FIFA setur Rubiales í bann Sólrún Dögg Jósefsdóttir og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 26. ágúst 2023 12:48 Hegðun forsetans eftir sigurleik Spánar á HM kvenna hefur vakið talsverða athygli. Getty Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, hefur ákveðið að setja Luis Rubiales, forseta Knattspyrnusambands Spánar, í tímabundið bann frá afskiptum af knattspyrnu. Spænskir miðlar greina frá þessu. Þar segir að samkvæmt tilkynningu frá FIFA sé Rubiales rekinn frá „öllum knattspyrnutengdum störfum á innanlands- og alþjóðvettvangi.“ Þá segir einnig að bannið taki gildi í dag og standi næstu níutíu daga, og jafnframt jafn lengi og málsmeðferð hans stendur yfir. Óviðeigandi hegðun Rubiales eftir sigur Spánar í úrslitaleik HM hefur vakið mikla athygli og hefur verið kallað eftir því að hann taki ábyrgð á gjörðum sínum úr ýmsum áttum. Atvikið sem kom öllu af stað átti sér stað í fagnaðarlátum spænska kvennalandsliðsins eftir sigur í úrslitaleik HM. Rubiales þröngvaði rembingskossi beint á varir Jennifer Hermoso, fyrirliða landsliðsins, óumbeðinn og án samþykkis. Sambandið stendur með Rubiales Fyrr í dag var greint frá því að spænska knattspyrnusambandið stæði að baki Rubiales, og sakaði Hermoso jafnframt um lygar. Hermoso sagði í yfirlýsingu að kossinn umræddi hefði verið algerlega án hennar samþykkis. Spænska knattspyrnusambandið brást hart við snemma í morgun, sendi frá sér yfirlýsingu þar sem það styður formanninn, segir hann hafa sagt satt að öllu leyti og birtir fjórar myndir því til stuðnings. Fjöldi knattspyrnufólks á Spáni hefur gagnrýnt Rubiales harðlega og sagst vilja hann burt, ellegar muni það ekki gefa kost á sér til að spila með landsliðinu. Sambandið hefur á móti sagt að ekki sé í boði að neita að spila fyrir landsliðið. Fótbolti Hegðun forseta spænska knattspyrnusambandsins HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Tengdar fréttir Sakar Jenni Hermoso um lygar og kærir hana Spænska knattspyrnusambandið ver formann sinn með kjafti og klóm. Það segir Jenni Hermoso fara með ósannindi og bendir á að fótboltakonur á Spáni geti ekki neitað að spila með landsliðinu séu þær valdar í liðið. 26. ágúst 2023 11:22 Allar spænsku landsliðskonurnar ætla ekki að spila aftur fyrr en Luis Rubiales segir af sér Leikmenn heimsmeistara Spánar hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem þær segja að þær muni ekki spila fleiri leiki fyrir landsliðið fyrr en Luis Rubiales, forseti knattspyrnusambandsins, segir af sér. 26. ágúst 2023 09:59 Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Sjá meira
Spænskir miðlar greina frá þessu. Þar segir að samkvæmt tilkynningu frá FIFA sé Rubiales rekinn frá „öllum knattspyrnutengdum störfum á innanlands- og alþjóðvettvangi.“ Þá segir einnig að bannið taki gildi í dag og standi næstu níutíu daga, og jafnframt jafn lengi og málsmeðferð hans stendur yfir. Óviðeigandi hegðun Rubiales eftir sigur Spánar í úrslitaleik HM hefur vakið mikla athygli og hefur verið kallað eftir því að hann taki ábyrgð á gjörðum sínum úr ýmsum áttum. Atvikið sem kom öllu af stað átti sér stað í fagnaðarlátum spænska kvennalandsliðsins eftir sigur í úrslitaleik HM. Rubiales þröngvaði rembingskossi beint á varir Jennifer Hermoso, fyrirliða landsliðsins, óumbeðinn og án samþykkis. Sambandið stendur með Rubiales Fyrr í dag var greint frá því að spænska knattspyrnusambandið stæði að baki Rubiales, og sakaði Hermoso jafnframt um lygar. Hermoso sagði í yfirlýsingu að kossinn umræddi hefði verið algerlega án hennar samþykkis. Spænska knattspyrnusambandið brást hart við snemma í morgun, sendi frá sér yfirlýsingu þar sem það styður formanninn, segir hann hafa sagt satt að öllu leyti og birtir fjórar myndir því til stuðnings. Fjöldi knattspyrnufólks á Spáni hefur gagnrýnt Rubiales harðlega og sagst vilja hann burt, ellegar muni það ekki gefa kost á sér til að spila með landsliðinu. Sambandið hefur á móti sagt að ekki sé í boði að neita að spila fyrir landsliðið.
Fótbolti Hegðun forseta spænska knattspyrnusambandsins HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Tengdar fréttir Sakar Jenni Hermoso um lygar og kærir hana Spænska knattspyrnusambandið ver formann sinn með kjafti og klóm. Það segir Jenni Hermoso fara með ósannindi og bendir á að fótboltakonur á Spáni geti ekki neitað að spila með landsliðinu séu þær valdar í liðið. 26. ágúst 2023 11:22 Allar spænsku landsliðskonurnar ætla ekki að spila aftur fyrr en Luis Rubiales segir af sér Leikmenn heimsmeistara Spánar hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem þær segja að þær muni ekki spila fleiri leiki fyrir landsliðið fyrr en Luis Rubiales, forseti knattspyrnusambandsins, segir af sér. 26. ágúst 2023 09:59 Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Sjá meira
Sakar Jenni Hermoso um lygar og kærir hana Spænska knattspyrnusambandið ver formann sinn með kjafti og klóm. Það segir Jenni Hermoso fara með ósannindi og bendir á að fótboltakonur á Spáni geti ekki neitað að spila með landsliðinu séu þær valdar í liðið. 26. ágúst 2023 11:22
Allar spænsku landsliðskonurnar ætla ekki að spila aftur fyrr en Luis Rubiales segir af sér Leikmenn heimsmeistara Spánar hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem þær segja að þær muni ekki spila fleiri leiki fyrir landsliðið fyrr en Luis Rubiales, forseti knattspyrnusambandsins, segir af sér. 26. ágúst 2023 09:59