Njarðvík úr fallsæti og Afturelding heldur áfram að tapa stigum Smári Jökull Jónsson skrifar 16. ágúst 2023 20:31 Njarðvíkingar hafa unnið sigur í fjórum leikjum í röð. Njarðvík er komið úr fallsæti Lengjudeildarinnar í knattspyrnu eftir 3-2 sigur á Selfossi í kvöld. Topplið Aftureldingar gerði jafntefli við Vestra og hefur ekki náð sigri í síðustu fjórum leikjum. Heil umferð fer fram í Lengjudeild karla í kvöld og er fimm leikjum nú þegar lokið. Í Grindavík tóku heimamenn á móti Leikni en Grindvíkingar unnu sigur á toppliði Aftureldingar í síðustu umferð og virðast vera að ná vopnum sínum eftir erfiða byrjun og nýleg þjálfaraskipti. Aðeins eitt mark var skorað á Stakkavíkurvelli í kvöld. Það gerði Símon Logi Thasaphong í fyrri hálfleik eftir góða skyndisókn heimamanna. Grindvíkingar færast upp töfluna með sigrinum og eru nú fjórum stigum á eftir Leikni og Vestra sem sitja í 4. - 5. sæti deildarinnar. Grindavík vann góðan sigur í dag.Knattspyrnudeild UMFG/Petra Rós Njarðvík heldur áfram að gera góða hluti undir stjórn Gunnars Heiðars Þorvaldssonar. Liðið vann í kvöld sinn fjórða leik í röð þegar liðið bar sigurorð af Selfossi á útivelli. Njarðvík komst í 3-0 í fyrri hálfleik eftir mark Oumar Diouck og tvö mörk frá Rafael Victor. Gonzalo Zamorano og Oskar Wasliewski minnkuðu muninn fyrir Selfoss í seinni hálfleik en það dugði ekki til. Njarðvík fer með sigrinum upp fyrir Þróttara og úr fallsæti Lengjudeildarinnar. Fjórði leikur toppliðsins án sigurs Á Akureyri vann Þór mikilvægan 2-1 sigur á Þrótti. Hinrik Harðarson kom Þrótti yfir á 7. mínútu en Aron Birkir Stefánsson varði síðan víti Hinriks á 24. mínútu. Aðeins tveimur mínútum síðar jafnaði Alexander Már Þorláksson metin fyrir Þór og staðan í hálfleik 1-1. Á lokamínútu leiksins skoraði síðan Ragnar Óli Ragnarsson sigurmark Þórsara og tryggði þeim sætan sigur. Eftir tapið í kvöld og sigur Njarðvíkur er Þróttur í fallsæti en Þór komið upp í 6. sæti og er í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppninni. Topplið Aftureldingar hefur verið að tapa stigum að undanförnu eftir magnaða byrjun í deildinni. Í kvöld voru Mosfellingar mættir vestur á Ísafjörð og lentu heldur betur í vandræðum. Vestri leiddi 2-0 í hálfleik eftir mörk Silas Songani og Vladimir Tufegdzig. Í síðari hálfleik bitu leikmenn Aftureldingar í skjaldarrendur. Ivo Braz og Elmar Kári Enesson Cogic skoruðu þá tvö mörk fyrir gestina og tryggðu Aftureldingu 2-2 jafntefli. Afturelding er enn á toppi Lengjudeildarinnar en eru nú aðeins einu stigi á undan ÍA. Liðið hefur ekki unnið leik síðan liðið vann 9-0 sigur á Selfyssingum þann 21. júlí. Skagamenn eru á hraðri uppleið og unnu öruggan 4-0 sigur á heimavelli gegn botnliði Ægis. Tvö mörk frá Viktori Jónssyni og mörk frá Hlyni Sævari Jónssyni og Ármanni Inga Finnbogasyni í síðari hálfleik tryggðu Skagamönnum öruggan sigur. Íslenski boltinn Lengjudeild karla Mest lesið Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ Körfubolti Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil Körfubolti „Frábært að stela heimavellinum“ Körfubolti „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Körfubolti Haaland væntanlega úr leik í deildinni Fótbolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Körfubolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fleiri fréttir Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Sjá meira
Heil umferð fer fram í Lengjudeild karla í kvöld og er fimm leikjum nú þegar lokið. Í Grindavík tóku heimamenn á móti Leikni en Grindvíkingar unnu sigur á toppliði Aftureldingar í síðustu umferð og virðast vera að ná vopnum sínum eftir erfiða byrjun og nýleg þjálfaraskipti. Aðeins eitt mark var skorað á Stakkavíkurvelli í kvöld. Það gerði Símon Logi Thasaphong í fyrri hálfleik eftir góða skyndisókn heimamanna. Grindvíkingar færast upp töfluna með sigrinum og eru nú fjórum stigum á eftir Leikni og Vestra sem sitja í 4. - 5. sæti deildarinnar. Grindavík vann góðan sigur í dag.Knattspyrnudeild UMFG/Petra Rós Njarðvík heldur áfram að gera góða hluti undir stjórn Gunnars Heiðars Þorvaldssonar. Liðið vann í kvöld sinn fjórða leik í röð þegar liðið bar sigurorð af Selfossi á útivelli. Njarðvík komst í 3-0 í fyrri hálfleik eftir mark Oumar Diouck og tvö mörk frá Rafael Victor. Gonzalo Zamorano og Oskar Wasliewski minnkuðu muninn fyrir Selfoss í seinni hálfleik en það dugði ekki til. Njarðvík fer með sigrinum upp fyrir Þróttara og úr fallsæti Lengjudeildarinnar. Fjórði leikur toppliðsins án sigurs Á Akureyri vann Þór mikilvægan 2-1 sigur á Þrótti. Hinrik Harðarson kom Þrótti yfir á 7. mínútu en Aron Birkir Stefánsson varði síðan víti Hinriks á 24. mínútu. Aðeins tveimur mínútum síðar jafnaði Alexander Már Þorláksson metin fyrir Þór og staðan í hálfleik 1-1. Á lokamínútu leiksins skoraði síðan Ragnar Óli Ragnarsson sigurmark Þórsara og tryggði þeim sætan sigur. Eftir tapið í kvöld og sigur Njarðvíkur er Þróttur í fallsæti en Þór komið upp í 6. sæti og er í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppninni. Topplið Aftureldingar hefur verið að tapa stigum að undanförnu eftir magnaða byrjun í deildinni. Í kvöld voru Mosfellingar mættir vestur á Ísafjörð og lentu heldur betur í vandræðum. Vestri leiddi 2-0 í hálfleik eftir mörk Silas Songani og Vladimir Tufegdzig. Í síðari hálfleik bitu leikmenn Aftureldingar í skjaldarrendur. Ivo Braz og Elmar Kári Enesson Cogic skoruðu þá tvö mörk fyrir gestina og tryggðu Aftureldingu 2-2 jafntefli. Afturelding er enn á toppi Lengjudeildarinnar en eru nú aðeins einu stigi á undan ÍA. Liðið hefur ekki unnið leik síðan liðið vann 9-0 sigur á Selfyssingum þann 21. júlí. Skagamenn eru á hraðri uppleið og unnu öruggan 4-0 sigur á heimavelli gegn botnliði Ægis. Tvö mörk frá Viktori Jónssyni og mörk frá Hlyni Sævari Jónssyni og Ármanni Inga Finnbogasyni í síðari hálfleik tryggðu Skagamönnum öruggan sigur.
Íslenski boltinn Lengjudeild karla Mest lesið Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ Körfubolti Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil Körfubolti „Frábært að stela heimavellinum“ Körfubolti „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Körfubolti Haaland væntanlega úr leik í deildinni Fótbolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Körfubolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fleiri fréttir Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti
Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti