Gluggadagurinn: Gravenberch til Liverpool og nafnarnir Joao Felix og Cancelo til Barcelona Íþróttadeild skrifar 1. september 2023 23:30 Ryan Gravenberch er mættur til Liverpool. Liverpool Félagsskiptaglugginn í öllum helstu deildum Evrópuboltans lokaði í kvöld og bárust tíðindi um félagsskipti í allan dag og lang fram eftir kvöldi. Íþróttadeild Vísis var með puttann á púlsinum og fylgdist með öllu því helsta. Eins og gefur að skilja voru augu flestra á félagsskiptum liða í ensku úrvalsdeildinni. Aldrei hafa lið í einni deild eytt jafn miklu í einum félagsskiptaglugga og lið í ensku úrvalsdeilinni gerðu í sumar og því er af nægu að taka. Hér fyrir neðan verður þó aðeins farið yfir stærstu félagsskiptin sem áttu sér stað á lokadegi gluggans, en í vaktinni neðst í fréttinni er hægt að glöggva sig á öllu því helsta sem gerðist í dag. Hollenski landsliðsmaðurinn Ryan Gravenberch er genginn í raðir Liverpool frá Bayern München fyrir um 34 milljónir punda og er hann fjórði miðjumaðurinn sem félagið kaupir í sumar á eftir Alexis Mac allister frá Brighton, Dominik Szoboszlai frá RB Leipzig og Wataru Endo frá Stuttgart. Erkifjendur Liverpool í Manchester United voru duglegir á markaðnum í dag og sóttu fjóra leikmenn til liðsins. Félagið fékk Sofyan Amrabat á láni frá Fiorentina og Sergio Reguilon á láni frá Tottenham ásamt því að kaupa markvörðinn Altay Bayindir frá Fenerbache og semja við reynsluboltann Jonny Evans sem var án félags. Þá lánaði United Mason Greenwood til Getafe á Spáni, en Greenwood hefur ekkert leikið með liðinu síðan hann var ákærður fyrir líkamsárás og tilraun til nauðgunar. Englandsmeistarar Manchester City keyptu Matheus Nunes frá Wolves, Tottenham keypti Brennan Johnson frá Nottingham Forest og Brighton fékk ungstirnið Ansu Fati lánaðan frá Barcelona svo eitthvað sé nefnt. Ennska úrvalsdeildin var þó ekki eina deildin sem lokaði félagsskiptaglugganum í kvöld. Dýrustu félagsskipti dagsins eru vistaskipti Randal Kolo Muani frá Eintracht Frankfurt til Paris Saint-Germain fyrir 75 milljónir evra. Þá fékk Barcelona lánaða nafnana og liðsfélagana úr portúgalska landsliðinu, þá Joao Felox og Joao Cancelo. Felix kemur til félagsins frá Atlético Madrid á meðan Cancelo kemur frá Manchester City. Þegar þetta er ritað gætu enn einhver félagsskipti átt sér stað svo lengi sem öllum tilskyldum gögnum hafi verið skilað inn á réttum tíma.
Eins og gefur að skilja voru augu flestra á félagsskiptum liða í ensku úrvalsdeildinni. Aldrei hafa lið í einni deild eytt jafn miklu í einum félagsskiptaglugga og lið í ensku úrvalsdeilinni gerðu í sumar og því er af nægu að taka. Hér fyrir neðan verður þó aðeins farið yfir stærstu félagsskiptin sem áttu sér stað á lokadegi gluggans, en í vaktinni neðst í fréttinni er hægt að glöggva sig á öllu því helsta sem gerðist í dag. Hollenski landsliðsmaðurinn Ryan Gravenberch er genginn í raðir Liverpool frá Bayern München fyrir um 34 milljónir punda og er hann fjórði miðjumaðurinn sem félagið kaupir í sumar á eftir Alexis Mac allister frá Brighton, Dominik Szoboszlai frá RB Leipzig og Wataru Endo frá Stuttgart. Erkifjendur Liverpool í Manchester United voru duglegir á markaðnum í dag og sóttu fjóra leikmenn til liðsins. Félagið fékk Sofyan Amrabat á láni frá Fiorentina og Sergio Reguilon á láni frá Tottenham ásamt því að kaupa markvörðinn Altay Bayindir frá Fenerbache og semja við reynsluboltann Jonny Evans sem var án félags. Þá lánaði United Mason Greenwood til Getafe á Spáni, en Greenwood hefur ekkert leikið með liðinu síðan hann var ákærður fyrir líkamsárás og tilraun til nauðgunar. Englandsmeistarar Manchester City keyptu Matheus Nunes frá Wolves, Tottenham keypti Brennan Johnson frá Nottingham Forest og Brighton fékk ungstirnið Ansu Fati lánaðan frá Barcelona svo eitthvað sé nefnt. Ennska úrvalsdeildin var þó ekki eina deildin sem lokaði félagsskiptaglugganum í kvöld. Dýrustu félagsskipti dagsins eru vistaskipti Randal Kolo Muani frá Eintracht Frankfurt til Paris Saint-Germain fyrir 75 milljónir evra. Þá fékk Barcelona lánaða nafnana og liðsfélagana úr portúgalska landsliðinu, þá Joao Felox og Joao Cancelo. Felix kemur til félagsins frá Atlético Madrid á meðan Cancelo kemur frá Manchester City. Þegar þetta er ritað gætu enn einhver félagsskipti átt sér stað svo lengi sem öllum tilskyldum gögnum hafi verið skilað inn á réttum tíma.
Mest lesið Danir óstöðvandi Handbolti „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Fótbolti „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Körfubolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Erum í þessu til þess að vinna“ Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Körfubolti Loks vann Tottenham Fótbolti Bruno til bjargar Fótbolti Fleiri fréttir „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Loks vann Tottenham Bruno til bjargar Úr frystinum og til Juventus Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Haaland fær tíu milljarða hjálp Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Sjá meira