Sjáðu mörkin: Valur nálgast titilinn og fallið blasir við Selfyssingum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 28. ágúst 2023 15:30 Valskonur eru komnar með aðra höndina á Íslandsmeistaratitilinn. Visir/Diego Síðasta umferð Bestu-deildar kvenna í knattspyrnu fyrir tvískiptingu deildarinnar fór fram í gær þegar heil umferð var leikin á sama tíma. Valskonur eru með pálmann í höndunum í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn, en Selfyssingar þurfa á kraftaverki að halda til að halda sæti sínu í deildinni. Íslandsmeistarar Vals unnu öruggan 4-1 sigur gegn Keflvíkingum þar sem Ásdís Karen Halldórsdóttir kom heimakonum í Val yfir á 22. mínútu leiksins. Aníta Lind Daníelsdóttir jafnaði metin fyrir Keflvíkinga stuttu síðar úr vítaspyrnu, en mörk frá Bryndísi Örnu Níelsdóttur, Þórdísi Elvu Ágústsdóttur og Fanndísi Friðriksdóttur í síðari hálfleik tryggðu sigur Valskvenna. Valur er nú með átta stiga forskot á toppi deildarinnar, en Keflavík situr í næst neðsta sæti, einu stigi frá öruggu sæti þegar úrslitakeppnin tekur við. Klippa: Mörkin úr leik Vals og Keflavíkur Stjarnan vann öruggan 3-0 sigur gegn Selfyssingum þar sem öll mörk leiksins voru skoruð í síðari hálfleik. Ingibjörg Lúcía Ragnarsdóttir kom Garðbæingum yfir snemma í síðari hálfleik áður en varamaðurinn Andrea Mist Pálsdóttir bætti tveimur mörkum við og innsiglaði sigurinn. Stjörnukonur eru því enn með í baráttunni um annað sæti deildarinnar við Breiðablik og fer liðið með 29 stig inn í úrslitakeppnina. Selfyssingar sitja hins vegar sem fastast á botninum með 11 stig og dugir ekkert minna en þrír sigrar í jafn mörgum leikjum í úrslitakeppninni til að eiga möguleika á að halda sér í deild þeirra bestu. Klippa: Mörkin úr leik Stjörnunnar og Selfoss Þá vann Þróttur sterkan 4-2 sigur gegn Breiðabliki í Laugardalnum. Birta Georgsdóttir kom Blikum yfir á 25. mínútu leiksins, en tvö mörk frá Sæunni Björnsdóttur sáu til þess að heimakonur fóru með 2-1 forystu inn í hálfleikinn. Birta var svo aftur á ferðinni þegar hún jafnaði metin fyrir Blika eftir klukkutíma leik, en Elín Metta Jensen endurheimti forystu Þróttar stuttu síðar með sínu fyrsta marki eftir endurkomu hennar í boltann áður en Katla Tryggvadóttir tryggði heimakonum sigurinn með marki á 88. mínútu. Þróttur er því enn með í baráttunni um 2.-6. sæti deildarinnar með 28 stig þegar úrslitakeppnin hefst, en Blikar, sem sitja í öðru sæti með 34 stig, eru án sigurs í síðustu þremur leikjum og þurfa að fara að passa sig ef liðið ætlar ekki að missa lið á borð við Þrótt, Stjörnuna og FH fram úr sér. Klippa: Mörkin úr leik Þróttar og Breiðabliks Nýliðar FH unnu mikilvægan 0-2 útisigur er liðið heimsótti ÍBV til Vestmannaeyja. Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir og Shaina Ashouri sáu um markaskorun gestanna í síðari hálfleik og nýliðar FH standa því vel að vígi fyrir lokasprettinn. FH-ingar eru með 28 stig í fimmta sæti deildarinnar og geta vel ógnað Breiðabliki, Stjörnunni og Þrótti í baráttunni um annað sæti. Eyjakonur sitja hins vegar í áttunda sæti með 18 stig, einu stigi fyrir ofan fallsvæðið. Klippa: Mörkin úr leik ÍBV og FH Að lokum gerðu Tindastóll og Þór/KA markalaust jafntefli í norðurlandsslag gærdagsins. Þór/KA situr í sjötta sæti með 26 stig og heldur því í liðin fyrir ofan sig í þéttum pakka efri hluta deildarinnar. Stólarnir þurfa hins vegar enn að berjast við falldrauginn, enda er liðið aðeins tveimur stigum fyrir ofan fallsæti. Besta deild kvenna Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Fleiri fréttir Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Orri Steinn verður ekki yngsti fyrirliðinn en hann er nálægt því Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Carragher veiktist í beinni útsendingu Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Sjá meira
Íslandsmeistarar Vals unnu öruggan 4-1 sigur gegn Keflvíkingum þar sem Ásdís Karen Halldórsdóttir kom heimakonum í Val yfir á 22. mínútu leiksins. Aníta Lind Daníelsdóttir jafnaði metin fyrir Keflvíkinga stuttu síðar úr vítaspyrnu, en mörk frá Bryndísi Örnu Níelsdóttur, Þórdísi Elvu Ágústsdóttur og Fanndísi Friðriksdóttur í síðari hálfleik tryggðu sigur Valskvenna. Valur er nú með átta stiga forskot á toppi deildarinnar, en Keflavík situr í næst neðsta sæti, einu stigi frá öruggu sæti þegar úrslitakeppnin tekur við. Klippa: Mörkin úr leik Vals og Keflavíkur Stjarnan vann öruggan 3-0 sigur gegn Selfyssingum þar sem öll mörk leiksins voru skoruð í síðari hálfleik. Ingibjörg Lúcía Ragnarsdóttir kom Garðbæingum yfir snemma í síðari hálfleik áður en varamaðurinn Andrea Mist Pálsdóttir bætti tveimur mörkum við og innsiglaði sigurinn. Stjörnukonur eru því enn með í baráttunni um annað sæti deildarinnar við Breiðablik og fer liðið með 29 stig inn í úrslitakeppnina. Selfyssingar sitja hins vegar sem fastast á botninum með 11 stig og dugir ekkert minna en þrír sigrar í jafn mörgum leikjum í úrslitakeppninni til að eiga möguleika á að halda sér í deild þeirra bestu. Klippa: Mörkin úr leik Stjörnunnar og Selfoss Þá vann Þróttur sterkan 4-2 sigur gegn Breiðabliki í Laugardalnum. Birta Georgsdóttir kom Blikum yfir á 25. mínútu leiksins, en tvö mörk frá Sæunni Björnsdóttur sáu til þess að heimakonur fóru með 2-1 forystu inn í hálfleikinn. Birta var svo aftur á ferðinni þegar hún jafnaði metin fyrir Blika eftir klukkutíma leik, en Elín Metta Jensen endurheimti forystu Þróttar stuttu síðar með sínu fyrsta marki eftir endurkomu hennar í boltann áður en Katla Tryggvadóttir tryggði heimakonum sigurinn með marki á 88. mínútu. Þróttur er því enn með í baráttunni um 2.-6. sæti deildarinnar með 28 stig þegar úrslitakeppnin hefst, en Blikar, sem sitja í öðru sæti með 34 stig, eru án sigurs í síðustu þremur leikjum og þurfa að fara að passa sig ef liðið ætlar ekki að missa lið á borð við Þrótt, Stjörnuna og FH fram úr sér. Klippa: Mörkin úr leik Þróttar og Breiðabliks Nýliðar FH unnu mikilvægan 0-2 útisigur er liðið heimsótti ÍBV til Vestmannaeyja. Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir og Shaina Ashouri sáu um markaskorun gestanna í síðari hálfleik og nýliðar FH standa því vel að vígi fyrir lokasprettinn. FH-ingar eru með 28 stig í fimmta sæti deildarinnar og geta vel ógnað Breiðabliki, Stjörnunni og Þrótti í baráttunni um annað sæti. Eyjakonur sitja hins vegar í áttunda sæti með 18 stig, einu stigi fyrir ofan fallsvæðið. Klippa: Mörkin úr leik ÍBV og FH Að lokum gerðu Tindastóll og Þór/KA markalaust jafntefli í norðurlandsslag gærdagsins. Þór/KA situr í sjötta sæti með 26 stig og heldur því í liðin fyrir ofan sig í þéttum pakka efri hluta deildarinnar. Stólarnir þurfa hins vegar enn að berjast við falldrauginn, enda er liðið aðeins tveimur stigum fyrir ofan fallsæti.
Besta deild kvenna Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Fleiri fréttir Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Orri Steinn verður ekki yngsti fyrirliðinn en hann er nálægt því Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Carragher veiktist í beinni útsendingu Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Sjá meira
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti