Endurkoma Greenwood undirbúin: Baráttusamtök gegn heimilisofbeldi sögð „fjandsamleg“ Aron Guðmundsson skrifar 18. ágúst 2023 15:31 Forráðamenn Manchester United virðast ekki enn hafa gert upp við sig hvort að Mason Greenwood muni spila aftur fyrir liðið. Getty/Marc Atkins Stjórnendur innan raða Manchester United hafa í gær og í dag haldið hitafundi með starfsfólki félagsins en mikil óánægja er sögð ríkja eftir að fréttir bárust af því að líklega myndi Mason Greenwood fá brautargengi í karlaliði félagsins á nýjan leik. Hinn 21 árs gamli Greenwood hefur verið í skammarkróknum hjá félaginu síðan hann var ásakaður um berja og kúga kærustu sína en þetta kom allt fram í dagsljósið þegar myndböndum og myndum af þeim var lekið á netið. Greenwood var ákærður fyrir tilraun til nauðgunar, líkamsárás, valdbeitingu og stjórnsemi skömmu eftir að greint var frá málinu í fjölmiðlum en seinna meir voru ákærur á hendur honum felldar niður. Í kjölfar þeirrar ákvörðunar hóf Manchester United innri rannsókn á máli leikmannsins sem átti síðan að leiða af sér endanlega ákvörðun um framtíð hans. Greenwood í leik með Manchester United Íhuga að segja starfi sínu lausu Á miðvikudaginn greindi The Athletic frá því að stutt væri í niðurstöðu hjá United og að líklegt þætti að Greenwood fengi að spila aftur með félaginu. „Síðan þá hafa stjórnendur hjá félaginu setið nokkra hitafundi með starfsfólki Manchester United sem skammast sín sökum væntanlegrar ákvörðunar félagsins,“ skrifar Adam Crafton, blaðamaður The Athletic. „Sumir úr starfsliðinu íhuga að segja starfi sínu lausu á meðan að aðrir starfsmannahópar íhuga verkfall. Starfsfólkið bíði hins vegar með endanlega ákvörðun sína þar til félagið hefur gefið það opinberlega út hvaða stefna verður tekin með Greenwood. Hitaumræðan hafi hins vegar það mikil undanfarna daga um málefni leikmannsins að stjórnendur félagsins boðuðu til krísufundar með starfsfólki, bæði í dag og í gær, þar sem að þeir reyndu að réttlæta mögulega ákvörðun um að taka Greenwood inn í leikmannahóp Manchester United að fullu en þó með þeirri áherslu að engin endanleg ákvörðun hefði verið tekin um framtíð leikmannsins. Hafa undirbúið endurkomuna í þaula Í frétt The Athletic segir að forráðamenn Manchester United hafi verið komnir það langt í áætlunum sínum er vörðuðu endurkomu Greenwood í liðið að búið vera setja saman leiðbeiningar er sneru meðal annars að því hvernig myndir ættu að vera teknar af leikmanninum á æfingum. Þá er einnig búið að útbúa svör fyrir knattspyrnustjórann Erik ten Hag, yrði hann spurður út í leikmanninn á blaðamannafundi. Erik Ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United Vísir/Getty Þá hafa heimildarmenn miðilsins, sem eru vel tengdir Manchester United, sagt félagið hafa útbúið lista yfir vel þekkt fólk, knattspyrnusérfræðinga í fjölmiðlum, blaðamenn, stjórnmálamenn sem og baráttusamtök gegn heimilisofbeldi, og hvort þessir einstaklingar og hópar væru með eða á móti endurkomu Greenwood. Flokkarnir voru eftirfarandi: Stuðningsrík (e. supportive), með opinn huga (e. open minded) eða fjandsamleg (e. hostile). Baráttusamtökin gegn heimilisofbeldi eru flokkuð sem fjandsamleg. NEW @TheAthleticFC Manchester United s plan to bring back Mason Greenwood included listing football pundits, politicians & journalists and categorising if they would be hostile or supportive. Domestic violence charities were assumed hostile https://t.co/p78gQ5wKto— Adam Crafton (@AdamCrafton_) August 18, 2023 Crafton segir það liggja á huldu hvort að óánægja ákveðins hóps starfsfólks Manchester United muni hafa áhrif á ákvörðun stjórnenda félagsins en búist sé við endanlegri ákvörðun fyrir lok mánaðarins. Mál Mason Greenwood Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Íslenski boltinn „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Fleiri fréttir Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Sjá meira
Hinn 21 árs gamli Greenwood hefur verið í skammarkróknum hjá félaginu síðan hann var ásakaður um berja og kúga kærustu sína en þetta kom allt fram í dagsljósið þegar myndböndum og myndum af þeim var lekið á netið. Greenwood var ákærður fyrir tilraun til nauðgunar, líkamsárás, valdbeitingu og stjórnsemi skömmu eftir að greint var frá málinu í fjölmiðlum en seinna meir voru ákærur á hendur honum felldar niður. Í kjölfar þeirrar ákvörðunar hóf Manchester United innri rannsókn á máli leikmannsins sem átti síðan að leiða af sér endanlega ákvörðun um framtíð hans. Greenwood í leik með Manchester United Íhuga að segja starfi sínu lausu Á miðvikudaginn greindi The Athletic frá því að stutt væri í niðurstöðu hjá United og að líklegt þætti að Greenwood fengi að spila aftur með félaginu. „Síðan þá hafa stjórnendur hjá félaginu setið nokkra hitafundi með starfsfólki Manchester United sem skammast sín sökum væntanlegrar ákvörðunar félagsins,“ skrifar Adam Crafton, blaðamaður The Athletic. „Sumir úr starfsliðinu íhuga að segja starfi sínu lausu á meðan að aðrir starfsmannahópar íhuga verkfall. Starfsfólkið bíði hins vegar með endanlega ákvörðun sína þar til félagið hefur gefið það opinberlega út hvaða stefna verður tekin með Greenwood. Hitaumræðan hafi hins vegar það mikil undanfarna daga um málefni leikmannsins að stjórnendur félagsins boðuðu til krísufundar með starfsfólki, bæði í dag og í gær, þar sem að þeir reyndu að réttlæta mögulega ákvörðun um að taka Greenwood inn í leikmannahóp Manchester United að fullu en þó með þeirri áherslu að engin endanleg ákvörðun hefði verið tekin um framtíð leikmannsins. Hafa undirbúið endurkomuna í þaula Í frétt The Athletic segir að forráðamenn Manchester United hafi verið komnir það langt í áætlunum sínum er vörðuðu endurkomu Greenwood í liðið að búið vera setja saman leiðbeiningar er sneru meðal annars að því hvernig myndir ættu að vera teknar af leikmanninum á æfingum. Þá er einnig búið að útbúa svör fyrir knattspyrnustjórann Erik ten Hag, yrði hann spurður út í leikmanninn á blaðamannafundi. Erik Ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United Vísir/Getty Þá hafa heimildarmenn miðilsins, sem eru vel tengdir Manchester United, sagt félagið hafa útbúið lista yfir vel þekkt fólk, knattspyrnusérfræðinga í fjölmiðlum, blaðamenn, stjórnmálamenn sem og baráttusamtök gegn heimilisofbeldi, og hvort þessir einstaklingar og hópar væru með eða á móti endurkomu Greenwood. Flokkarnir voru eftirfarandi: Stuðningsrík (e. supportive), með opinn huga (e. open minded) eða fjandsamleg (e. hostile). Baráttusamtökin gegn heimilisofbeldi eru flokkuð sem fjandsamleg. NEW @TheAthleticFC Manchester United s plan to bring back Mason Greenwood included listing football pundits, politicians & journalists and categorising if they would be hostile or supportive. Domestic violence charities were assumed hostile https://t.co/p78gQ5wKto— Adam Crafton (@AdamCrafton_) August 18, 2023 Crafton segir það liggja á huldu hvort að óánægja ákveðins hóps starfsfólks Manchester United muni hafa áhrif á ákvörðun stjórnenda félagsins en búist sé við endanlegri ákvörðun fyrir lok mánaðarins.
Mál Mason Greenwood Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Íslenski boltinn „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Fleiri fréttir Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Sjá meira