Verkefni af þessari stærðargráðu þurfi að vinna með faglegum hætti Helena Rós Sturludóttir skrifar 29. ágúst 2023 13:24 Kolbrún Halldórsdóttir er formaður BHM. BHM Formaður BHM telur mikilvægt að áform ríkisstjórnarinnar um hagræðingu í ríkisrekstri fari fram með faglegum hætti og sé studd með málefnalegum rökum Fjármálaráðherra boðaði í síðustu viku áform ríkisstjórnarinnar um hagræðingu í ríkisrekstri. Hægt yrði á útgjöldum ríkisins um sautján milljarða króna á árinu 2024 og þar af yrði dregið úr útgjöldum vegna launa um fimm milljarða. Skoða þurfi nýja nálgun Kolbrún Halldórsdóttir, formaður BHM, segir mikilvægt að að verkefni af þessari stærðargráðu verði unnið með faglegum hætti. „Og mögulega skoða nýja nálgun því að oft hefur það gerst að við hagræðingu í ríkisrekstri þá er farið með niðurskurðarhníf á verkefni án þess að það sé fagleg eða málefnaleg rök fyrir hvar er skorið niður,“ segir Kolbrún. Horfa til skuldbindinga Samráð sé vænlegra til árangurs. „Ef að niðurskurður og hagræðing í ríkisrekstri er unnin í breiðu samráði innanvert í stofnunum og í kerfinu þá eru líkur á því að niðurstaðan verði þess eðlis að það verði samstaða um hana,“ segir Kolbrún jafnframt. Horfa þurfti til allra skuldbindinga. „Það eru ákveðnir þættir sem við erum búin að skuldbinda okkur um. Til dæmis varðandi umhverfismál, þar held ég að séu hagræðingartækifæri sem mér finnst mikilvægt að við tökum breitt samtal um,“ segir hún jafnframt. Það sé nýr þáttur sem horfa þurfti til í rekstri. „Ekki eingöngu ríkisrekstri heldur almennum rekstri fyrirtækja og heimila og þarna held ég að geti legið tækifæri,“ segir Kolbrún. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinnumarkaður Stéttarfélög Tengdar fréttir Fagleg nálgun í stað flausturs „Í atvinnulífinu er alla daga leitað leiða til að gera meira með minni tilkostnaði. Það er eðlilegt að hið sama eigi við í opinbera rekstrinum“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra þegar hann kynnti áherslur sem fram undan eru í rekstri ríkisins. 29. ágúst 2023 07:00 Sparnaðartillögur ríkisstjórnarinnar séu í raun gjaldahækkanir Formaður Miðflokksins segir lítið að frétta í sautján milljarða sparnaðaraðgerðum ríkisstjórnarinnar sem sé nýbúin að auka útgjöld um 193 milljarða. Hann furðar sig á afstöðu fjármálaráðherra til verðbólgu og segir enga ríkisstjórn hafa aukið útgjöld jafn mikið. 25. ágúst 2023 21:17 „Í mínum huga alveg skýrt að ríkisfjármálin eru á réttri leið“ Fjármála- og efnahagsráðherra segir efnahagsumsvif mikil hér á landi og að fá lönd hafi vaxið hraðar út úr Covid-faraldrinum en Ísland. Aðgerðir ríkistjórnarinnar gegn verðbólgu sem kynntar voru í júní hafi verið nauðsynlegar og skynsamlegar. Í morgun kynnti hann áform ríkisstjórnarinnar um að ráðast í sautján milljarða hagræðingu í rekstri á næsta ári. 25. ágúst 2023 19:11 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Fjármálaráðherra boðaði í síðustu viku áform ríkisstjórnarinnar um hagræðingu í ríkisrekstri. Hægt yrði á útgjöldum ríkisins um sautján milljarða króna á árinu 2024 og þar af yrði dregið úr útgjöldum vegna launa um fimm milljarða. Skoða þurfi nýja nálgun Kolbrún Halldórsdóttir, formaður BHM, segir mikilvægt að að verkefni af þessari stærðargráðu verði unnið með faglegum hætti. „Og mögulega skoða nýja nálgun því að oft hefur það gerst að við hagræðingu í ríkisrekstri þá er farið með niðurskurðarhníf á verkefni án þess að það sé fagleg eða málefnaleg rök fyrir hvar er skorið niður,“ segir Kolbrún. Horfa til skuldbindinga Samráð sé vænlegra til árangurs. „Ef að niðurskurður og hagræðing í ríkisrekstri er unnin í breiðu samráði innanvert í stofnunum og í kerfinu þá eru líkur á því að niðurstaðan verði þess eðlis að það verði samstaða um hana,“ segir Kolbrún jafnframt. Horfa þurfti til allra skuldbindinga. „Það eru ákveðnir þættir sem við erum búin að skuldbinda okkur um. Til dæmis varðandi umhverfismál, þar held ég að séu hagræðingartækifæri sem mér finnst mikilvægt að við tökum breitt samtal um,“ segir hún jafnframt. Það sé nýr þáttur sem horfa þurfti til í rekstri. „Ekki eingöngu ríkisrekstri heldur almennum rekstri fyrirtækja og heimila og þarna held ég að geti legið tækifæri,“ segir Kolbrún.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinnumarkaður Stéttarfélög Tengdar fréttir Fagleg nálgun í stað flausturs „Í atvinnulífinu er alla daga leitað leiða til að gera meira með minni tilkostnaði. Það er eðlilegt að hið sama eigi við í opinbera rekstrinum“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra þegar hann kynnti áherslur sem fram undan eru í rekstri ríkisins. 29. ágúst 2023 07:00 Sparnaðartillögur ríkisstjórnarinnar séu í raun gjaldahækkanir Formaður Miðflokksins segir lítið að frétta í sautján milljarða sparnaðaraðgerðum ríkisstjórnarinnar sem sé nýbúin að auka útgjöld um 193 milljarða. Hann furðar sig á afstöðu fjármálaráðherra til verðbólgu og segir enga ríkisstjórn hafa aukið útgjöld jafn mikið. 25. ágúst 2023 21:17 „Í mínum huga alveg skýrt að ríkisfjármálin eru á réttri leið“ Fjármála- og efnahagsráðherra segir efnahagsumsvif mikil hér á landi og að fá lönd hafi vaxið hraðar út úr Covid-faraldrinum en Ísland. Aðgerðir ríkistjórnarinnar gegn verðbólgu sem kynntar voru í júní hafi verið nauðsynlegar og skynsamlegar. Í morgun kynnti hann áform ríkisstjórnarinnar um að ráðast í sautján milljarða hagræðingu í rekstri á næsta ári. 25. ágúst 2023 19:11 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Fagleg nálgun í stað flausturs „Í atvinnulífinu er alla daga leitað leiða til að gera meira með minni tilkostnaði. Það er eðlilegt að hið sama eigi við í opinbera rekstrinum“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra þegar hann kynnti áherslur sem fram undan eru í rekstri ríkisins. 29. ágúst 2023 07:00
Sparnaðartillögur ríkisstjórnarinnar séu í raun gjaldahækkanir Formaður Miðflokksins segir lítið að frétta í sautján milljarða sparnaðaraðgerðum ríkisstjórnarinnar sem sé nýbúin að auka útgjöld um 193 milljarða. Hann furðar sig á afstöðu fjármálaráðherra til verðbólgu og segir enga ríkisstjórn hafa aukið útgjöld jafn mikið. 25. ágúst 2023 21:17
„Í mínum huga alveg skýrt að ríkisfjármálin eru á réttri leið“ Fjármála- og efnahagsráðherra segir efnahagsumsvif mikil hér á landi og að fá lönd hafi vaxið hraðar út úr Covid-faraldrinum en Ísland. Aðgerðir ríkistjórnarinnar gegn verðbólgu sem kynntar voru í júní hafi verið nauðsynlegar og skynsamlegar. Í morgun kynnti hann áform ríkisstjórnarinnar um að ráðast í sautján milljarða hagræðingu í rekstri á næsta ári. 25. ágúst 2023 19:11