Brighton að fá ungstirnið Fati frá Barcelona Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 31. ágúst 2023 08:01 Ansu Fati er að ganga til liðs við Brighton. Jose Breton/Pics Action/NurPhoto via Getty Images Spænska ungstirnið Ansu Fati virðist vera á leið á láni til Brighton & Hove Albion í ensku úrvalsdeildinni frá spænska stórveldinu Barcelona. Hinn tvítugi Fati hefur fallið neðar í goggunarröðinni hjá Barcelona og félagið þarf að losa pláss í hópnum til að geta fengið Joao Cancelo á láni frá Englandsmeisturum Manchester City. Fati, sem er fæddur í Gínea-Bissá en hefur leikið fyrir spænska landsliðið, er af mörgum talinn einn efnilegasti leikmaður heims. Árið 2021 skirfaði hann undir nýjan samning við Barcelona sem gildir til ársins 2027 og felur í sér klásúlu sem segir að reiða þurfi fram einn milljarð evra til að losa leikmanninn undan samningnum. Það samsvarar 143 milljörðum íslenskra króna. Hann virðist nú vera á leið til Brighton á láni út tímabilið. Lánssamningurinn kveður ekki á um að Brighton þurfi að kaupa leikmanninn og enska úrvalsdeildarfélagið mun greiða stóran hluta af launum leikmannsins. 🚨 Ansu Fati to Brighton is HERE WE GO done! ✍️🇪🇸The English club will take a large part of his salary. 🤝Loan without option to buy. 💰(Source: @FabrizioRomano ) pic.twitter.com/TA89W720KD— Transfer News Live (@DeadlineDayLive) August 31, 2023 Brighton er ekki eina liðið sem hefur haft áhuga á því að fá Fati í sínar raðir. Lundúnaliðin Tottenham og Chelsea eru einnig sögð hafa verið áhugasöm, en leikmaðurinn valdi Brighton eftir að hafa séð liðið spila undir stjórn Roberto de Zerbi. Fati er sem áður segir aðeins tvítugur að aldri en á að baki 80 deildarleiki fyrir Barcelona þar sem hann hefur skorað 22 mörk. Þá hefur hann einnig skorað tvö mörk í níu leikjum fyrir spænska landsliðið. Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti „Getum verið fjandi góðir“ Körfubolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar Körfubolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Körfubolti Fleiri fréttir Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Sjá meira
Hinn tvítugi Fati hefur fallið neðar í goggunarröðinni hjá Barcelona og félagið þarf að losa pláss í hópnum til að geta fengið Joao Cancelo á láni frá Englandsmeisturum Manchester City. Fati, sem er fæddur í Gínea-Bissá en hefur leikið fyrir spænska landsliðið, er af mörgum talinn einn efnilegasti leikmaður heims. Árið 2021 skirfaði hann undir nýjan samning við Barcelona sem gildir til ársins 2027 og felur í sér klásúlu sem segir að reiða þurfi fram einn milljarð evra til að losa leikmanninn undan samningnum. Það samsvarar 143 milljörðum íslenskra króna. Hann virðist nú vera á leið til Brighton á láni út tímabilið. Lánssamningurinn kveður ekki á um að Brighton þurfi að kaupa leikmanninn og enska úrvalsdeildarfélagið mun greiða stóran hluta af launum leikmannsins. 🚨 Ansu Fati to Brighton is HERE WE GO done! ✍️🇪🇸The English club will take a large part of his salary. 🤝Loan without option to buy. 💰(Source: @FabrizioRomano ) pic.twitter.com/TA89W720KD— Transfer News Live (@DeadlineDayLive) August 31, 2023 Brighton er ekki eina liðið sem hefur haft áhuga á því að fá Fati í sínar raðir. Lundúnaliðin Tottenham og Chelsea eru einnig sögð hafa verið áhugasöm, en leikmaðurinn valdi Brighton eftir að hafa séð liðið spila undir stjórn Roberto de Zerbi. Fati er sem áður segir aðeins tvítugur að aldri en á að baki 80 deildarleiki fyrir Barcelona þar sem hann hefur skorað 22 mörk. Þá hefur hann einnig skorað tvö mörk í níu leikjum fyrir spænska landsliðið.
Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti „Getum verið fjandi góðir“ Körfubolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar Körfubolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Körfubolti Fleiri fréttir Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Sjá meira