Hér eru við að tala um langvíuna Mola á safninu. Fallegan fugl, sem er nokkuð algengur við Ísland, strandfugl af svartfuglaætt. Tegundin er löng og rennileg og bolurinn ílangur eins og sjá má. En hver er saga Mola á safninu?
„Við erum búin að sleppa honum, fara með honum út á bát og sleppa honum alveg átta sinnum og hann kemur alltaf til okkar. Hann lendir fyrir utan hurðina hérna hjá okkur og bara neitar að fara. Og það er eiginlega eina ástæðan fyrir því að hann er hérna, hann elskar bara að fá að vera með lundunum og starfsfólkinu í raun og veru líka,“ segir Þóra Gísladóttir framkvæmdastjóri Sea Life Trust og bætir við.

„Já, við höldum bara að hann haldi að hann sé lundi. Hann er mjög hrifin af henni Dísu hérna lundanum okkur og ég hugsa bara að hann tengi eitthvað við þessa lunda hérna. Þetta er bara heimilið hans hérna með öllum hinum lundunum.“
Þóra segir að Moli veki mjög mikla athygli gesta safnsins.
„Já, hann gerir það, hann er algjör stjarna. Hann er bara svo skemmtilegur og líflegur og hann er svo mikil félagsvera".
