Fótbolti

Útskýrir af hverju Birkir var ekki valinn í landsliðið

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Birkir Bjarnason lék síðast landsleik gegn Litáen í nóvember í fyrra.
Birkir Bjarnason lék síðast landsleik gegn Litáen í nóvember í fyrra. vísir/hulda margrét

Birkir Bjarnason var ekki valinn í íslenska landsliðið sem mætir Lúxemborg og Bosníu í undankeppni EM 2024 í næsta mánuði. Landsliðsþjálfarinn Åge Hareide útskýrði fjarveru Birkis á blaðamannafundi í dag.

Birkir er leikjahæsti leikmaður í sögu landsliðsins með 113 leiki. Hann bætir hins vegar ekki við leikjum á ferilskrána í næsta mánuði þegar Ísland etur kappi við Lúxemborg og Bosníu í undankeppni EM 2024.

Birkir gekk nýverið í raðir Brescia eftir stutt stopp hjá Viking í Noregi. Talsverð óvissa ríkir þó um stöðu Brescia í vetur, hvort liðið spilar í B- eða C-deild í Ítalíu. Óvissan er tilkomin vegna fjárhagsvandræðum annarra félaga.

„Staða hans á Ítalíu er í óvissu, hvort Brescia spili í B-deild eða C-deild. Birkir hefur ekki verið að spila reglulega, ekki heldur fyrir Viking,“ sagði Hareide á blaðamannafundi KSÍ í dag.

„Ég talaði við Birki og tjáði honum að ég myndi velja leikmenn sem væru að spila meira. Ég þarf líka að skoða nýja leikmenn.“

Ísland mætir Lúxemborg ytra 8. september og Bosníu á Laugardalsvelli þremur dögum seinna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×