Greint var frá komu Gylfa Þórs til Lyngby í tilkynningu frá félaginu í gær. Gylfi, sem hefur ekki leikið knattspyrnuleik síðan í maí árið 2021, skrifar undir eins árs samning við danska úrvalsdeildarfélagið og markar það endurkomu hans í fótbolta á atvinnumannastigi.
Í viðtali við vefmiðlinn 433.is lýsir Gylfi Þór, tímanum frá fótboltavellinum sem mjög erfiðum.
„Það er ekki annað hægt að segja. Það var tími þar sem ég hélt og bjóst ekki við að ég hefði áhuga á að spila fótbolta aftur en var ekki búinn að ákveða neitt. Síðustu 3-4 mánuði þá kom löngunin aftur, koma sér í form og svo vindur þeta upp á sig.
Maður fer að setja sér markmið og langar að ná þeim. Þetta hefur verið gríðarlega erfiður tími,“ segir Gylfi í samtali við 433.is og segist um tíma hafa átt frekar von á því að hann myndi leggja skóna á hilluna.
DE NYE DRENGE ER LANDET PÅ TRÆNINGSBANEN
— Lyngby Boldklub (@LyngbyBoldklub) September 1, 2023
Både Gylfi Sigurdsson og Marc Muniesa var i dag for første gang ude på træningsbanen i de kongeblå farver
Se mange flere billeder her: https://t.co/PN93ADEMJ5 #SammenForLyngby pic.twitter.com/w37DZ6rCjp