Það er ávallt líf og fjör í kringum Fury-fjölskylduna og blaðamannafundur gærdagsins var engin undantekning hvað það varðar.
Tommy Fury mætir samfélagsmiðlastjörnunni KSI í hnefaleikahringnum í Manchester Arena þann 12. október næstkomandi og á sama kvöldi mun samfélagsmiðlastjarnan Logan Paul mæta Dillon Danis, MMA bardagakappa og æfingafélaga Conor McGregor.
Paul og Fury fjölskyldurnar hafa eldað grátt silfur saman undanfarin ár og bar Tommy, sem margir þekkja úr Love Island raunveruleikaseríunni, sigurorðið af Jake Paul í hnefaleikahringnum fyrr á árinu.
Fúkyrðin á milli kappanna fóru hátt á blaðamannafundinum í gær þar sem Logan Paul og KSI skutu fast á Fury-fjölskylduna og á einum tímapunkti gat sá gamli ekki setið undir slíkum fúkyrðaflaumi.
John Fury stóð upp, velti borðum og gjörsamlega gekk frá aðstöðunni sem búið var að koma upp fyrir fundinn og bauð svo mönnum birginn.
Myndband af uppákomunni má sjá hér fyrir neðan en það hefur flogið hátt á samfélagsmiðlum.
John Fury ABSOLUTELY LOSES IT and SMASHES UP the KSI vs Tommy Fury and Logan Paul vs Dillon Danis press conference
— Michael Benson (@MichaelBensonn) August 22, 2023
[ @DAZNBoxing] pic.twitter.com/1DH4pbeihp