Septemberspá Siggu Kling: Leyfðu þér að flæða og lífinu að gerast Sigga Kling skrifar 1. september 2023 06:00 Elsku vatnsberinn minn. Þessi tilvera sem þér er færð, er nákvæmlega þannig sem þú lítur á lífið. Ef að þú vorkennir þér, alveg sama hvaða stöðu þú hefur í lífinu, þá missirðu máttinn, sérð ekki hvað þér er raunverulega gefið og hvað þú raunverulega getur. Vatnsberinn er frá 20. janúar til 18. febrúar. Það er mikill kvíði í hjarta þínu, sem á hreinlega ekki að búa þar. Þú gerir svo marga hluti núna sem tengjast hreyfingu. Efla orku og efla andann, þá sérðu regnbogann og möguleikana sem þú hefur. Ekki fara samt út í öfgar, eins og þú átt til, heldur leyfðu þér að flæða og lífinu að gerast. Það færir þér vanda ef þú ert sífellt að skipta um skoðun, því að þú ert einbeittur einn daginn um að hafa lífið svona, og svo hinn daginn, hverfur þú aftur í að þú þurfir eitthvað annað. Þetta er allt bara hugarburður sem er að fylla heilabúið þitt. Það væri ansi magnað fyrir þig að skrifa niður hvað þú vilt að gerist fyrir þig, núna í september. Ekki gera lista fyrir lífið, heldur lista fyrir núið, og jafnvel bara viku fram í tímann. Því að þú elskar að vera upptekinn við eitthvað sem að nærir þig. Eins og jafnvel alltaf, eru miklar freistingar í kringum þig og það þarf að taka ákvörðun um hversu langt þú vilt ganga þar. Ef þú gerir eitthvað sem þú jafnvel skammast þín fyrir, þá kemur það í ljós. Allt mun koma upp á yfirborðið, svo þú skalt elska að hafa hreina samvisku. Þann 23. september er mikið að gerast í kringum þig, hvort sem það tengist þeirri staðsetningu sem þú ert á, eða eru fréttir utan úr heimi, eða eitthvað þar af merkilegra. Þarna kemur sá tími sem þú þarft að hafa hreinar og einfaldar skoðanir og vefja allt í kring um þig með kærleika og einlægni. Þú hefur einstaka hæfileika til að geta jafnvel breytt heiminum, en byrjaðu samt á því að setja þig sem sterkan miðjupunkt. Nú er öld vatnsberans í miklum snúningi. Það eru sterk tákn um upphaf og endalok, sem að er í raun og veru mikil og falleg blessun fyrir þig. Þeir sem eru á lausu gætu haldið að þeir væru ástfangnir, en ef þú ert ekki viss, þá vandaðu valið og notaðu visku þína til þess að gera það sem er rétt í stöðunni. Þú ert að laða til þín allt sem þú hugsar, svo gefðu heilanum gott að borða. Knús og kossar Sigga Kling Hilmir Snær Guðnason, leikari, 24. janúar Volodymyr Zelenskyy, forseti Úkraínu, 25.janúar Ellen Degeneres, grínisti 26. janúar Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, 26. janúar Paul Newman, leikari, 26. janúar José Mourinho, þjálfari í knattspyrnu, 26. janúar Oprah Winfrey, sjónvarpskona, 29. janúar Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, 1.febrúar Christiano Ronaldo, knattspyrnumaður, 5. febrúar Yoko Ono, mynd- og tónlistarkona, 18. febrúar Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Þung skref að labba inn á krabbameinsdeildina Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Sjá meira
Vatnsberinn er frá 20. janúar til 18. febrúar. Það er mikill kvíði í hjarta þínu, sem á hreinlega ekki að búa þar. Þú gerir svo marga hluti núna sem tengjast hreyfingu. Efla orku og efla andann, þá sérðu regnbogann og möguleikana sem þú hefur. Ekki fara samt út í öfgar, eins og þú átt til, heldur leyfðu þér að flæða og lífinu að gerast. Það færir þér vanda ef þú ert sífellt að skipta um skoðun, því að þú ert einbeittur einn daginn um að hafa lífið svona, og svo hinn daginn, hverfur þú aftur í að þú þurfir eitthvað annað. Þetta er allt bara hugarburður sem er að fylla heilabúið þitt. Það væri ansi magnað fyrir þig að skrifa niður hvað þú vilt að gerist fyrir þig, núna í september. Ekki gera lista fyrir lífið, heldur lista fyrir núið, og jafnvel bara viku fram í tímann. Því að þú elskar að vera upptekinn við eitthvað sem að nærir þig. Eins og jafnvel alltaf, eru miklar freistingar í kringum þig og það þarf að taka ákvörðun um hversu langt þú vilt ganga þar. Ef þú gerir eitthvað sem þú jafnvel skammast þín fyrir, þá kemur það í ljós. Allt mun koma upp á yfirborðið, svo þú skalt elska að hafa hreina samvisku. Þann 23. september er mikið að gerast í kringum þig, hvort sem það tengist þeirri staðsetningu sem þú ert á, eða eru fréttir utan úr heimi, eða eitthvað þar af merkilegra. Þarna kemur sá tími sem þú þarft að hafa hreinar og einfaldar skoðanir og vefja allt í kring um þig með kærleika og einlægni. Þú hefur einstaka hæfileika til að geta jafnvel breytt heiminum, en byrjaðu samt á því að setja þig sem sterkan miðjupunkt. Nú er öld vatnsberans í miklum snúningi. Það eru sterk tákn um upphaf og endalok, sem að er í raun og veru mikil og falleg blessun fyrir þig. Þeir sem eru á lausu gætu haldið að þeir væru ástfangnir, en ef þú ert ekki viss, þá vandaðu valið og notaðu visku þína til þess að gera það sem er rétt í stöðunni. Þú ert að laða til þín allt sem þú hugsar, svo gefðu heilanum gott að borða. Knús og kossar Sigga Kling Hilmir Snær Guðnason, leikari, 24. janúar Volodymyr Zelenskyy, forseti Úkraínu, 25.janúar Ellen Degeneres, grínisti 26. janúar Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, 26. janúar Paul Newman, leikari, 26. janúar José Mourinho, þjálfari í knattspyrnu, 26. janúar Oprah Winfrey, sjónvarpskona, 29. janúar Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, 1.febrúar Christiano Ronaldo, knattspyrnumaður, 5. febrúar Yoko Ono, mynd- og tónlistarkona, 18. febrúar
Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Þung skref að labba inn á krabbameinsdeildina Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Sjá meira