Endurkoma Greenwood undirbúin: Baráttusamtök gegn heimilisofbeldi sögð „fjandsamleg“ Aron Guðmundsson skrifar 18. ágúst 2023 15:31 Forráðamenn Manchester United virðast ekki enn hafa gert upp við sig hvort að Mason Greenwood muni spila aftur fyrir liðið. Getty/Marc Atkins Stjórnendur innan raða Manchester United hafa í gær og í dag haldið hitafundi með starfsfólki félagsins en mikil óánægja er sögð ríkja eftir að fréttir bárust af því að líklega myndi Mason Greenwood fá brautargengi í karlaliði félagsins á nýjan leik. Hinn 21 árs gamli Greenwood hefur verið í skammarkróknum hjá félaginu síðan hann var ásakaður um berja og kúga kærustu sína en þetta kom allt fram í dagsljósið þegar myndböndum og myndum af þeim var lekið á netið. Greenwood var ákærður fyrir tilraun til nauðgunar, líkamsárás, valdbeitingu og stjórnsemi skömmu eftir að greint var frá málinu í fjölmiðlum en seinna meir voru ákærur á hendur honum felldar niður. Í kjölfar þeirrar ákvörðunar hóf Manchester United innri rannsókn á máli leikmannsins sem átti síðan að leiða af sér endanlega ákvörðun um framtíð hans. Greenwood í leik með Manchester United Íhuga að segja starfi sínu lausu Á miðvikudaginn greindi The Athletic frá því að stutt væri í niðurstöðu hjá United og að líklegt þætti að Greenwood fengi að spila aftur með félaginu. „Síðan þá hafa stjórnendur hjá félaginu setið nokkra hitafundi með starfsfólki Manchester United sem skammast sín sökum væntanlegrar ákvörðunar félagsins,“ skrifar Adam Crafton, blaðamaður The Athletic. „Sumir úr starfsliðinu íhuga að segja starfi sínu lausu á meðan að aðrir starfsmannahópar íhuga verkfall. Starfsfólkið bíði hins vegar með endanlega ákvörðun sína þar til félagið hefur gefið það opinberlega út hvaða stefna verður tekin með Greenwood. Hitaumræðan hafi hins vegar það mikil undanfarna daga um málefni leikmannsins að stjórnendur félagsins boðuðu til krísufundar með starfsfólki, bæði í dag og í gær, þar sem að þeir reyndu að réttlæta mögulega ákvörðun um að taka Greenwood inn í leikmannahóp Manchester United að fullu en þó með þeirri áherslu að engin endanleg ákvörðun hefði verið tekin um framtíð leikmannsins. Hafa undirbúið endurkomuna í þaula Í frétt The Athletic segir að forráðamenn Manchester United hafi verið komnir það langt í áætlunum sínum er vörðuðu endurkomu Greenwood í liðið að búið vera setja saman leiðbeiningar er sneru meðal annars að því hvernig myndir ættu að vera teknar af leikmanninum á æfingum. Þá er einnig búið að útbúa svör fyrir knattspyrnustjórann Erik ten Hag, yrði hann spurður út í leikmanninn á blaðamannafundi. Erik Ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United Vísir/Getty Þá hafa heimildarmenn miðilsins, sem eru vel tengdir Manchester United, sagt félagið hafa útbúið lista yfir vel þekkt fólk, knattspyrnusérfræðinga í fjölmiðlum, blaðamenn, stjórnmálamenn sem og baráttusamtök gegn heimilisofbeldi, og hvort þessir einstaklingar og hópar væru með eða á móti endurkomu Greenwood. Flokkarnir voru eftirfarandi: Stuðningsrík (e. supportive), með opinn huga (e. open minded) eða fjandsamleg (e. hostile). Baráttusamtökin gegn heimilisofbeldi eru flokkuð sem fjandsamleg. NEW @TheAthleticFC Manchester United s plan to bring back Mason Greenwood included listing football pundits, politicians & journalists and categorising if they would be hostile or supportive. Domestic violence charities were assumed hostile https://t.co/p78gQ5wKto— Adam Crafton (@AdamCrafton_) August 18, 2023 Crafton segir það liggja á huldu hvort að óánægja ákveðins hóps starfsfólks Manchester United muni hafa áhrif á ákvörðun stjórnenda félagsins en búist sé við endanlegri ákvörðun fyrir lok mánaðarins. Mál Mason Greenwood Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Sport Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Sjá meira
Hinn 21 árs gamli Greenwood hefur verið í skammarkróknum hjá félaginu síðan hann var ásakaður um berja og kúga kærustu sína en þetta kom allt fram í dagsljósið þegar myndböndum og myndum af þeim var lekið á netið. Greenwood var ákærður fyrir tilraun til nauðgunar, líkamsárás, valdbeitingu og stjórnsemi skömmu eftir að greint var frá málinu í fjölmiðlum en seinna meir voru ákærur á hendur honum felldar niður. Í kjölfar þeirrar ákvörðunar hóf Manchester United innri rannsókn á máli leikmannsins sem átti síðan að leiða af sér endanlega ákvörðun um framtíð hans. Greenwood í leik með Manchester United Íhuga að segja starfi sínu lausu Á miðvikudaginn greindi The Athletic frá því að stutt væri í niðurstöðu hjá United og að líklegt þætti að Greenwood fengi að spila aftur með félaginu. „Síðan þá hafa stjórnendur hjá félaginu setið nokkra hitafundi með starfsfólki Manchester United sem skammast sín sökum væntanlegrar ákvörðunar félagsins,“ skrifar Adam Crafton, blaðamaður The Athletic. „Sumir úr starfsliðinu íhuga að segja starfi sínu lausu á meðan að aðrir starfsmannahópar íhuga verkfall. Starfsfólkið bíði hins vegar með endanlega ákvörðun sína þar til félagið hefur gefið það opinberlega út hvaða stefna verður tekin með Greenwood. Hitaumræðan hafi hins vegar það mikil undanfarna daga um málefni leikmannsins að stjórnendur félagsins boðuðu til krísufundar með starfsfólki, bæði í dag og í gær, þar sem að þeir reyndu að réttlæta mögulega ákvörðun um að taka Greenwood inn í leikmannahóp Manchester United að fullu en þó með þeirri áherslu að engin endanleg ákvörðun hefði verið tekin um framtíð leikmannsins. Hafa undirbúið endurkomuna í þaula Í frétt The Athletic segir að forráðamenn Manchester United hafi verið komnir það langt í áætlunum sínum er vörðuðu endurkomu Greenwood í liðið að búið vera setja saman leiðbeiningar er sneru meðal annars að því hvernig myndir ættu að vera teknar af leikmanninum á æfingum. Þá er einnig búið að útbúa svör fyrir knattspyrnustjórann Erik ten Hag, yrði hann spurður út í leikmanninn á blaðamannafundi. Erik Ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United Vísir/Getty Þá hafa heimildarmenn miðilsins, sem eru vel tengdir Manchester United, sagt félagið hafa útbúið lista yfir vel þekkt fólk, knattspyrnusérfræðinga í fjölmiðlum, blaðamenn, stjórnmálamenn sem og baráttusamtök gegn heimilisofbeldi, og hvort þessir einstaklingar og hópar væru með eða á móti endurkomu Greenwood. Flokkarnir voru eftirfarandi: Stuðningsrík (e. supportive), með opinn huga (e. open minded) eða fjandsamleg (e. hostile). Baráttusamtökin gegn heimilisofbeldi eru flokkuð sem fjandsamleg. NEW @TheAthleticFC Manchester United s plan to bring back Mason Greenwood included listing football pundits, politicians & journalists and categorising if they would be hostile or supportive. Domestic violence charities were assumed hostile https://t.co/p78gQ5wKto— Adam Crafton (@AdamCrafton_) August 18, 2023 Crafton segir það liggja á huldu hvort að óánægja ákveðins hóps starfsfólks Manchester United muni hafa áhrif á ákvörðun stjórnenda félagsins en búist sé við endanlegri ákvörðun fyrir lok mánaðarins.
Mál Mason Greenwood Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Sport Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Sjá meira