Valdi að verða sextug í stað þess að flytja til Eþíópíu Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 24. ágúst 2023 16:50 Yrsa Sigurðardóttir við hlið sinnar gömlu metsölubókar Kulda, sem nú er komin út í nýrri útgáfu í tilefni af frumsýningu nýrrar myndar. Vísir/Vilhelm Yrsa Sigurðardóttir, glæpasagnadrottning og margfaldur metsöluhöfundur, fagnar sextugsafmæli í dag. Hún segir ekkert planað í kvöld, annað en að skrifa næstu bók. Hún ætlar að halda upp á stórafmælið með pompi og prakt í febrúar að jólabókaflóði loknu og segist ekki geta beðið eftir að sjá Kulda, samnefnda mynd sem byggir á bók hennar og kemur í kvikmyndahús í næstu viku. „Dagurinn minn er bara búinn að vera krúttlegur. Ég fór í mat til mömmu og pabba í hádeginu og svo var það kaka á eftir,“ segir rithöfundurinn í samtali við Vísi. „Það var tvennt í boði. Að flytja til Eþíópíu, þar sem árið er 2016 ef ég man þetta rétt, og þeir eru af einhverjum ástæðum sjö árum á eftir, eða bara að suck it up,“ segir Yrsa hlæjandi. Í næstu viku kemur út kvikmyndin Kuldi, í leikstjórn Erlings Thoroddsen og byggir hún á samnefndri metsölubók Yrsu sem kom út árið 2012. Yrsa kveðst vera spenntari fyrir myndinni en eigin stórafmæli. „Ég hlakka svo til að sjá hana og það er svo gaman að sjá hvað það eru flottir leikarar í henni. Ég held að Erlingur sé hárréttur maður í þetta. Ég fæ bara að sjá myndina á forsýningunni og get eiginlega ekki beðið.“ Eiginmaður Yrsu, Ólafur Þór Þórhallsson, verður sextugur í febrúar og segist Yrsa ætla að halda upp á sitt eigið stórafmæli með eiginmanninum við það tilefni. Hvað ætlarðu svo að gera í kvöld? „Ég veit það ekki, ætli ég skrifi ekki bara,“ segir Yrsa hlæjandi. „Þetta er algjörlega sjálfri mér að kenna, ég er alltaf í einhverri sjálfheldu á sumrin að skrifa. Að byrja fyrr, það er trikkið, en ég virðist ekki geta náð því. Þetta er einhver greindarskortur.“ Er pressan fyrir jólin farin að segja til sín? „Já, það er venjulega á þessum tíma, svona í ágúst, sem hún fer að segja til sín.“ Bíó og sjónvarp Bókmenntir Tímamót Tengdar fréttir Frumsýning á Vísi: Spennuþrungin stikla úr Kulda Íslenska bíómyndin Kuldi verður frumsýnd 1. september næstkomandi en myndin er byggð á samnefndri metsölubók Yrsu Sigurðardóttur. 30. júní 2023 11:02 Erlingur leikstýrði Julian Sands í hans síðustu mynd Julian Sands var jarðbundinn, hlýr og rausnarlegur á sinn tíma. Þetta segir Erlingur Thoroddsen leikstjóri sem leikstýrði breska leikaranum í hans síðustu mynd sem ber nafnið The Piper. Leikarinn lést í fjallgöngu í Kaliforníu í janúar en lík hans fannst ekki fyrr en í þar síðustu viku. 8. júlí 2023 20:00 Mest lesið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar Tónlist Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Tíska og hönnun Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Fleiri fréttir Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Sjá meira
„Dagurinn minn er bara búinn að vera krúttlegur. Ég fór í mat til mömmu og pabba í hádeginu og svo var það kaka á eftir,“ segir rithöfundurinn í samtali við Vísi. „Það var tvennt í boði. Að flytja til Eþíópíu, þar sem árið er 2016 ef ég man þetta rétt, og þeir eru af einhverjum ástæðum sjö árum á eftir, eða bara að suck it up,“ segir Yrsa hlæjandi. Í næstu viku kemur út kvikmyndin Kuldi, í leikstjórn Erlings Thoroddsen og byggir hún á samnefndri metsölubók Yrsu sem kom út árið 2012. Yrsa kveðst vera spenntari fyrir myndinni en eigin stórafmæli. „Ég hlakka svo til að sjá hana og það er svo gaman að sjá hvað það eru flottir leikarar í henni. Ég held að Erlingur sé hárréttur maður í þetta. Ég fæ bara að sjá myndina á forsýningunni og get eiginlega ekki beðið.“ Eiginmaður Yrsu, Ólafur Þór Þórhallsson, verður sextugur í febrúar og segist Yrsa ætla að halda upp á sitt eigið stórafmæli með eiginmanninum við það tilefni. Hvað ætlarðu svo að gera í kvöld? „Ég veit það ekki, ætli ég skrifi ekki bara,“ segir Yrsa hlæjandi. „Þetta er algjörlega sjálfri mér að kenna, ég er alltaf í einhverri sjálfheldu á sumrin að skrifa. Að byrja fyrr, það er trikkið, en ég virðist ekki geta náð því. Þetta er einhver greindarskortur.“ Er pressan fyrir jólin farin að segja til sín? „Já, það er venjulega á þessum tíma, svona í ágúst, sem hún fer að segja til sín.“
Bíó og sjónvarp Bókmenntir Tímamót Tengdar fréttir Frumsýning á Vísi: Spennuþrungin stikla úr Kulda Íslenska bíómyndin Kuldi verður frumsýnd 1. september næstkomandi en myndin er byggð á samnefndri metsölubók Yrsu Sigurðardóttur. 30. júní 2023 11:02 Erlingur leikstýrði Julian Sands í hans síðustu mynd Julian Sands var jarðbundinn, hlýr og rausnarlegur á sinn tíma. Þetta segir Erlingur Thoroddsen leikstjóri sem leikstýrði breska leikaranum í hans síðustu mynd sem ber nafnið The Piper. Leikarinn lést í fjallgöngu í Kaliforníu í janúar en lík hans fannst ekki fyrr en í þar síðustu viku. 8. júlí 2023 20:00 Mest lesið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar Tónlist Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Tíska og hönnun Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Fleiri fréttir Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Sjá meira
Frumsýning á Vísi: Spennuþrungin stikla úr Kulda Íslenska bíómyndin Kuldi verður frumsýnd 1. september næstkomandi en myndin er byggð á samnefndri metsölubók Yrsu Sigurðardóttur. 30. júní 2023 11:02
Erlingur leikstýrði Julian Sands í hans síðustu mynd Julian Sands var jarðbundinn, hlýr og rausnarlegur á sinn tíma. Þetta segir Erlingur Thoroddsen leikstjóri sem leikstýrði breska leikaranum í hans síðustu mynd sem ber nafnið The Piper. Leikarinn lést í fjallgöngu í Kaliforníu í janúar en lík hans fannst ekki fyrr en í þar síðustu viku. 8. júlí 2023 20:00