Greiða Slóvakíu til að Ísland standist loftslagsskuldbindingar sínar Kjartan Kjartansson skrifar 15. ágúst 2023 08:23 Guðlaugur Þór Þórðarson, loftslagsráðherra, skrifaði undir samninginn við Slóvakíu fyrir hönd Íslands. Vísir/Vilhelm Íslensk stjórnvöld hafa handsalað samning við Slóvakíu um kaup á milljónum tonna losunarheimilda til þess að Ísland standist skuldbindingar sínar gagnvart Kýótó-bókuninni. Kostnaðurinn nemur 350 milljónum króna. Á öðru tímabili Kýótó-bókunarinnar sem kláraðist árið 2020 hafði Ísland heimild til að losa tuttugu milljónir tonna koltvísýringsígilda. Losunin var þó 3,4 milljónum tonna meiri á tímabilinu. Til samanburðar var losun á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda 4,5 milljónir tonna árið 2020. Umframlosunin þýddi að íslensk stjórnvöld þurftu að kaupa ónýttar losunarheimildir annarra ríkja fyrir endanlegt uppgjör á Kýótó-tímabilinu í næsta mánuði. Guðlaugur Þór Þórðarson, loftslagsráðherra, skrifaði undir samninginn við slóvakíska starfsbróður sinn. Kaupverðið er sagt eiga að renna til slóvavísks sjóðs sem styður loftslagstengd verkefni, til dæmis að bæta einangrun húsa, að því er segir í tilkynningu frá stjórnarráðinu. Upphaflega var gert ráð fyrir allt að átta hundruð milljónum króna til kaupanna á losunarheimildunum í fjárlögum ársins. Nær eini kosturinn í boði Þetta er í fyrsta skipti sem íslensk stjórnvöld festa kaup á losunarheimildum til þess að standast loftslagsskuldbindingar sínar. Niðurstaða starfshóps þriggja ráðuneyta var að vænlegustu kostirnir til þess að standast Kýótó-skuldbindingarnar væru annars vegar að kaupa ónýttar landsheimildir (AAU) annarra ríkja eða svonefndar CER-einingar. Þær síðarnefndu eru einingar sem stofnun sem heyrir undir skrifstofu loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna gefur út fyrir samdrátt í losun sem næst með loftslagsvænum þróunarverkefnum sem iðnríki standa fyrir í þróunarríkjum. Fullyrt er í tilkynningu stjórnarráðsins að CER-einingar Slóvakíu hefðu verið „nær eini kosturinn“ sem fæli í sér styrk til verkefna sem draga úr losun. Slóvakísk stjórnvöld gera íslenskum stjórnvöldum grein fyrir framgangi verkefnanna. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Loftslagsmál Slóvakía Utanríkismál Tengdar fréttir Ekki tímabært að kveða upp dóm um loftslagsmarkmið Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra segir ekki tímabært að kveða upp úr með hvort að íslensk stjórnvöld nái markmiðum sínum í loftslagsmálum. Ekkert eitt muni gera Íslandi kleift að ná markmiðum sem nýbirt mat Umhverfisstofnunar bendir til að séu fjarlæg. 19. apríl 2023 18:14 „Íslenska ákvæðið“ fríaði Ísland ábyrgð á tæplega árslosun Sérstakt ákvæði sem íslensk stjórnvöld komu inn í Kýótóbókunina á sínum tíma kom Íslandi undan ábyrgð á hátt í árslosun á gróðurhúsalofttegundum frá stóriðju. Þrátt fyrir að vera laus við ábyrgð á stóriðju stóð Ísland ekki við skuldbindingar sínar. 28. ágúst 2021 10:34 Mest lesið Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Fleiri fréttir Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Sjá meira
Á öðru tímabili Kýótó-bókunarinnar sem kláraðist árið 2020 hafði Ísland heimild til að losa tuttugu milljónir tonna koltvísýringsígilda. Losunin var þó 3,4 milljónum tonna meiri á tímabilinu. Til samanburðar var losun á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda 4,5 milljónir tonna árið 2020. Umframlosunin þýddi að íslensk stjórnvöld þurftu að kaupa ónýttar losunarheimildir annarra ríkja fyrir endanlegt uppgjör á Kýótó-tímabilinu í næsta mánuði. Guðlaugur Þór Þórðarson, loftslagsráðherra, skrifaði undir samninginn við slóvakíska starfsbróður sinn. Kaupverðið er sagt eiga að renna til slóvavísks sjóðs sem styður loftslagstengd verkefni, til dæmis að bæta einangrun húsa, að því er segir í tilkynningu frá stjórnarráðinu. Upphaflega var gert ráð fyrir allt að átta hundruð milljónum króna til kaupanna á losunarheimildunum í fjárlögum ársins. Nær eini kosturinn í boði Þetta er í fyrsta skipti sem íslensk stjórnvöld festa kaup á losunarheimildum til þess að standast loftslagsskuldbindingar sínar. Niðurstaða starfshóps þriggja ráðuneyta var að vænlegustu kostirnir til þess að standast Kýótó-skuldbindingarnar væru annars vegar að kaupa ónýttar landsheimildir (AAU) annarra ríkja eða svonefndar CER-einingar. Þær síðarnefndu eru einingar sem stofnun sem heyrir undir skrifstofu loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna gefur út fyrir samdrátt í losun sem næst með loftslagsvænum þróunarverkefnum sem iðnríki standa fyrir í þróunarríkjum. Fullyrt er í tilkynningu stjórnarráðsins að CER-einingar Slóvakíu hefðu verið „nær eini kosturinn“ sem fæli í sér styrk til verkefna sem draga úr losun. Slóvakísk stjórnvöld gera íslenskum stjórnvöldum grein fyrir framgangi verkefnanna.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Loftslagsmál Slóvakía Utanríkismál Tengdar fréttir Ekki tímabært að kveða upp dóm um loftslagsmarkmið Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra segir ekki tímabært að kveða upp úr með hvort að íslensk stjórnvöld nái markmiðum sínum í loftslagsmálum. Ekkert eitt muni gera Íslandi kleift að ná markmiðum sem nýbirt mat Umhverfisstofnunar bendir til að séu fjarlæg. 19. apríl 2023 18:14 „Íslenska ákvæðið“ fríaði Ísland ábyrgð á tæplega árslosun Sérstakt ákvæði sem íslensk stjórnvöld komu inn í Kýótóbókunina á sínum tíma kom Íslandi undan ábyrgð á hátt í árslosun á gróðurhúsalofttegundum frá stóriðju. Þrátt fyrir að vera laus við ábyrgð á stóriðju stóð Ísland ekki við skuldbindingar sínar. 28. ágúst 2021 10:34 Mest lesið Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Fleiri fréttir Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Sjá meira
Ekki tímabært að kveða upp dóm um loftslagsmarkmið Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra segir ekki tímabært að kveða upp úr með hvort að íslensk stjórnvöld nái markmiðum sínum í loftslagsmálum. Ekkert eitt muni gera Íslandi kleift að ná markmiðum sem nýbirt mat Umhverfisstofnunar bendir til að séu fjarlæg. 19. apríl 2023 18:14
„Íslenska ákvæðið“ fríaði Ísland ábyrgð á tæplega árslosun Sérstakt ákvæði sem íslensk stjórnvöld komu inn í Kýótóbókunina á sínum tíma kom Íslandi undan ábyrgð á hátt í árslosun á gróðurhúsalofttegundum frá stóriðju. Þrátt fyrir að vera laus við ábyrgð á stóriðju stóð Ísland ekki við skuldbindingar sínar. 28. ágúst 2021 10:34