„Ég var að velta fyrir mér hver væri liturinn á undirfötunum þínum“ Smári Jökull Jónsson skrifar 23. ágúst 2023 22:30 Luis Rubiales er forseti spænska knattspyrnusambandsins. Vísir/Getty Enn fjölgar hneykslismálum er varða forseta spænska knattspyrnusambandsins. Hann er nú sakaður um að hafa nýtt peninga sambandsins á óeðlilegan hátt og gæti fengið á sig kæru. Luis Rubiales hefur verið í sviðsljósinu eftir að Spánn tryggði sér heimsmeistaratitil kvenna í knattspyrnu á sunnudaginn. Eftir leikinn sást hann kyssa leikmann Jennifer Hermoso liðsins á munninn þegar hann óskaði henni til hamingju með sigurinn. Hann baðst á endanum afsökunar eftir að hafa áður gert lítið úr atvikinu. Þá sást hann einnig grípa um klof sitt í stúkunni þegar hann fagnaði sigrinum, nánast fyrir framan nefið á spænsku konungsfjölskyldunni. Spænsk knattspyrnuyfirvöld hafa boðað til krísufundar sem gæti jafnvel farið fram strax á morgun. Sambandið sendi frá sér tilkynningu um neyðarfund hjá stjórn sambandsins þar sem kemur fram að þetta mál verði tekið fyrir sem agamál. Spænska stórblaðið Marca segir að Rubiales ætli ekki að segja af sér og ætli að verja sig á neyðarfundi stjórnarinnar. Notaði peninga sambandsins til að greiða fyrir ferð til New York Sú vörn gæti hins vegar reynst þrautin þyngri þar sem ásökunum á hendur Rubiales fjölgar enn. Hann hefur nú verið sakaður um að hafa tekið mexíkanska konu með sér í sex daga frí til New York undir því yfirskini að um vinnutengda ferð væri að ræða. Peningar spænska knattspyrnusambandsins voru meðal annars notaðir til að greiða fyrir flug, hótelherbergi og bílaleigubíl á meðan á ferðinni stóð. Þá á Rubiales að hafa logið til um fundi sem hann ætlaði að sækja. Hann er sagður hafa sagt við sitt nánasta fólk að segja að hann myndi sækja fundi með forráðamönnum MLS-deildarinnar og borða kvöldverð með fólki á vegum Sameinuðu þjóðanna. Samkvæmt El Confidencial áttu þessir fundir sér aldrei stað. Rannsókn er hafin á málinu en Rubiales gæti átt yfir höfði sér fangelsisdóm verði hann fundinn sekur. Sakaður um kynferðislega áreitni í viðurvist stórstjarna Þá hefur fyrrum samstarfskona Rubiales stigið fram og sakað hann um kynferðislega áreitni á vinnustað. Atvikið átti sér stað fyrir framan stórstjörnurnar Gerard Pique, Iker Casillas og Sergio Busquets. Í sjónvarpsviðtali segir Tamara Ramos Cruz að Rubiales hafi niðurlægt sig ítrekað. „Fyrir framan fjölda fólks sagði hann að ég væri kominn til að setja á mig hnéhlífar. Ég var bara að vinna mína vinnu. Hann spurði mig einnig hver væri liturinn á undirfötum mínum þann daginn. Hann var svo valdamikill að það var erfitt að mæta honum.“ Umrætt atvik á að hafa átt sér stað fyrir tíu árum síðan. Aðspurð af hverju hún hafi stigið fram nú svarar Cruz: „Nú trúir fólk mér í ljósi þess að hann kyssti Hermoso án hennar samþykkis. Það kom mér ekki á óvart því ég hef þekkt hann í mörg ár og þjáðst vegna hans. Það sem kom mér á óvart var að hann gerði þetta fyrir allra augum.“ Hegðun forseta spænska knattspyrnusambandsins HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Spænski boltinn Tengdar fréttir Krísufundur boðaður hjá spænska fótboltasambandinu Ef allt væri eðlilegt þá ættu forráðamenn spænska knattspyrnusambandsins að vera að fagna og monta sig af heimsmeistaratitli kvennalandsliðsins næstu daga. Í staðinn glíma þeir við risastórt vandamál. 23. ágúst 2023 10:30 Rapinoe segir koss Rubiales vera líkamsárás Megan Rapinoe hefur gagnrýnt forseta spænska knattspyrnusambandsins harðlega og segir að hann hafi gerst sekur um líkamsárás þegar hann kyssti Jennifer Hermoso á munninn. 23. ágúst 2023 12:00 Mest lesið Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Dagskráin í dag: Blikar berjast í Evrópu, N1-mótið og upphitun fyrir enska Sport Fleiri fréttir Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Sjá meira
Luis Rubiales hefur verið í sviðsljósinu eftir að Spánn tryggði sér heimsmeistaratitil kvenna í knattspyrnu á sunnudaginn. Eftir leikinn sást hann kyssa leikmann Jennifer Hermoso liðsins á munninn þegar hann óskaði henni til hamingju með sigurinn. Hann baðst á endanum afsökunar eftir að hafa áður gert lítið úr atvikinu. Þá sást hann einnig grípa um klof sitt í stúkunni þegar hann fagnaði sigrinum, nánast fyrir framan nefið á spænsku konungsfjölskyldunni. Spænsk knattspyrnuyfirvöld hafa boðað til krísufundar sem gæti jafnvel farið fram strax á morgun. Sambandið sendi frá sér tilkynningu um neyðarfund hjá stjórn sambandsins þar sem kemur fram að þetta mál verði tekið fyrir sem agamál. Spænska stórblaðið Marca segir að Rubiales ætli ekki að segja af sér og ætli að verja sig á neyðarfundi stjórnarinnar. Notaði peninga sambandsins til að greiða fyrir ferð til New York Sú vörn gæti hins vegar reynst þrautin þyngri þar sem ásökunum á hendur Rubiales fjölgar enn. Hann hefur nú verið sakaður um að hafa tekið mexíkanska konu með sér í sex daga frí til New York undir því yfirskini að um vinnutengda ferð væri að ræða. Peningar spænska knattspyrnusambandsins voru meðal annars notaðir til að greiða fyrir flug, hótelherbergi og bílaleigubíl á meðan á ferðinni stóð. Þá á Rubiales að hafa logið til um fundi sem hann ætlaði að sækja. Hann er sagður hafa sagt við sitt nánasta fólk að segja að hann myndi sækja fundi með forráðamönnum MLS-deildarinnar og borða kvöldverð með fólki á vegum Sameinuðu þjóðanna. Samkvæmt El Confidencial áttu þessir fundir sér aldrei stað. Rannsókn er hafin á málinu en Rubiales gæti átt yfir höfði sér fangelsisdóm verði hann fundinn sekur. Sakaður um kynferðislega áreitni í viðurvist stórstjarna Þá hefur fyrrum samstarfskona Rubiales stigið fram og sakað hann um kynferðislega áreitni á vinnustað. Atvikið átti sér stað fyrir framan stórstjörnurnar Gerard Pique, Iker Casillas og Sergio Busquets. Í sjónvarpsviðtali segir Tamara Ramos Cruz að Rubiales hafi niðurlægt sig ítrekað. „Fyrir framan fjölda fólks sagði hann að ég væri kominn til að setja á mig hnéhlífar. Ég var bara að vinna mína vinnu. Hann spurði mig einnig hver væri liturinn á undirfötum mínum þann daginn. Hann var svo valdamikill að það var erfitt að mæta honum.“ Umrætt atvik á að hafa átt sér stað fyrir tíu árum síðan. Aðspurð af hverju hún hafi stigið fram nú svarar Cruz: „Nú trúir fólk mér í ljósi þess að hann kyssti Hermoso án hennar samþykkis. Það kom mér ekki á óvart því ég hef þekkt hann í mörg ár og þjáðst vegna hans. Það sem kom mér á óvart var að hann gerði þetta fyrir allra augum.“
Hegðun forseta spænska knattspyrnusambandsins HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Spænski boltinn Tengdar fréttir Krísufundur boðaður hjá spænska fótboltasambandinu Ef allt væri eðlilegt þá ættu forráðamenn spænska knattspyrnusambandsins að vera að fagna og monta sig af heimsmeistaratitli kvennalandsliðsins næstu daga. Í staðinn glíma þeir við risastórt vandamál. 23. ágúst 2023 10:30 Rapinoe segir koss Rubiales vera líkamsárás Megan Rapinoe hefur gagnrýnt forseta spænska knattspyrnusambandsins harðlega og segir að hann hafi gerst sekur um líkamsárás þegar hann kyssti Jennifer Hermoso á munninn. 23. ágúst 2023 12:00 Mest lesið Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Dagskráin í dag: Blikar berjast í Evrópu, N1-mótið og upphitun fyrir enska Sport Fleiri fréttir Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Sjá meira
Krísufundur boðaður hjá spænska fótboltasambandinu Ef allt væri eðlilegt þá ættu forráðamenn spænska knattspyrnusambandsins að vera að fagna og monta sig af heimsmeistaratitli kvennalandsliðsins næstu daga. Í staðinn glíma þeir við risastórt vandamál. 23. ágúst 2023 10:30
Rapinoe segir koss Rubiales vera líkamsárás Megan Rapinoe hefur gagnrýnt forseta spænska knattspyrnusambandsins harðlega og segir að hann hafi gerst sekur um líkamsárás þegar hann kyssti Jennifer Hermoso á munninn. 23. ágúst 2023 12:00