Tveir bestu CrossFit karlar heimsins í ár eru þjálfaðir af konum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. ágúst 2023 08:31 Caroline Lambray óskar Jeffery Adler til hamingju með heimsmeistaratitilinn. Instagram/@crossfitgames Jeffery Adler varð á dögunum heimsmeistari í CrossFit í fyrsta sinn og landi hans Pat Vellner varð í öðru sæti á heimsleikunum. Þeir eiga meira sameiginlegt en að vera báðir frá Kanada. Svo skemmtilega vill til að tveir bestu CrossFit karlar heimsins eru báðir þjálfaðir af konum. Caroline Lambray byrjaði að þjálfa Adler fyrir mörgum árum en hann hefur sýnt stöðugar framfarir síðustu ár. Þekkt var þegar hann mætti sem sjálfboðaliði á leikana fyrir sjö árum en undanfarin ár hefur hann verið meðal keppanda á heimsleikunum. Fyrir ári síðan birtist viðtal við Lambray sem sá inn í framtíðina. „Það yrði virkilega gaman að vera fyrsta konan til að gera skjólstæðing sinn að heimsmeistara í CrossFit. Það er eitthvað á mínum óskalista,“ sagði Caroline Lambray fyrir rúmu ári síðan í samtali við Emily Beers hjá Morning Chalk Up. Í ár fór Adler síðan alla leið og tryggði sér heimsmeistaratitilinn. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Lambray byrjaði á því að skipuleggja æfingarnar hans og halda utan um árangurinn. Samvinna þeirra hefur síðan eflst og breyst þannig að hún hefur tekið að sér meiri utanumhald og stjórn á hans málum. Þau eru líka kærustupar fyrir utan það að vinna saman í CrossFit íþróttinni. Undanfarin ár hefur samvinna þeirra vakið mikla athygli og um leið og hann hefur orðið sá besti í heimi hefur hún unnið sér inn virðingu sem ein af bestu þjálfurum CrossFit íþróttarinnar. „Samstarf okkar hefur þróast mikið í gegnum árin,“ sagði Caroline Lambray í viðtali við Morning Chalk Up. Silfurmaðurinn Pat Vellner er líka með konu sem þjálfara en það er Michele Letendre. Samvinna þeirra hefur skilað honum þrisvar upp á verðlaunapallinn á síðustu fimm árum. „Ég hef alltaf viljað kallað mig þjálfara en staðreyndin er sú að ég sting í stúf. Það eru ekki margar konur í mínu starfi,“ sagði Michele Letendre í viðtali við Morning Chalk Up. „Ég held samt að það breyti engu um gæði þjálfunarinnar hvort þjálfarinn sé karla eða kona. Það breytir hins vegar sjónarhorni fólks,“ sagði Letendre. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) CrossFit Mest lesið Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Giftu sig á gamlársdag Handbolti Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Sport Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti „Mjög svekkjandi“ Enski boltinn Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Enski boltinn Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Enski boltinn Fleiri fréttir Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Metár fyrir danskt íþróttafólk Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Luke Littler reykspólaði yfir Pólverjann og inn í undanúrslitin „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Skotinn fljúgandi endaði öskubuskuævintýri Hood Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Chelsea búið að reka Enzo Maresca Anthony Joshua útskrifaður af spítalanum Dæmd úr leik vegna skósóla Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Sjá meira
Svo skemmtilega vill til að tveir bestu CrossFit karlar heimsins eru báðir þjálfaðir af konum. Caroline Lambray byrjaði að þjálfa Adler fyrir mörgum árum en hann hefur sýnt stöðugar framfarir síðustu ár. Þekkt var þegar hann mætti sem sjálfboðaliði á leikana fyrir sjö árum en undanfarin ár hefur hann verið meðal keppanda á heimsleikunum. Fyrir ári síðan birtist viðtal við Lambray sem sá inn í framtíðina. „Það yrði virkilega gaman að vera fyrsta konan til að gera skjólstæðing sinn að heimsmeistara í CrossFit. Það er eitthvað á mínum óskalista,“ sagði Caroline Lambray fyrir rúmu ári síðan í samtali við Emily Beers hjá Morning Chalk Up. Í ár fór Adler síðan alla leið og tryggði sér heimsmeistaratitilinn. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Lambray byrjaði á því að skipuleggja æfingarnar hans og halda utan um árangurinn. Samvinna þeirra hefur síðan eflst og breyst þannig að hún hefur tekið að sér meiri utanumhald og stjórn á hans málum. Þau eru líka kærustupar fyrir utan það að vinna saman í CrossFit íþróttinni. Undanfarin ár hefur samvinna þeirra vakið mikla athygli og um leið og hann hefur orðið sá besti í heimi hefur hún unnið sér inn virðingu sem ein af bestu þjálfurum CrossFit íþróttarinnar. „Samstarf okkar hefur þróast mikið í gegnum árin,“ sagði Caroline Lambray í viðtali við Morning Chalk Up. Silfurmaðurinn Pat Vellner er líka með konu sem þjálfara en það er Michele Letendre. Samvinna þeirra hefur skilað honum þrisvar upp á verðlaunapallinn á síðustu fimm árum. „Ég hef alltaf viljað kallað mig þjálfara en staðreyndin er sú að ég sting í stúf. Það eru ekki margar konur í mínu starfi,“ sagði Michele Letendre í viðtali við Morning Chalk Up. „Ég held samt að það breyti engu um gæði þjálfunarinnar hvort þjálfarinn sé karla eða kona. Það breytir hins vegar sjónarhorni fólks,“ sagði Letendre. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames)
CrossFit Mest lesið Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Giftu sig á gamlársdag Handbolti Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Sport Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti „Mjög svekkjandi“ Enski boltinn Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Enski boltinn Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Enski boltinn Fleiri fréttir Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Metár fyrir danskt íþróttafólk Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Luke Littler reykspólaði yfir Pólverjann og inn í undanúrslitin „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Skotinn fljúgandi endaði öskubuskuævintýri Hood Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Chelsea búið að reka Enzo Maresca Anthony Joshua útskrifaður af spítalanum Dæmd úr leik vegna skósóla Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Sjá meira