Andri og Ragnhildur á toppnum og niðurskurðurinn nálgast Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 11. ágúst 2023 17:36 Ragnhildur Kristinsdóttir leiðir í kvennaflokki. mynd/seth@golf.is Annar dagur Íslandsmótsins í golfi hófst í morgun og nú eru allir kylfingar farnir af stað. Ragnhildur Kristinsdóttir leiðir í kvennaflokki, en karlameginn trónir Andri Þór Björnsson á toppnum. Konurnar hafa flestar lokið leik í dag þó enn séu nokkrar sem eiga eftir að klára síðustu holurnar. Ragnhildur Kristinsdóttir hélt uppi uppteknum hætti frá því í gær og lék hringinn á 70 höggum og er því ein á toppnum á samtals tveimur höggum undir pari. Guðrún Brá Björgvinsdóttir situr í öðru sæti á einu höggi yfir pari, en Hulda Clara Gestsdóttir, sem var í forystu eftir gærdaginn með Ragnhildi, situr í þriðja sæti á þremur höggum yfir pari ásamt nöfnunum Andreu Ýr Ásmundsdóttur og Andreu Björg Bergsdóttur. Alls komust 29 kylfingar í gegnum niðurskurðinn hjá konunum, en 19 féllu úr leik. Hjá körlunum heldur Andri Þór Björnsson toppsætinu, en karlarnir eru þó komnir styttra en konurnar. Þegar þetta er ritað hefur Andri leikið 14 holur og er samtals á átta höggum undir pari. Huðmundur Ágúst Kristjánsson hefur spilað vel í dag og er á sjö höggum undir pari í öðru sæti eftir 16 holur og í þriðja sæti eru Logi Sigurðsson og Hlynur Geir Hjartarson á sex höggum undir pari. Eins og staðan er núna er niðurskurðarlínan við 13 högg yfir pari, en alls eru 11 kylfingar á hættusvæðinu. Stöðu mótsins í rauntíma má finna á heimasíðu Golfsambands Íslands með því að smella hér. Golf Íslandsmótið í golfi Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Sport Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Konurnar hafa flestar lokið leik í dag þó enn séu nokkrar sem eiga eftir að klára síðustu holurnar. Ragnhildur Kristinsdóttir hélt uppi uppteknum hætti frá því í gær og lék hringinn á 70 höggum og er því ein á toppnum á samtals tveimur höggum undir pari. Guðrún Brá Björgvinsdóttir situr í öðru sæti á einu höggi yfir pari, en Hulda Clara Gestsdóttir, sem var í forystu eftir gærdaginn með Ragnhildi, situr í þriðja sæti á þremur höggum yfir pari ásamt nöfnunum Andreu Ýr Ásmundsdóttur og Andreu Björg Bergsdóttur. Alls komust 29 kylfingar í gegnum niðurskurðinn hjá konunum, en 19 féllu úr leik. Hjá körlunum heldur Andri Þór Björnsson toppsætinu, en karlarnir eru þó komnir styttra en konurnar. Þegar þetta er ritað hefur Andri leikið 14 holur og er samtals á átta höggum undir pari. Huðmundur Ágúst Kristjánsson hefur spilað vel í dag og er á sjö höggum undir pari í öðru sæti eftir 16 holur og í þriðja sæti eru Logi Sigurðsson og Hlynur Geir Hjartarson á sex höggum undir pari. Eins og staðan er núna er niðurskurðarlínan við 13 högg yfir pari, en alls eru 11 kylfingar á hættusvæðinu. Stöðu mótsins í rauntíma má finna á heimasíðu Golfsambands Íslands með því að smella hér.
Golf Íslandsmótið í golfi Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Sport Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira