergi? Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál Ertu ástar- og/eða kynlífsfíkill? Makamál Einhleypan: Hver er Heimir Hallgrímsson? Makamál Fleiri fréttir „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Sjá meira
Fanney Sandra starfar sem flugfreyja og einkaþjálfari en hún er einnig menntaður förðunarfræðingur. Garðar vinnur fyrir ítalskt fyrirtæki sem sérhæfir sig í hágæða innréttingum. Fanney segir hann einnig vera frábæran málara og því sé alltaf nóg að gera hjá honum eftir að hann lagði fótboltaskóna á hilluna. Fanney og Garðar hamingjusöm á hátíðisdegi.aðsend „Ég hef verið að fást við svo fjölbreytt verkefni síðustu ár,“ segir Fanney og bætir við að sér líði best þegar nóg sé að gera. „Ég keppti til að mynda í alþjóðlegri fegurðarsamkeppni á Bali síðasta sumar þar sem ég var í ströngu prógrammi í þrjár vikur, endaði í top tíu af áttatíu keppendum og hlaut titilinn Miss Fitness. Mér finnst gaman að bæta við mig þekkingu í förðunar- og snyrtibransanum, og er lærð í augnháralengingum, lashlift og browlift. Einnig býð ég upp á farðanir og förðunarkennslu. Eitt af því skemmtilegasta sem ég geri er þó að ferðast og ég hef gert mikið af því síðustu ár. Fyrir einhverjum árum hefði mig ekki órað fyrir því að ég ætti eftir að ferðast til Indónesíu en ég er óhrædd að stíga út fyrir þægindarammann og sjá já við spennandi verkefnum. Stærsta verkefnið er handan við hornið og hefur tekið nokkur ár í vinnslu en ég er að opna eigið fyrirtæki.“ Hjónin giftu sig fyrr í sumar en litli bróðir er væntanlegur í heiminn nú í haust. aðsend Óhætt er að segja þau Fanneyju og Garðar reka stórt heimili en von er á sjötta fjölskyldumeðlimnum á næstu dögum. „Við eigum soninn Líam Myrkva sem er fimm ára og eigum von á öðrum strák í haust. Ég græddi svo fjögur bónusbörn sem Garðar átti frá fyrri samböndum, þau Daníel, Hektor, Victoríu og Baltasar. Augljóslega sonur pabba síns Hann hrósar happi yfir fótboltaáhuganum sem synirnir erfðu frá honum en Líam er sérstaklega duglegur að draga gamla með sér út í fótbolta á kvöldin fyrir svefninn. Hann er augljóslega sonur pabba síns því hann byrjaði að sparka í bolta um leið og hann lærði að labba og æfir í dag fótbolta tvisvar í viku með liðinu sínu og sjö sinnum í viku með pabba sínum.“ Fanney segir frumburð sinn, Líam Myrkva augljóslega vera son föður síns þar sem hann elskar fótboltaíþróttina eins og pabbi sinn. aðsend Spurð hvernig parið hafi kynnst segir Fanney það hafa verið á djamminu árið 2016. „Við náðum augnsambandi um leið og ég labbaði inn á staðinn. Það var ég sem átti upptökin af fyrsta samtalinu. Hann sat á flöskuborði með vinum sínum og með nóg af áfengi í kringum sig. Ég gekk til hans og spurði hvort ég mætti bjóða honum drykk. Í raun var ég bara að draga hann frá öllum hinum. Hann brosti út að eyrum og var meira en til í að rölta með mér. Fanney átti fyrsta skrefið í sambandinu þegar hún sá Garðar í fyrsta sinn.aðsend Við spjölluðum heillengi yfir drykknum sem endaði með því að hann bauð mér í mat heim til sín nokkrum dögum síðar. Það var fyrsta alvöru stefnumótið okkar. Ég tek það fram að á þessum tíma var ég mjög ung og feimin svo það var virkilega ólíkt með að taka fyrsta skrefið. En, when you know, you know.“ Hér fyrir neðan svarar Fanney Sandra spurningum í viðtalsliðnum Ást er. Fyrsti kossinn: „Eins mikið og mig langar að koma með einhverja rómantíska sögu af fyrsta kossinum okkar, þá var hann kvöldið sem við kynntumst, á djamminu á Austur fyrir sjö árum síðan.“ Uppáhalds rómantíska kvikmyndin mín er: „The vow.“ Uppáhalds break up ballaðan mín er: „Irreplaceable með Beyoncé, ég myndi alltaf hlusta á eitthvað peppandi vil ekkert væl.“ Lagið okkar: „Can’t help falling in love með Elvis Presley og Perfect með Ed Sheeran.“ Mér finnst rómantískt stefnumót vera: „Stund þar sem við gefum hvort öðru alla okkar athygli, barnslaus og símalaus og tökum tíma í að rækta okkar samband og hlæja okkur máttlaus. Það getur verið á veitingastað, eða bara heima, þess vegna hádegisdeit saman í bílnum áður en við förum aftur í vinnuna. Allra rómantískasta stefnumótið okkar hingað til var samt í París síðasta sumar. Lautarferð fyrir framan Eiffel turninn þar sem Garðar bað mig um að giftast sér.“ Fanney segir rómantískasta stefnumótið í París þegar Garðar bar upp stóru spurninguna.aðsend Maturinn: „Góð nautasteik eða sushi.“ Fyrsta gjöfin sem ég gaf kærastanum mínum: „Ég gaf Garðari var stóra rafmagns nuddrúllu. Mér fannst það mjög sniðug jólagjöf fyrir fótboltamanninn og sparaði mér líka heilmikið fótanudd.“ Fyrsta gjöfin sem kærastinn minn gaf mér: „Garðar gaf mér var gullfallegt demants úr.“ Kærastinn minn er: „Kletturinn minn og allra besti vinur minn.“ Rómantískasti staður á landinu: „Klárlega pallurinn á heimilinu okkar í Mosfellsbænum. Gullfallegt útsýni og engin smá sólsetur- og norðurljósa sýningar sem við fáum. Það er allt þúsund sinnum fallegra frá þessu sjónarhorni.“ Ást er: Að hætta aldrei að vinna í sambandinu. Suma daga þarf að hafa meira fyrir hlutunum en það er mikilvægt ða hafa jafnvægi. Ást er virðing, þolinmæði, stuðningur, heiðarleiki og traust. Svo er alltaf gaman að hrista upp á hversdagsleikann með því að koma hvort öðru á óvart, blóm á annars ómerkilegum degi, óvænt stefnumót eða gjöf af ástæðulausu.“
Ást er... Ástin og lífið Tengdar fréttir Garðar Gunnlaugs og Fanney Sandra orðin hjón Fyrrverandi knattspyrnumaðurinn Garðar Gunnlaugsson og Fanney Sandra Albertsdóttir, fegurðardrottning, flugfreyja og förðunarfræðingur, gengu í hnapphelduna hjá Sýslumanninum í Kópavogi í gær. 28. júlí 2023 09:00 Garðar Gunnlaugsson á skeljarnar í París Fótboltamaðurinn Garðar Gunnlaugsson, leikmaður ÍA og fyrrverandi herra Ísland, bar upp stóru spurninguna í borg ástarinnar um helgina. 18. júlí 2022 10:00 Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál „Það er alveg hægt að vinna rifrildið, en þá tapar sambandið“ Makamál Kynlífsfíkn: Hvenær er mikið kynlíf vandamál? Makamál Sofið þú og maki þinn í sama herbergi? Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál Ertu ástar- og/eða kynlífsfíkill? Makamál Einhleypan: Hver er Heimir Hallgrímsson? Makamál Fleiri fréttir „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Sjá meira
Garðar Gunnlaugs og Fanney Sandra orðin hjón Fyrrverandi knattspyrnumaðurinn Garðar Gunnlaugsson og Fanney Sandra Albertsdóttir, fegurðardrottning, flugfreyja og förðunarfræðingur, gengu í hnapphelduna hjá Sýslumanninum í Kópavogi í gær. 28. júlí 2023 09:00
Garðar Gunnlaugsson á skeljarnar í París Fótboltamaðurinn Garðar Gunnlaugsson, leikmaður ÍA og fyrrverandi herra Ísland, bar upp stóru spurninguna í borg ástarinnar um helgina. 18. júlí 2022 10:00