„Upplifði hliðar á Gylfa sem ég hafði ekki séð áður“ Valur Páll Eiríksson skrifar 2. september 2023 08:01 Freyr Alexandersson er þjálfari Gylfa Þórs hjá Lyngby. Lars Ronbog/Getty Images Freyr Alexandersson, þjálfari Lyngby, kveðst stoltur af Gylfa Þór Sigurðssyni, nýjum leikmanni liðsins. Hann og félagið muni aðstoða Gylfa Þór við að komast aftur inn í rytmann sem fylgir atvinnumennsku í fótbolta eftir tveggja ára útlegð hans frá íþróttinni. Gylfi samdi við Lyngby í gær en hann hefur æft með félaginu um nokkurt skeið. Freyr segir Gylfa vera á fínum stað líkamlega og bæti sig með hverjum deginum en hann meiddist lítillega þegar hann æfði með Val hér heima fyrr í sumar. „Hver dagur er fram á við og litlir sigrar á hverjum degi. Gylfi er náttúrulega mjög vel byggður og í góðu standi. Það er ekkert mikið áhyggjuefni. Þetta snýst um smá leiðindameiðsli á hæl sem hann þarf að díla við, sem hefur gengið mjög vel,“ segir Freyr Alexandersson, nýr þjálfari Gylfa hjá Lyngby. Gylfi hafi æft af miklum móð síðustu daga. „Hann er búinn að vera að æfa sex til sjö tíma á dag, bæði í meðhöndlun og líkamlegri þjálfun. Í dag æfði hann í fyrsta skipti á grasi með okkur, hann var ekki alveg á fullu með okkur, en á grasi og það er bara flott skref fram á við. Svo bætum við í dag frá degi,“ segir Freyr. Ekki spilað í rúm tvö ár Gylfi hefur ekki leikið fótbolta síðan vorið 2021. Það sumar var hann handtekinn af lögreglunni í Manchester sakaður um kynferðisbrot gegn ólögráða einstaklingi. Hann var á meðal nokkurra landsliðsmanna Íslands sem voru það sumar sakaðir um brot gegn konum. Eftir handtökuna lék hann ekki aftur fyrir þáverandi félag sitt Everton. Litlar opinberar upplýsingar er að finna um mál Gylfa en hann var í farbanni um hríð og mátti á þeim tíma hvorki æfa með félagi sínu né fara úr landi. Kæran gegn Gylfa var látin niður falla fyrr á þessu ári og var honum þá frjálst að hefja feril sinn á ný og komast frá Bretlandi. Andlega hliðin jafn mikilvæg þeirri líkamlegu Freyr segir mikilvægt að hlúa að andlegri hlið Gylfa eftir þessar raunir. Hann kveðst stoltur af því hvernig Gylfi hefur tæklað aðstæður. „Það er eins með Gylfa og alla aðra að maður þarf sem þjálfari alltaf að passa upp á manneskjuna og bera virðingu fyrir því hvar þeir eru staddir í lífinu hverju sinni. Ég hef átt góð samtöl við Gylfa og er afar stoltur af honum og hvernig hann hefur unnið í sínum málum af ótrúlegri auðmýkt og æðruleysi,“ segir Freyr. „Þegar ég átti mitt samtal við hann þá upplifði ég hliðar á honum sem ég hafði ekki upplifað áður, á jákvæðan hátt. Hann hefur nýtt þennan tíma eins vel og kostur er á, unnið vel í sjálfum sér og er í góðu jafnvægi,“ segir Freyr sem segir hann og félagið aðstoða Gylfa við að aðlagast það sem kemst nær lífi hans fyrir handtökuna á ný. „Við erum meðvitaðir um að nú kemur nýtt áreiti inn í líf hans aftur og áreiti sem hann þekkir. Við þurfum að undirbúa hann undir það og hjálpa honum að komast inn í hlutina aftur, alla þessa athygli sem fylgir þessu,“ segir Freyr. Sjá má ummæli Freys í spilaranum að neðan. Danski boltinn Mest lesið Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Handbolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Handbolti Fleiri fréttir Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Sjá meira
Gylfi samdi við Lyngby í gær en hann hefur æft með félaginu um nokkurt skeið. Freyr segir Gylfa vera á fínum stað líkamlega og bæti sig með hverjum deginum en hann meiddist lítillega þegar hann æfði með Val hér heima fyrr í sumar. „Hver dagur er fram á við og litlir sigrar á hverjum degi. Gylfi er náttúrulega mjög vel byggður og í góðu standi. Það er ekkert mikið áhyggjuefni. Þetta snýst um smá leiðindameiðsli á hæl sem hann þarf að díla við, sem hefur gengið mjög vel,“ segir Freyr Alexandersson, nýr þjálfari Gylfa hjá Lyngby. Gylfi hafi æft af miklum móð síðustu daga. „Hann er búinn að vera að æfa sex til sjö tíma á dag, bæði í meðhöndlun og líkamlegri þjálfun. Í dag æfði hann í fyrsta skipti á grasi með okkur, hann var ekki alveg á fullu með okkur, en á grasi og það er bara flott skref fram á við. Svo bætum við í dag frá degi,“ segir Freyr. Ekki spilað í rúm tvö ár Gylfi hefur ekki leikið fótbolta síðan vorið 2021. Það sumar var hann handtekinn af lögreglunni í Manchester sakaður um kynferðisbrot gegn ólögráða einstaklingi. Hann var á meðal nokkurra landsliðsmanna Íslands sem voru það sumar sakaðir um brot gegn konum. Eftir handtökuna lék hann ekki aftur fyrir þáverandi félag sitt Everton. Litlar opinberar upplýsingar er að finna um mál Gylfa en hann var í farbanni um hríð og mátti á þeim tíma hvorki æfa með félagi sínu né fara úr landi. Kæran gegn Gylfa var látin niður falla fyrr á þessu ári og var honum þá frjálst að hefja feril sinn á ný og komast frá Bretlandi. Andlega hliðin jafn mikilvæg þeirri líkamlegu Freyr segir mikilvægt að hlúa að andlegri hlið Gylfa eftir þessar raunir. Hann kveðst stoltur af því hvernig Gylfi hefur tæklað aðstæður. „Það er eins með Gylfa og alla aðra að maður þarf sem þjálfari alltaf að passa upp á manneskjuna og bera virðingu fyrir því hvar þeir eru staddir í lífinu hverju sinni. Ég hef átt góð samtöl við Gylfa og er afar stoltur af honum og hvernig hann hefur unnið í sínum málum af ótrúlegri auðmýkt og æðruleysi,“ segir Freyr. „Þegar ég átti mitt samtal við hann þá upplifði ég hliðar á honum sem ég hafði ekki upplifað áður, á jákvæðan hátt. Hann hefur nýtt þennan tíma eins vel og kostur er á, unnið vel í sjálfum sér og er í góðu jafnvægi,“ segir Freyr sem segir hann og félagið aðstoða Gylfa við að aðlagast það sem kemst nær lífi hans fyrir handtökuna á ný. „Við erum meðvitaðir um að nú kemur nýtt áreiti inn í líf hans aftur og áreiti sem hann þekkir. Við þurfum að undirbúa hann undir það og hjálpa honum að komast inn í hlutina aftur, alla þessa athygli sem fylgir þessu,“ segir Freyr. Sjá má ummæli Freys í spilaranum að neðan.
Danski boltinn Mest lesið Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Handbolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Handbolti Fleiri fréttir Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Sjá meira