Enski boltinn

Chelsea búið að eyða meira en öll spænska deildin til samans

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Chelsea Unveil New Signing Moises Caicedo COBHAM, ENGLAND - AUGUST 14: Chelsea unveil new signing Moises Caicedo at Chelsea Training Ground on August 14, 2023 in Cobham, England. (Photo by Darren Walsh/Chelsea FC via Getty Images)
Chelsea Unveil New Signing Moises Caicedo COBHAM, ENGLAND - AUGUST 14: Chelsea unveil new signing Moises Caicedo at Chelsea Training Ground on August 14, 2023 in Cobham, England. (Photo by Darren Walsh/Chelsea FC via Getty Images)

Nýir eigendur Chelsea eru tilbúnir að eyða stórum upphæðum í að endurbyggja liðið sitt og nú er svo komið að þeir eru öflugri heldur en öll liðin í spænsku deildinni til samans.

Chelsea er búið að eyða 934 milljónum evra frá sumrinu 2022 eða 135 milljörðum íslenskra króna.

Transfermarkt setti saman athyglisverðan lista yfir samtals eyðslu í stærstu deildum heims og hvar eyðslumestu félögin passa inn á hann.

Cheslea er það í fimmta sæti á eftir ensku, ítölsku, frönsku og þýsku deildinni.

Það þýðir að spænsku liðin í La Liga hafa ekki eytt meiru til saman heldur en Chelsea eitt og sér.

Liðin í spænsku deildinni hafa eytt samtals 894 milljónum evra á þessum tíma eða rúmlega 129 milljörðum íslenskra króna.

Chelsea er því búið að eyða sex milljörðum meira en La Liga til saman frá og með sumrinu 2022.

Tvö önnur félög komast inn á topp tíu listann en það eru Manchester United í áttunda sætinu og Arsenal í því níunda.

Deildirnar í Sádí Arabíu og Portúgal komast líka inn á topp tíu listann eins og sjá má hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×