Flæðir yfir klóakið og ráðstafanir gerðar til að bjarga skautahöllinni Ólafur Björn Sverrisson og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 12. ágúst 2023 14:58 Þau Arnþór og Linda Mjöll tóku myndir í bænum Brummunddal við vatnið Mjösa í dag. arnþór Hupfeldt Íslendingur í Brumunddal í Noregi segir vandræðin halda áfram að hrannast upp á flóðasvæði þrátt fyrir að rigningunni hafi lokið. Í bænum Hamar flæðir nú yfir klóakið og hafa ráðstafanir verið gerðar til að bjarga skautahöllinni. Arnþór Hupfeldt býr við vatnið Mjösa þar sem flætt hefur yfir hafnarsvæðið og inn í bæinn síðustu daga. Rætt var við hann hér á Vísi þegar hann aðstoðaði vin sinn við að bjarga helstu verðmætum úr strandbar sem hann rekur í bænum. Óveðrið Hans hefur valdið miklum usla í suðausturhluta Noregs. Um fjögur þúsund hafa þurft að yfirgefa heimili sín. Rigning hefur gengið niður en vötn halda áfram að rísa. „Vatnið er er komið í 7,13 metra og á eftir að stíga enn þá. Flæðið í það hefur minnkað en toppurinn er ekki fyrr en annað kvöld, það þýðir 50 sentimetra ofan á það sem fyrir er,“ segir Arnþór í samtali við fréttastofu. Vandræðin hrannast upp Hann segir að á næsta bæ, í Hamar, séu menn því áhyggjufullir meðal annars vegna mögulegs tjóns á 20 þúsund manna skautahöll. Arnþór Hupfeldt og Linda Mjöll.arnþór hupfeldt „Þar hafa menn fyllt höllina með fersku vatni innan frá til að múrinn haldi við þrýstingi frá vatninu þegar það mætir höllinni. Það eru svona vandræði núna.“ Arnþór segir að ekki hafi reynt á nútíma mannvirki í flóði sambærilegu þessu. „Nema 1995 en við erum að ná því flóði, og náum því sennilega á morgun. Þá kemur í ljós hvað gerist. Klóakstöðin í Hamar er að fara á kaf núna og þá fer allt klóak beint út í vatnið.“ „Rigningin kláraðist fyrir þremur dögum en vandræðin eru enn að hrannast upp. Þetta er komið upp fyrir hné á göngustígunum,“ segir Arnþór sem fór í sundbuxur og óð út í vatnið til að ná eftirfarandi myndum: Arnþór náði myndum af sölubásum veitingasvæðis hafnarinnar sem eru nú á bólakafi.arnþór hupfeldt Arnþór segir álíka flóð ekki hafi ekki hafa myndast lengi.arnþór hupfeldt Vandræðin halda áfram að hrannast upp, þrátt fyrir að rigningunni sé lokið. arnþór hupfeldt Arnþór segir strandgarðinn hafa verið einn þann flottasta í landinu.arnþór hupfeldt Allt á flotiarnþór Hupfeldt Flætt hefur yfir bekki og leiksvæði við Mjösparkenvísir Noregur Náttúruhamfarir Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Reyna að bjarga verðmætum áður en vatn flæðir yfir Íslendingur í Brumunddal í Noregi á von á miklu tjóni vegna flóða næstu daga. Versta veðrið gekk yfir nokkru frá þeim en nú rennur vatn niður úr fjöllum og yfir bæinn. 200 milljóna skemmtigarður fer að öllum líkindum undir vatn seinni part í dag. 10. ágúst 2023 13:00 Vatnselgurinn heldur áfram að aukast og frekari rýmingar mögulegar Norsk yfirvöld íhuga nú að rýma fleiri svæði í suðvestanverðu landinu vegna vatnselgsins þar eftir rigningar undanfarinna daga. Ár sem eru þegar barmafullar halda áfram að vaxa þrátt fyrir að úrkomulaust hafi verið í tvo daga. 11. ágúst 2023 13:52 Þurfti að yfirgefa heimili sitt með tvö börn vegna aurskriða í heimabænum Íslensk kona sem hefur þurft að yfirgefa heimili sitt í Noregi vegna flóða dvelur nú á hóteli ásamt fjölda annarra sem eru í sömu stöðu, og bíður þess að geta komist heim með börnin sín tvö. 9. ágúst 2023 20:01 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Fleiri fréttir Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Sjá meira
Arnþór Hupfeldt býr við vatnið Mjösa þar sem flætt hefur yfir hafnarsvæðið og inn í bæinn síðustu daga. Rætt var við hann hér á Vísi þegar hann aðstoðaði vin sinn við að bjarga helstu verðmætum úr strandbar sem hann rekur í bænum. Óveðrið Hans hefur valdið miklum usla í suðausturhluta Noregs. Um fjögur þúsund hafa þurft að yfirgefa heimili sín. Rigning hefur gengið niður en vötn halda áfram að rísa. „Vatnið er er komið í 7,13 metra og á eftir að stíga enn þá. Flæðið í það hefur minnkað en toppurinn er ekki fyrr en annað kvöld, það þýðir 50 sentimetra ofan á það sem fyrir er,“ segir Arnþór í samtali við fréttastofu. Vandræðin hrannast upp Hann segir að á næsta bæ, í Hamar, séu menn því áhyggjufullir meðal annars vegna mögulegs tjóns á 20 þúsund manna skautahöll. Arnþór Hupfeldt og Linda Mjöll.arnþór hupfeldt „Þar hafa menn fyllt höllina með fersku vatni innan frá til að múrinn haldi við þrýstingi frá vatninu þegar það mætir höllinni. Það eru svona vandræði núna.“ Arnþór segir að ekki hafi reynt á nútíma mannvirki í flóði sambærilegu þessu. „Nema 1995 en við erum að ná því flóði, og náum því sennilega á morgun. Þá kemur í ljós hvað gerist. Klóakstöðin í Hamar er að fara á kaf núna og þá fer allt klóak beint út í vatnið.“ „Rigningin kláraðist fyrir þremur dögum en vandræðin eru enn að hrannast upp. Þetta er komið upp fyrir hné á göngustígunum,“ segir Arnþór sem fór í sundbuxur og óð út í vatnið til að ná eftirfarandi myndum: Arnþór náði myndum af sölubásum veitingasvæðis hafnarinnar sem eru nú á bólakafi.arnþór hupfeldt Arnþór segir álíka flóð ekki hafi ekki hafa myndast lengi.arnþór hupfeldt Vandræðin halda áfram að hrannast upp, þrátt fyrir að rigningunni sé lokið. arnþór hupfeldt Arnþór segir strandgarðinn hafa verið einn þann flottasta í landinu.arnþór hupfeldt Allt á flotiarnþór Hupfeldt Flætt hefur yfir bekki og leiksvæði við Mjösparkenvísir
Noregur Náttúruhamfarir Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Reyna að bjarga verðmætum áður en vatn flæðir yfir Íslendingur í Brumunddal í Noregi á von á miklu tjóni vegna flóða næstu daga. Versta veðrið gekk yfir nokkru frá þeim en nú rennur vatn niður úr fjöllum og yfir bæinn. 200 milljóna skemmtigarður fer að öllum líkindum undir vatn seinni part í dag. 10. ágúst 2023 13:00 Vatnselgurinn heldur áfram að aukast og frekari rýmingar mögulegar Norsk yfirvöld íhuga nú að rýma fleiri svæði í suðvestanverðu landinu vegna vatnselgsins þar eftir rigningar undanfarinna daga. Ár sem eru þegar barmafullar halda áfram að vaxa þrátt fyrir að úrkomulaust hafi verið í tvo daga. 11. ágúst 2023 13:52 Þurfti að yfirgefa heimili sitt með tvö börn vegna aurskriða í heimabænum Íslensk kona sem hefur þurft að yfirgefa heimili sitt í Noregi vegna flóða dvelur nú á hóteli ásamt fjölda annarra sem eru í sömu stöðu, og bíður þess að geta komist heim með börnin sín tvö. 9. ágúst 2023 20:01 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Fleiri fréttir Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Sjá meira
Reyna að bjarga verðmætum áður en vatn flæðir yfir Íslendingur í Brumunddal í Noregi á von á miklu tjóni vegna flóða næstu daga. Versta veðrið gekk yfir nokkru frá þeim en nú rennur vatn niður úr fjöllum og yfir bæinn. 200 milljóna skemmtigarður fer að öllum líkindum undir vatn seinni part í dag. 10. ágúst 2023 13:00
Vatnselgurinn heldur áfram að aukast og frekari rýmingar mögulegar Norsk yfirvöld íhuga nú að rýma fleiri svæði í suðvestanverðu landinu vegna vatnselgsins þar eftir rigningar undanfarinna daga. Ár sem eru þegar barmafullar halda áfram að vaxa þrátt fyrir að úrkomulaust hafi verið í tvo daga. 11. ágúst 2023 13:52
Þurfti að yfirgefa heimili sitt með tvö börn vegna aurskriða í heimabænum Íslensk kona sem hefur þurft að yfirgefa heimili sitt í Noregi vegna flóða dvelur nú á hóteli ásamt fjölda annarra sem eru í sömu stöðu, og bíður þess að geta komist heim með börnin sín tvö. 9. ágúst 2023 20:01