Brighton að fá ungstirnið Fati frá Barcelona Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 31. ágúst 2023 08:01 Ansu Fati er að ganga til liðs við Brighton. Jose Breton/Pics Action/NurPhoto via Getty Images Spænska ungstirnið Ansu Fati virðist vera á leið á láni til Brighton & Hove Albion í ensku úrvalsdeildinni frá spænska stórveldinu Barcelona. Hinn tvítugi Fati hefur fallið neðar í goggunarröðinni hjá Barcelona og félagið þarf að losa pláss í hópnum til að geta fengið Joao Cancelo á láni frá Englandsmeisturum Manchester City. Fati, sem er fæddur í Gínea-Bissá en hefur leikið fyrir spænska landsliðið, er af mörgum talinn einn efnilegasti leikmaður heims. Árið 2021 skirfaði hann undir nýjan samning við Barcelona sem gildir til ársins 2027 og felur í sér klásúlu sem segir að reiða þurfi fram einn milljarð evra til að losa leikmanninn undan samningnum. Það samsvarar 143 milljörðum íslenskra króna. Hann virðist nú vera á leið til Brighton á láni út tímabilið. Lánssamningurinn kveður ekki á um að Brighton þurfi að kaupa leikmanninn og enska úrvalsdeildarfélagið mun greiða stóran hluta af launum leikmannsins. 🚨 Ansu Fati to Brighton is HERE WE GO done! ✍️🇪🇸The English club will take a large part of his salary. 🤝Loan without option to buy. 💰(Source: @FabrizioRomano ) pic.twitter.com/TA89W720KD— Transfer News Live (@DeadlineDayLive) August 31, 2023 Brighton er ekki eina liðið sem hefur haft áhuga á því að fá Fati í sínar raðir. Lundúnaliðin Tottenham og Chelsea eru einnig sögð hafa verið áhugasöm, en leikmaðurinn valdi Brighton eftir að hafa séð liðið spila undir stjórn Roberto de Zerbi. Fati er sem áður segir aðeins tvítugur að aldri en á að baki 80 deildarleiki fyrir Barcelona þar sem hann hefur skorað 22 mörk. Þá hefur hann einnig skorað tvö mörk í níu leikjum fyrir spænska landsliðið. Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Fleiri fréttir Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Sjá meira
Hinn tvítugi Fati hefur fallið neðar í goggunarröðinni hjá Barcelona og félagið þarf að losa pláss í hópnum til að geta fengið Joao Cancelo á láni frá Englandsmeisturum Manchester City. Fati, sem er fæddur í Gínea-Bissá en hefur leikið fyrir spænska landsliðið, er af mörgum talinn einn efnilegasti leikmaður heims. Árið 2021 skirfaði hann undir nýjan samning við Barcelona sem gildir til ársins 2027 og felur í sér klásúlu sem segir að reiða þurfi fram einn milljarð evra til að losa leikmanninn undan samningnum. Það samsvarar 143 milljörðum íslenskra króna. Hann virðist nú vera á leið til Brighton á láni út tímabilið. Lánssamningurinn kveður ekki á um að Brighton þurfi að kaupa leikmanninn og enska úrvalsdeildarfélagið mun greiða stóran hluta af launum leikmannsins. 🚨 Ansu Fati to Brighton is HERE WE GO done! ✍️🇪🇸The English club will take a large part of his salary. 🤝Loan without option to buy. 💰(Source: @FabrizioRomano ) pic.twitter.com/TA89W720KD— Transfer News Live (@DeadlineDayLive) August 31, 2023 Brighton er ekki eina liðið sem hefur haft áhuga á því að fá Fati í sínar raðir. Lundúnaliðin Tottenham og Chelsea eru einnig sögð hafa verið áhugasöm, en leikmaðurinn valdi Brighton eftir að hafa séð liðið spila undir stjórn Roberto de Zerbi. Fati er sem áður segir aðeins tvítugur að aldri en á að baki 80 deildarleiki fyrir Barcelona þar sem hann hefur skorað 22 mörk. Þá hefur hann einnig skorað tvö mörk í níu leikjum fyrir spænska landsliðið.
Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Fleiri fréttir Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Sjá meira