„Við erum ekki að biðja um neina aukningu“ Máni Snær Þorláksson skrifar 16. ágúst 2023 12:00 Steinunn Birna segir að Íslenska óperan þurfi á óskertum framlögum að halda til að geta starfað áfram. VISIR/VILHELM/ÍSLENSKA ÓPERAN Óperustjóri Íslensku óperunnar segir stofnunina ekki vera að biðja um meira en hún hefur áður fengið. Upphæð sem menningar- og viðskiptaráðuneyti nefndi í gær sé misvísandi og dugi ekki til að halda rekstrinum gangandi. Íslenska óperan sendi í gær áskorun á ríkisstjórnina þar sem fram kom að stofnunin muni neyðast til að hætta starfsemi vegna niðurskurðar. Íslenska óperan sagði að skrúfa eigi fyrir rekstrarframlög til stofnunarinnar áður en framtíð íslenskrar óperustarfsemi væri fullmótuð. Menningar- og viðskiptaráðuneytið sendi í kjölfarið út tilkynningu og sagði að svo væri ekki. Búið væri að tryggja fjárframlög til stofnunarinnar í ár og á næsta ári. Áætlað sé að fjárframlög til óperunnar nemi samtals 334 milljónum króna á tímabilinu. Í dag sendi Íslenska óperan út áréttingu þar sem fram kom að þessar 334 milljónir dugi ekki til að halda stofnuninni starfandi. Steinunn Birna Ragnarsdóttir óperustjóri segir í samtali við fréttastofu að upphæðin sem ráðuneytið nefndi sé mjög misvísandi. Bróðurparturinn af henni hafi þegar verið greiddur fyrir starfsemi þessa árs. Þá sé verkefnastyrkur fyrir uppsetningu á óperunni Agnesi lagður saman við upphæðina. „Það er augljóst að það er ekki hægt að halda stofnuninni gangandi og hennar starfsemi fyrir þá upphæð sem ætluð er til þessa eina verkefnis. Það mun óhjákvæmilega hafa í för með sér að hún leggst af sem við teljum mikið menningarslys og vanhugsað.“ Þurfa tvö hundruð milljónir á ári Til þess að hægt sé að halda Íslensku óperunni gangandi þurfi stofnuninn á óskertu framlagi að halda. Það eru í kringum tvö hundruð milljónir á ári samkvæmt Steinunni. Það sé ekki stór upphæð þegar tekið er mið af framlagi Íslensku óperunnar. „Við erum að nýta það fjármagn mjög vel. Sambærilegar óperustofnanir erlendis hafa tvöfalt eða þrefalt þá upphæð fyrir svipaða starfsemi. Það er augljóst að ef stofnunin verður þjóðarópera að það þarf margfalt meira fjármagn til þess að slík stofnun geti starfað og þá þarf það að vera fyrir hendi. Við töldum að það væri stefnan að það héldist í hendur, að Íslenska óperan fengi að starfa þangað til þjóðarópera myndi taka við. En með þessu móti verður löng eyða í starfseminni sem er mjög slæmt.“ Steinunn segir að stofnunin sé ekki að biðja um hærri upphæð en áður. „Við þurfum bara að halda því sem við höfðum, við erum ekki að biðja um neina aukningu. Við erum bara að biðja um að ráðuneytið haldi stofnuninni lifandi þangað til þessi þjóðarópera, sem við vitum ekki hvar er stödd því okkur hefur hreinlega ekki verið sagt það, tekur við.“ Íslenska óperan Menning Tónlist Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Íslenska óperan sendi í gær áskorun á ríkisstjórnina þar sem fram kom að stofnunin muni neyðast til að hætta starfsemi vegna niðurskurðar. Íslenska óperan sagði að skrúfa eigi fyrir rekstrarframlög til stofnunarinnar áður en framtíð íslenskrar óperustarfsemi væri fullmótuð. Menningar- og viðskiptaráðuneytið sendi í kjölfarið út tilkynningu og sagði að svo væri ekki. Búið væri að tryggja fjárframlög til stofnunarinnar í ár og á næsta ári. Áætlað sé að fjárframlög til óperunnar nemi samtals 334 milljónum króna á tímabilinu. Í dag sendi Íslenska óperan út áréttingu þar sem fram kom að þessar 334 milljónir dugi ekki til að halda stofnuninni starfandi. Steinunn Birna Ragnarsdóttir óperustjóri segir í samtali við fréttastofu að upphæðin sem ráðuneytið nefndi sé mjög misvísandi. Bróðurparturinn af henni hafi þegar verið greiddur fyrir starfsemi þessa árs. Þá sé verkefnastyrkur fyrir uppsetningu á óperunni Agnesi lagður saman við upphæðina. „Það er augljóst að það er ekki hægt að halda stofnuninni gangandi og hennar starfsemi fyrir þá upphæð sem ætluð er til þessa eina verkefnis. Það mun óhjákvæmilega hafa í för með sér að hún leggst af sem við teljum mikið menningarslys og vanhugsað.“ Þurfa tvö hundruð milljónir á ári Til þess að hægt sé að halda Íslensku óperunni gangandi þurfi stofnuninn á óskertu framlagi að halda. Það eru í kringum tvö hundruð milljónir á ári samkvæmt Steinunni. Það sé ekki stór upphæð þegar tekið er mið af framlagi Íslensku óperunnar. „Við erum að nýta það fjármagn mjög vel. Sambærilegar óperustofnanir erlendis hafa tvöfalt eða þrefalt þá upphæð fyrir svipaða starfsemi. Það er augljóst að ef stofnunin verður þjóðarópera að það þarf margfalt meira fjármagn til þess að slík stofnun geti starfað og þá þarf það að vera fyrir hendi. Við töldum að það væri stefnan að það héldist í hendur, að Íslenska óperan fengi að starfa þangað til þjóðarópera myndi taka við. En með þessu móti verður löng eyða í starfseminni sem er mjög slæmt.“ Steinunn segir að stofnunin sé ekki að biðja um hærri upphæð en áður. „Við þurfum bara að halda því sem við höfðum, við erum ekki að biðja um neina aukningu. Við erum bara að biðja um að ráðuneytið haldi stofnuninni lifandi þangað til þessi þjóðarópera, sem við vitum ekki hvar er stödd því okkur hefur hreinlega ekki verið sagt það, tekur við.“
Íslenska óperan Menning Tónlist Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira