„Það verður stormur um mestallt land“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 1. september 2023 21:15 Haraldur Ólafsson veðurfræðingur ræddi storminn sem gengur nú yfir landið. Stöð 2 Fyrsta haustlægðin fer yfir landið í kvöld og gular viðvaranir tóku víða gildi klukkan sjö. Björgunarsveitir hafa verið boðaðar út víða. Haraldur Ólafsson veðurfræðingur ræddi haustlægðina, sem er ansi hraustleg, í kvöldfréttum Stöðvar 2: „Hún er samt ekki svo kröpp að svona lægð á sér mjög margar systur á vetri. Það sem er óvenjulegt núna er að það hefur ekki verið hvasst býsna lengi, þannig lausir munir munu fara af stað. Ég held samt ekki að hún sé nægilega kröpp til að naglfastir hlutir hreyfist mikið, en það er full ástæða til að taka lausamuni og koma þeim í skjól.“ segir Haraldur. Hann segir að stormur verði um mestallt land. „Það verður hægari vindur á Norður- og Austurlandi en það verður stormur í kvöld og nótt á Suður- og Vesturlandi en líklega fer hann að ganga niður á höfuðborgarsvæðinu strax fyrir miðnætti og draga úr úrkomu. Það er úrhellisrigning í þessu en það mun draga úr rigningunni líka, þetta fer í skúrir þegar það líður á nóttina.“ Haraldur bætir við að suðvestanátt verði um helgina en að öldugangur verði í kvöldflóði á höfuðborgarsvæði. Flæðir yfir höfnina Haraldur Haraldsson aðgerðarstjóri hjá björgunarsveitinni Suðurnes segir að sveitir hafi verið boðaðar út í Reykjanesbæ en tjón sé enn sem komið er smávægilegt. Hann tók eftirfarandi myndband í kvöld við Keflavíkurhöfn: „Það hefur verið smávægilegur reytingur, ýmislegt að losna, hjólhýsi að renna til og tjaldvagnar. Sem betur fer hefur ekkert alvarlegt gerst enn. Hér er afskaplega óheppileg sjávarstaða. Keflavíkurhöfn var gjörsamlega á kafi, það flæddi alls staðar yfir,“ segir hann í samtali við Vísi. Veður Björgunarsveitir Reykjanesbær Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Dálítil rigning og lægðir á sveimi Væta með köflum og dregur úr vindi Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Hvasst og samfelld rigning austast Má reikna með vatnavöxtum suðaustantil Rigning í dag Víðast hægur vindur og hiti að fimmtán stigum Rigning norðan- og austantil en bjart suðvestanlands Léttskýjað vestan- og sunnantil en blautara annars staðar Hiti að tuttugu stigum og hlýjast sunnantil Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Hlýtt og rakt loft yfir landinu Vindur á undanhaldi og hiti að tuttugu stigum Blæs hressilega af austri á landinu Gul viðvörun á Suðurlandi vegna hvassviðris Kröpp lægð stjórnar veðrinu næstu daga Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Litlar breytingar á hlaupi í Hvítá við Húsafell frá því í gær Skýjað, lítilsháttar væta og temmilega hlýtt Hiti að 21 stigi í dag Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Hægviðri og hiti að nítján stigum Norðlæg átt og víðast hvar væta Hlýjast suðaustantil Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Hitamet aldarinnar slegið Gular viðvaranir öðrum megin og 28 stiga hiti hinum megin Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun Gular viðvaranir í þremur landshlutum Sjá meira
Haraldur Ólafsson veðurfræðingur ræddi haustlægðina, sem er ansi hraustleg, í kvöldfréttum Stöðvar 2: „Hún er samt ekki svo kröpp að svona lægð á sér mjög margar systur á vetri. Það sem er óvenjulegt núna er að það hefur ekki verið hvasst býsna lengi, þannig lausir munir munu fara af stað. Ég held samt ekki að hún sé nægilega kröpp til að naglfastir hlutir hreyfist mikið, en það er full ástæða til að taka lausamuni og koma þeim í skjól.“ segir Haraldur. Hann segir að stormur verði um mestallt land. „Það verður hægari vindur á Norður- og Austurlandi en það verður stormur í kvöld og nótt á Suður- og Vesturlandi en líklega fer hann að ganga niður á höfuðborgarsvæðinu strax fyrir miðnætti og draga úr úrkomu. Það er úrhellisrigning í þessu en það mun draga úr rigningunni líka, þetta fer í skúrir þegar það líður á nóttina.“ Haraldur bætir við að suðvestanátt verði um helgina en að öldugangur verði í kvöldflóði á höfuðborgarsvæði. Flæðir yfir höfnina Haraldur Haraldsson aðgerðarstjóri hjá björgunarsveitinni Suðurnes segir að sveitir hafi verið boðaðar út í Reykjanesbæ en tjón sé enn sem komið er smávægilegt. Hann tók eftirfarandi myndband í kvöld við Keflavíkurhöfn: „Það hefur verið smávægilegur reytingur, ýmislegt að losna, hjólhýsi að renna til og tjaldvagnar. Sem betur fer hefur ekkert alvarlegt gerst enn. Hér er afskaplega óheppileg sjávarstaða. Keflavíkurhöfn var gjörsamlega á kafi, það flæddi alls staðar yfir,“ segir hann í samtali við Vísi.
Veður Björgunarsveitir Reykjanesbær Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Dálítil rigning og lægðir á sveimi Væta með köflum og dregur úr vindi Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Hvasst og samfelld rigning austast Má reikna með vatnavöxtum suðaustantil Rigning í dag Víðast hægur vindur og hiti að fimmtán stigum Rigning norðan- og austantil en bjart suðvestanlands Léttskýjað vestan- og sunnantil en blautara annars staðar Hiti að tuttugu stigum og hlýjast sunnantil Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Hlýtt og rakt loft yfir landinu Vindur á undanhaldi og hiti að tuttugu stigum Blæs hressilega af austri á landinu Gul viðvörun á Suðurlandi vegna hvassviðris Kröpp lægð stjórnar veðrinu næstu daga Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Litlar breytingar á hlaupi í Hvítá við Húsafell frá því í gær Skýjað, lítilsháttar væta og temmilega hlýtt Hiti að 21 stigi í dag Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Hægviðri og hiti að nítján stigum Norðlæg átt og víðast hvar væta Hlýjast suðaustantil Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Hitamet aldarinnar slegið Gular viðvaranir öðrum megin og 28 stiga hiti hinum megin Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun Gular viðvaranir í þremur landshlutum Sjá meira