Kane enn titlalaus vegna ótrúlegs Olmo Valur Páll Eiríksson skrifar 12. ágúst 2023 20:40 Kane þarf að bíða lengur eftir fyrsta gullinu á ferlinum. Getty Dani Olmo stal fyrirsögnunum í fyrsta leik Harry Kane fyrir Bayern München í kvöld. Hann skoraði öll þrjú mörk RB Leipzig í 3-0 sigri sem tryggði liðinu í leiðinni þýska ofurbikarinn. Margt hefur verið rætt og ritað um skipti Kane til þýsku meistaranna sem gengu í gegn í gær. Eftir tólf titlalaus ár hjá Tottenham vonast hann til að fá sínar fyrstu gullmedalíurnar á ferlinum hjá þýska stórveldinu sem hefur haft áskrift að meistaratitlinum þarlendis síðustu ár. Aðeins degi eftir skiptin fékk Kane tækifæri til þess í dag er Bayern og Leipzig kepptu um þýska ofurbikarinn á Allianz Arena, heimavelli Bayern. Olmo var geggjaður í kvöld.Getty Það voru hins vegar aðeins þrjár mínútur liðnar af leiknum þegar Spánverjinn Dani Olmo kom Leipzig í forystu. Hann tvöfaldaði þá forystu undir lok fyrri hálfleiks þegar hann lék meistaralega á tvo varnarmenn Bayern áður en hann klobbaði Sven Ulreich í marki Bayern. Thomas Tuchel gerði þrefalda breytingu í hálfleik og Bæjarar fengu þónokkur færi til að minnka muninn í síðari hálfleiknum. Þeim gekk bölvanlega fyrir framan markið og refsaðist fyrir þegar Olmo fullkomnaði þrennu sína af vítapunktinum um hálfleikinn miðjan. Kane var þá nýkominn inn af bekknum en á tæpum hálftíma á vellinum tókst honum ekki að setja mark sitt á leikinn. Leipzig vann 3-0 og fagnar ofurbikarnum í fyrsta sinn í sögu félagsins. Þá bindur sigurinn jafnframt enda á þriggja ára sigurhrinu Bæjara í keppninni. Þýski boltinn Mest lesið Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Sport Fleiri fréttir „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Sjá meira
Margt hefur verið rætt og ritað um skipti Kane til þýsku meistaranna sem gengu í gegn í gær. Eftir tólf titlalaus ár hjá Tottenham vonast hann til að fá sínar fyrstu gullmedalíurnar á ferlinum hjá þýska stórveldinu sem hefur haft áskrift að meistaratitlinum þarlendis síðustu ár. Aðeins degi eftir skiptin fékk Kane tækifæri til þess í dag er Bayern og Leipzig kepptu um þýska ofurbikarinn á Allianz Arena, heimavelli Bayern. Olmo var geggjaður í kvöld.Getty Það voru hins vegar aðeins þrjár mínútur liðnar af leiknum þegar Spánverjinn Dani Olmo kom Leipzig í forystu. Hann tvöfaldaði þá forystu undir lok fyrri hálfleiks þegar hann lék meistaralega á tvo varnarmenn Bayern áður en hann klobbaði Sven Ulreich í marki Bayern. Thomas Tuchel gerði þrefalda breytingu í hálfleik og Bæjarar fengu þónokkur færi til að minnka muninn í síðari hálfleiknum. Þeim gekk bölvanlega fyrir framan markið og refsaðist fyrir þegar Olmo fullkomnaði þrennu sína af vítapunktinum um hálfleikinn miðjan. Kane var þá nýkominn inn af bekknum en á tæpum hálftíma á vellinum tókst honum ekki að setja mark sitt á leikinn. Leipzig vann 3-0 og fagnar ofurbikarnum í fyrsta sinn í sögu félagsins. Þá bindur sigurinn jafnframt enda á þriggja ára sigurhrinu Bæjara í keppninni.
Þýski boltinn Mest lesið Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Sport Fleiri fréttir „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Sjá meira