Skrifar forsætisráðherra bréf og hvetur til formannafundar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. ágúst 2023 15:30 Þorgerður Katrín er þungt hugsi yfir löggjöf um útlendinga. Vísir/Vilhelm Formaður Viðreisnar hefur sent Katrínu Jakobsdóttur bréf þess efnis að hún beiti sér fyrir formlegum viðræðum formanna allra flokka á Alþingi til að kanna möguleika á breiðri samstöðu um lögggjöf um útlendinga. Lífskjör á Íslandi verði mjög háð erlendu vinnuafli á komandi árum. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, vísar til togstreitu milli ríkisstjórnarflokkanna varðandi löggjöf um útlendinga. Hún hafi nú síðast birst í gjörólíkum ályktunum á flokksráðsfundum Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna um helgina. „Það er brýnt að mynda eins breiða samstöðu um útlendingamál og kostur er. Ellegar er hætta á stigvaxandi pólaríseringu í samfélaginu okkar,“ segir Þorgerður Katrín. Hún segir gildandi löggjöf um útlendinga frá 2016 hafa verið byggða á þverpólitískri nefnd undir stjórn Hönnu Birnu Kristjánsdóttur þáverandi innanríkisráðherra. Ólöf Nordal, eftirmaður hennar, hafi fylgt þeirri vinnu vel eftir og á sjö árum hafi fengist margvísleg reynsla af framkvæmd laganna. Síðan hafi ytri aðstæður breyst með vaxandi fjölda flóttamanna í heiminum. Við undirbúning þeirra breytinga á útlendingalögum sem samþykktar voru í mars hafi ekki verið leitað eftir breiðu pólitísku samstarfi. Var það samþykkt með 38 atkvæðum gegn 15. Viðreisn viji gera sitt til að leita lausna í þessum mikilvæga en viðkvæma málaflokki. Bréf Þorgerðar Katrínar til forsætisráðherra. „Við gerum okkur grein fyrir því að landamæri Íslands eru ekki lokuð en þau eru heldur ekki galopin. Við viljum skynsama, mannlega en líka raunsæja útlendingastefnu.“ Uppi séu þrjú ólík lögfræðiálit og ráðherrar séu uppteknari við að benda hver á annan frekar en að leysa málin. „Ákveðin óvissa ríkir um merkingu útlendingalaga en það dregur úr trúverðugleika stefnu landsins í málaflokknum. Það er í þágu allra að um þessa mikilvægu löggjöf geti tekist eins breið samstaða og kostur er.“ Þorgerður segir tíma kominn til að hífa málið upp úr pólitískum skotgröfum og leysa málin, öllum til heilla. Flóttafólk á Íslandi Viðreisn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hælisleitendur Flóttamenn Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Fréttin öll Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Fleiri fréttir Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, vísar til togstreitu milli ríkisstjórnarflokkanna varðandi löggjöf um útlendinga. Hún hafi nú síðast birst í gjörólíkum ályktunum á flokksráðsfundum Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna um helgina. „Það er brýnt að mynda eins breiða samstöðu um útlendingamál og kostur er. Ellegar er hætta á stigvaxandi pólaríseringu í samfélaginu okkar,“ segir Þorgerður Katrín. Hún segir gildandi löggjöf um útlendinga frá 2016 hafa verið byggða á þverpólitískri nefnd undir stjórn Hönnu Birnu Kristjánsdóttur þáverandi innanríkisráðherra. Ólöf Nordal, eftirmaður hennar, hafi fylgt þeirri vinnu vel eftir og á sjö árum hafi fengist margvísleg reynsla af framkvæmd laganna. Síðan hafi ytri aðstæður breyst með vaxandi fjölda flóttamanna í heiminum. Við undirbúning þeirra breytinga á útlendingalögum sem samþykktar voru í mars hafi ekki verið leitað eftir breiðu pólitísku samstarfi. Var það samþykkt með 38 atkvæðum gegn 15. Viðreisn viji gera sitt til að leita lausna í þessum mikilvæga en viðkvæma málaflokki. Bréf Þorgerðar Katrínar til forsætisráðherra. „Við gerum okkur grein fyrir því að landamæri Íslands eru ekki lokuð en þau eru heldur ekki galopin. Við viljum skynsama, mannlega en líka raunsæja útlendingastefnu.“ Uppi séu þrjú ólík lögfræðiálit og ráðherrar séu uppteknari við að benda hver á annan frekar en að leysa málin. „Ákveðin óvissa ríkir um merkingu útlendingalaga en það dregur úr trúverðugleika stefnu landsins í málaflokknum. Það er í þágu allra að um þessa mikilvægu löggjöf geti tekist eins breið samstaða og kostur er.“ Þorgerður segir tíma kominn til að hífa málið upp úr pólitískum skotgröfum og leysa málin, öllum til heilla.
Flóttafólk á Íslandi Viðreisn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hælisleitendur Flóttamenn Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Fréttin öll Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Fleiri fréttir Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Sjá meira