Engin uppgjöf í Söru Sigmunds: Ég get ekki beðið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. ágúst 2023 09:02 Sara Sigmundsdóttir er á fullu að æfa og farin að undirbúa sig fyrir næsta tímabil. Instagram/@sarasigmunds Íslenska CrossFit konan Sara Sigmundsdóttir hefur ekki keppt á síðustu þremur heimsleikum en hún ætlar ekki gefast upp þótt á móti blási. Sara hafði unnið The Open tvö ár í röð þegar hún sleit krossband nokkrum dögum áður en 2021 tímabilið hófst. Hún kom til baka fyrir næsta tímabil en tókst ekki að tryggja sér sæti á heimsleikunum. Meiðsli setti sinn svip á fyrsta tímabilið því hún meiddist aftur á hné á undirbúningstímabilinu. Það var því búist við því að hún væri ekki orðið hundrað prósent fyrr en árið eftir. Í ár var Sara hins vegar nokkuð langt frá því að komast í gegnum undanúrslitamót Evrópu. Hún endaði í nítjánda sæti þar sem ellefu efstu komust inn á heimsleikana. Þriðja árið í röð þurfti því Sara að horfa á heimsleikana í stað þess að keppa á þeim sjálf. Það er samt enn hugur í okkar konu sem verður 31 árs gömul í næsta mánuði. „Ef ég segi alveg eins og er þá bjóst ég ekki að vera á hliðarlínunni á heimsleikunum allan þennan tíma,“ skrifaði Sara Sigmundsdóttir á samfélagsmiðla sína. „Ég er samt enn að berjast fyrir endurkomu minni og að komast þangað aftur. Ekki síst eftir að hafa verið í Madison um þar síðustu helgi og horfa á alla þessa frábæru íþróttamenn gera það sem þau gera best,“ skrifaði Sara. „Þetta var án efa súrsæt reynsla en þökk sé öllu yndislega fólkinu sem ég hitti þarna þá yfirgnæfði það sæta þá súru tilfinningu að vera ekki ein af keppendunum,“ skrifaði Sara. „Ég er svo þakklát fyrir alla þá ást sem mér var sýnd og þann stuðning sem ég hef alltaf fengið. Ég tek því ekki sem sjálfsögðum hlut. Ég get ekki beðið efir því að gera sjálfa mig og ykkur stolta af mér aftur,“ skrifaði Sara eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) CrossFit Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti Fleiri fréttir Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Halda HM á hlaupabretti í fyrsta sinn Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira
Sara hafði unnið The Open tvö ár í röð þegar hún sleit krossband nokkrum dögum áður en 2021 tímabilið hófst. Hún kom til baka fyrir næsta tímabil en tókst ekki að tryggja sér sæti á heimsleikunum. Meiðsli setti sinn svip á fyrsta tímabilið því hún meiddist aftur á hné á undirbúningstímabilinu. Það var því búist við því að hún væri ekki orðið hundrað prósent fyrr en árið eftir. Í ár var Sara hins vegar nokkuð langt frá því að komast í gegnum undanúrslitamót Evrópu. Hún endaði í nítjánda sæti þar sem ellefu efstu komust inn á heimsleikana. Þriðja árið í röð þurfti því Sara að horfa á heimsleikana í stað þess að keppa á þeim sjálf. Það er samt enn hugur í okkar konu sem verður 31 árs gömul í næsta mánuði. „Ef ég segi alveg eins og er þá bjóst ég ekki að vera á hliðarlínunni á heimsleikunum allan þennan tíma,“ skrifaði Sara Sigmundsdóttir á samfélagsmiðla sína. „Ég er samt enn að berjast fyrir endurkomu minni og að komast þangað aftur. Ekki síst eftir að hafa verið í Madison um þar síðustu helgi og horfa á alla þessa frábæru íþróttamenn gera það sem þau gera best,“ skrifaði Sara. „Þetta var án efa súrsæt reynsla en þökk sé öllu yndislega fólkinu sem ég hitti þarna þá yfirgnæfði það sæta þá súru tilfinningu að vera ekki ein af keppendunum,“ skrifaði Sara. „Ég er svo þakklát fyrir alla þá ást sem mér var sýnd og þann stuðning sem ég hef alltaf fengið. Ég tek því ekki sem sjálfsögðum hlut. Ég get ekki beðið efir því að gera sjálfa mig og ykkur stolta af mér aftur,“ skrifaði Sara eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds)
CrossFit Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti Fleiri fréttir Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Halda HM á hlaupabretti í fyrsta sinn Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira