FIFA hefur rannsókn á hegðun spænska forsetans á úrslitaleik HM kvenna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. ágúst 2023 12:57 Luis Rubiales var aðeins of glaður í leikslok á úrslitaleiknum og fór að flestra mati ítrekað langt yfir strikið. Getty/Alex Pantling Lengi getur vont versnað og nú er umdeildasta málið í fótboltaheiminum komið inn á borð hjá FIFA. Alþjóða knattspyrnusambandið hefur hafið rannsókn á forseta spænska knattspyrnusambandsins eftir hegðun hans á úrslitaleik heimsmeistaramóts kvenna í Ástralíu. Luis Rubiales er ekki bara forseti spænska knattspyrnusambandsins því hann er líka einn af varaformönnum Knattspyrnusambands Evrópu. Stjórn spænska knattspyrnusambandsins hefur kallað saman neyðarfund og þar þarf forsetinn að verja sína hegðun. The FIFA Disciplinary Committee has opened disciplinary proceedings against Luis Rubiales, the president of the Spanish FA who kissed Jenni Hermoso after the country's World Cup victory.— Sky Sports News (@SkySportsNews) August 24, 2023 Rubiales kyssti Jenni Hermoso, framherja spænska landsliðsins, beint á munninn í verðlaunaafhendingunni en hann varð líka uppvís að annarri vafasamri hegðun eins og að faðma og kyssa aðra leikmenn, taka um klof sér í heiðursstúkunni, og lyfta leikmönnum upp á axlir sér á grasinu eftir verðlaunaafhendinguna. Mál hans fer nú fyrir aganefnd FIFA en hann hefur fengið mikla gagnrýni fyrir hegðun sína og nú síðast kallaði leikmaðurinn og leikmannasamtökin eftir því að slík hegðun hefði einhverjar afleiðingar. Aganefnd FIFA mun nú skoða hvort að Rubiales hafi brotið gegn grein þrettán í agareglum sambandsins sem snýr af móðgandi hegðun og háttvísi. Þegar Rubiales tók um klof sér í heiðursstúkunni þá stóð hann rétt hjá drottningu Spánar og sextán ára dóttur hennar. Rubiales baðst afsökunar á kossinum á mánudaginn en forsætisráðherra Spánar var einn af þeim sem taldi það ekki nóg. Leikmaðurinn er 33 ára gömul, hefur spilað yfir hundrað landsleiki og er markahæsta landsliðskona Spánar frá upphafi. Hún hefur fengið liðsinni frá Alþjóða leikmannasamtökunun, Futpro, og segir að samtökin muni sjá um afskipti hennar að málinu. Spænski boltinn Hegðun forseta spænska knattspyrnusambandsins Mest lesið Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Enska augnablikið: AGUERO!! Enski boltinn Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn Fleiri fréttir Er ekki loksins kominn tími á það að því að við vinnum Danina? Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Sjá meira
Alþjóða knattspyrnusambandið hefur hafið rannsókn á forseta spænska knattspyrnusambandsins eftir hegðun hans á úrslitaleik heimsmeistaramóts kvenna í Ástralíu. Luis Rubiales er ekki bara forseti spænska knattspyrnusambandsins því hann er líka einn af varaformönnum Knattspyrnusambands Evrópu. Stjórn spænska knattspyrnusambandsins hefur kallað saman neyðarfund og þar þarf forsetinn að verja sína hegðun. The FIFA Disciplinary Committee has opened disciplinary proceedings against Luis Rubiales, the president of the Spanish FA who kissed Jenni Hermoso after the country's World Cup victory.— Sky Sports News (@SkySportsNews) August 24, 2023 Rubiales kyssti Jenni Hermoso, framherja spænska landsliðsins, beint á munninn í verðlaunaafhendingunni en hann varð líka uppvís að annarri vafasamri hegðun eins og að faðma og kyssa aðra leikmenn, taka um klof sér í heiðursstúkunni, og lyfta leikmönnum upp á axlir sér á grasinu eftir verðlaunaafhendinguna. Mál hans fer nú fyrir aganefnd FIFA en hann hefur fengið mikla gagnrýni fyrir hegðun sína og nú síðast kallaði leikmaðurinn og leikmannasamtökin eftir því að slík hegðun hefði einhverjar afleiðingar. Aganefnd FIFA mun nú skoða hvort að Rubiales hafi brotið gegn grein þrettán í agareglum sambandsins sem snýr af móðgandi hegðun og háttvísi. Þegar Rubiales tók um klof sér í heiðursstúkunni þá stóð hann rétt hjá drottningu Spánar og sextán ára dóttur hennar. Rubiales baðst afsökunar á kossinum á mánudaginn en forsætisráðherra Spánar var einn af þeim sem taldi það ekki nóg. Leikmaðurinn er 33 ára gömul, hefur spilað yfir hundrað landsleiki og er markahæsta landsliðskona Spánar frá upphafi. Hún hefur fengið liðsinni frá Alþjóða leikmannasamtökunun, Futpro, og segir að samtökin muni sjá um afskipti hennar að málinu.
Spænski boltinn Hegðun forseta spænska knattspyrnusambandsins Mest lesið Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Enska augnablikið: AGUERO!! Enski boltinn Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn Fleiri fréttir Er ekki loksins kominn tími á það að því að við vinnum Danina? Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Sjá meira