Valsmenn kæra Víkinga vegna afskipta Arnars Smári Jökull Jónsson skrifar 26. ágúst 2023 17:50 Arnar Gunnlaugsson á hliðarlínunni í dag Vísir/Anton Valur hefur lagt fram kæru til aga- og úrskurðanefndar KSÍ þar sem þess er krafist að Víkingar hljóti refsingu vegna afskipta Arnars Gunnlaugssonar þjálfara í leik gegn Val þar sem hann var í leikbanni. Forsaga málsins er sú að Arnar var í leikbanni þegar leikur Vals og Víkings fór fram fyrir skömmu. Arnar var hins vegar í stúkunni að Hlíðarenda og í stöðugu símasambandi við varamannabekk Víkinga á meðan á leiknum stóð. Klara Bjartmarz framkvæmdastjóri KSÍ bað aga- og úrskurðanefnd sambandsins að skoða málið en nefndin taldi Arnar ekki hafa gerst brotlegan. „Ég var bara í stöðugum samskiptum þarna við bekkinn. Það er svo fínt útsýni þarna úr stúkunni og ég er að spá í að gera þetta að vana,“ sagði Arnar meðal annars í samtali við Stöð 2 Sport að leik loknum. Víkingur vann 4-0 sigur gegn Val í leiknum. Í kærunni sem vefmiðillinn 433.is hefur undir höndum kemur fram að það séu þessi orð Arnar sem kæran byggir á að mestu. 433.is greindi fyrst frá kæru Valsmanna á vef sínum. „Leikbann þjálfara, sem byggir á 12. gre., hefur það í för með sér að þjálfari skal, mæti hann á leikstað, vera meðal áhorfenda frá og með einni klukkustund fyrir leik og þar til dómari flautar til leiksloka. Á þessu tímabili má þjálfari ekki vera á leikvellinum, boðvangi, í búningsherbergjum eða annars staðar þar sem hann getur verið í tengslum við lið sitt,“ segir í kærunni. Kröfur Valsmanna eru að Val verði dæmdur 3-0 sigur í leiknum og Víkingi gert að greiða sekt. Til vara að leikurinn verði dæmdur ógildur og liðunum gert að endurtaka hann. Til þrautavara að kæranda verði gert að greiða sekt. Íslenski boltinn Besta deild karla Víkingur Reykjavík Valur KSÍ Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti Isak utan vallar en þó í forgrunni Enski boltinn Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjá meira
Forsaga málsins er sú að Arnar var í leikbanni þegar leikur Vals og Víkings fór fram fyrir skömmu. Arnar var hins vegar í stúkunni að Hlíðarenda og í stöðugu símasambandi við varamannabekk Víkinga á meðan á leiknum stóð. Klara Bjartmarz framkvæmdastjóri KSÍ bað aga- og úrskurðanefnd sambandsins að skoða málið en nefndin taldi Arnar ekki hafa gerst brotlegan. „Ég var bara í stöðugum samskiptum þarna við bekkinn. Það er svo fínt útsýni þarna úr stúkunni og ég er að spá í að gera þetta að vana,“ sagði Arnar meðal annars í samtali við Stöð 2 Sport að leik loknum. Víkingur vann 4-0 sigur gegn Val í leiknum. Í kærunni sem vefmiðillinn 433.is hefur undir höndum kemur fram að það séu þessi orð Arnar sem kæran byggir á að mestu. 433.is greindi fyrst frá kæru Valsmanna á vef sínum. „Leikbann þjálfara, sem byggir á 12. gre., hefur það í för með sér að þjálfari skal, mæti hann á leikstað, vera meðal áhorfenda frá og með einni klukkustund fyrir leik og þar til dómari flautar til leiksloka. Á þessu tímabili má þjálfari ekki vera á leikvellinum, boðvangi, í búningsherbergjum eða annars staðar þar sem hann getur verið í tengslum við lið sitt,“ segir í kærunni. Kröfur Valsmanna eru að Val verði dæmdur 3-0 sigur í leiknum og Víkingi gert að greiða sekt. Til vara að leikurinn verði dæmdur ógildur og liðunum gert að endurtaka hann. Til þrautavara að kæranda verði gert að greiða sekt.
Íslenski boltinn Besta deild karla Víkingur Reykjavík Valur KSÍ Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti Isak utan vallar en þó í forgrunni Enski boltinn Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjá meira