Verktakinn gjaldþrota og framkvæmdum á Anfield seinkar Smári Jökull Jónsson skrifar 18. ágúst 2023 07:01 Framkvæmdir hafa staðið yfir á Anfield síðustu misserin. Vísir/Getty Opnun endurbættrar stúku á Anfield gæti seinkað enn frekar vegna yfirvofandi gjaldþrots verktakans. Aðeins hluti stúkunnar verður í notkun þegar Liverpool leikur sinn fyrsta heimaleik á tímabilinu á laugardag. Miklar framkvæmdar hafa verið á Anfield heimavelli enska knattspyrnufélagsins Liverpool. Unnið hefur verið að því að stækka stúkuna sem liggur við Anfield Road veginn og að framkvæmdum loknum munu 61.000 áhorfendur geta fylgst með leikjum liðsins. Nú er hins vegar komið babb í bátinn. Byggingaverktakinn Buckingham Group sem hefur umsjón með framkvæmdunum er á leið í gjaldþrotaskipti en óljóst er hvaða áhrif það mun hafa á opnun stúkunnar. Buckingham Group hefur sent inn skjöl um fyrirhuguð gjaldþrotaskipti en fær nú tíu daga til að reyna að leysa úr sínum málum. Bréf hefur verið sent til dómstóla um að stefnt sé að gjaldþrotaskiptum náist ekki að finna lausn á fjárhagsvandræðum fyrirtækisins. Work on the Anfield Road end appears to have come to a stop with workers walking off site. pic.twitter.com/5hXTsdSzJX— SPORTbible (@sportbible) August 17, 2023 Upphaflega var gert ráð fyrir að endurbætt stúka yrði tilbúin fyrir fyrsta heimaleik Liverpool gegn Bournemouth á laugardag. Fyrir nokkrum vikum varð hins vegar ljóst að stúkan yrði ekki tilbúin þá. Liverpool hefur þó fengið leyfi til að nota hluta stúkunnar á laugardag. „Eftir öryggisprófanir í vikunni fengum við samþykki fyrir því frá bygginganefnd Liverpoolborgar að opna neðri hluta stúkunnar fyrir leikinn. Við hlökkum til að bjóða stuðningsmenn velkomna á fyrsta heimaleikinn gegn Bournemouth.“ „Við munum vinna með Buckingham Group hvað varðar endanlega opnun stúkunnar og munum halda áfram að upplýsa stuðningsmenn um stöðu mála. Þetta á sérstaklega við um þá stuðningsmenn sem eiga miða á leikinn gegn Astona Villa,“ segir í yfirlýsingu Liverpool. Leikurinn gegn Aston Villa er á dagskrá 3. september og má gera ráð fyrir að stúkan verði ekki tilbúin í tíma fyrir þann leik. Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Fleiri fréttir Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Everton - Arsenal | Skytturnar vilja skjóta sér aftur upp á topp Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjá meira
Miklar framkvæmdar hafa verið á Anfield heimavelli enska knattspyrnufélagsins Liverpool. Unnið hefur verið að því að stækka stúkuna sem liggur við Anfield Road veginn og að framkvæmdum loknum munu 61.000 áhorfendur geta fylgst með leikjum liðsins. Nú er hins vegar komið babb í bátinn. Byggingaverktakinn Buckingham Group sem hefur umsjón með framkvæmdunum er á leið í gjaldþrotaskipti en óljóst er hvaða áhrif það mun hafa á opnun stúkunnar. Buckingham Group hefur sent inn skjöl um fyrirhuguð gjaldþrotaskipti en fær nú tíu daga til að reyna að leysa úr sínum málum. Bréf hefur verið sent til dómstóla um að stefnt sé að gjaldþrotaskiptum náist ekki að finna lausn á fjárhagsvandræðum fyrirtækisins. Work on the Anfield Road end appears to have come to a stop with workers walking off site. pic.twitter.com/5hXTsdSzJX— SPORTbible (@sportbible) August 17, 2023 Upphaflega var gert ráð fyrir að endurbætt stúka yrði tilbúin fyrir fyrsta heimaleik Liverpool gegn Bournemouth á laugardag. Fyrir nokkrum vikum varð hins vegar ljóst að stúkan yrði ekki tilbúin þá. Liverpool hefur þó fengið leyfi til að nota hluta stúkunnar á laugardag. „Eftir öryggisprófanir í vikunni fengum við samþykki fyrir því frá bygginganefnd Liverpoolborgar að opna neðri hluta stúkunnar fyrir leikinn. Við hlökkum til að bjóða stuðningsmenn velkomna á fyrsta heimaleikinn gegn Bournemouth.“ „Við munum vinna með Buckingham Group hvað varðar endanlega opnun stúkunnar og munum halda áfram að upplýsa stuðningsmenn um stöðu mála. Þetta á sérstaklega við um þá stuðningsmenn sem eiga miða á leikinn gegn Astona Villa,“ segir í yfirlýsingu Liverpool. Leikurinn gegn Aston Villa er á dagskrá 3. september og má gera ráð fyrir að stúkan verði ekki tilbúin í tíma fyrir þann leik.
Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Fleiri fréttir Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Everton - Arsenal | Skytturnar vilja skjóta sér aftur upp á topp Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjá meira