Innlent

Fjögur sóttu um stöðu dómara við Lands­rétt

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Fjórir sóttu um stöðu dómara við Landsrétt en skipað er í embættið til 2029.
Fjórir sóttu um stöðu dómara við Landsrétt en skipað er í embættið til 2029. Vísir/Vilhelm

Fjórir umsækjendur sóttu um embætti dómara við Landsrétt. Starfið er laust vegna leyfis skipaðs landsréttardómara og er skipað í það til og með 28. febrúar 2029.

Dómsmálaráðuneytið auglýsti embætti dómara við Landsrétt laust þann 21. júlí 2023 og rann umsóknarfrestur út þann 8. ágúst síðastliðinn.

Umsækjendurnir fjórir eru eftirtaldir: Arnaldur Hjartarson, héraðsdómari; Eiríkur Elís Þorláksson, forseti lagadeildar Háskólans í Reykjavík, Kjartan Bjarni Björgvinsson, héraðsdómari, og Ragnheiður Snorradóttir, héraðsdómari.

Kjartan Bjarni Björgvinsson (t.v.) er héraðsdómari og formaður Dómarafélagsins og Eiríkur Elís Þorláksson (t.h.) er formaður lagadeildar við Háskólann í Reykjavík.EFTA/HR

Öll þeirra nema Eiríkur Elís sóttu um embætti dómara við Landsrétt sem var auglýst í apríl í fyrra.

Sett verður í embættið hið fyrsta eftir að dómnefnd um hæfni umsækjenda um embætti dómara lýkur störfum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×