Þrír úlfar í Lindinni á Selfossi vekja mikla athygli Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 11. ágúst 2023 20:05 Úlfarnir hennar Ásdísi vekja mikla athygli á sýningunni í gluggum Lindarinnar á Selfossi. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það eru ekki bara kjólar og dragtir, sem eru í gínum í gluggum tískuverslunarinnar Lindarinnar á Selfossi því þar hefur líka verið sett upp málverkasýningu eftir listakonu á staðnum. Þrír úlfar vekja þar sérstaka athygli. Lindin er tískuverslun í eigu Bryndísar Brynjólfsdóttur en verslunin hefur verð starfrækt frá 15. febrúar 1974 og fagnar því 50 ára afmæli á nýju ári. Nú eru málverk til sýnis í gluggum verslunarinnar en þeir þykja sérstaklega góðir undir sýningu, sem þessa enda við fjölfarna umferðargötu á Selfossi. „Þetta eru olíuverk og blönduð tækni og í rauninni ekkert annað. Þetta eru nýjar og gamlar myndir, bæði abstrakt og í rauninni mála ég yfirleitt það sem mér dettur í hug. Ég er áhugamanneskja, sem er búin að fara á mörg námskeið bæði hérlendis og erlendis og ætla bara að halda því áfram,” segir Ásdís Hoffritz, listakona á Selfossi, sem málaði öll verkin. Myndirnar hjá Ásdísi eru allskonar eins og sagt er en myndin af úlfunum hefur vakið sérstaka athygli, það stoppa flestir við hana og horfa í augunum á úlfunum. Ásdís Hoffritz, listakona á Selfossi, sem er með nokkur málverk til sýnis í gluggum Lindarinnar. Um sölusýningu er að ræða, sem opin verður næstu vikurnar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Starfsfólk Lindarinnar er mjög ánægt með að vera komin með málverkin í gluggana en þá er hægt að skoða fötin á gínunum og málverkin í leiðinni allan sólarhringinn. „Við eigum þessa stóru fínu glugga þannig að það er um að gera að nýta þá miklu betur. Mér finnst fötin og málverkin smella mjög vel saman og þetta er bara mjög, mjög skemmtilegt,” segir Kristín Hafsteinsdóttir, verslunarstjóri Lindarinnar Og sérðu aukna umferð við verslunina? „Já, rúnturinn núna eru gluggarnir í Lindinni að skoða þessi fínu málverk og það er líka svo mikið um gangandi fólki hérna fram hjá, þannig að þetta vekur virkilega athygli,” bætir Kristín við. Mæðgurnar í Lindinni, þær Bryndís Brynjólfsdóttir og Kristín Hafsteinsdóttir, ásamt Ásdísi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Menning Verslun Mest lesið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Vonlaust í víkinni Gagnrýni Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Lífið Fleiri fréttir Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjá meira
Lindin er tískuverslun í eigu Bryndísar Brynjólfsdóttur en verslunin hefur verð starfrækt frá 15. febrúar 1974 og fagnar því 50 ára afmæli á nýju ári. Nú eru málverk til sýnis í gluggum verslunarinnar en þeir þykja sérstaklega góðir undir sýningu, sem þessa enda við fjölfarna umferðargötu á Selfossi. „Þetta eru olíuverk og blönduð tækni og í rauninni ekkert annað. Þetta eru nýjar og gamlar myndir, bæði abstrakt og í rauninni mála ég yfirleitt það sem mér dettur í hug. Ég er áhugamanneskja, sem er búin að fara á mörg námskeið bæði hérlendis og erlendis og ætla bara að halda því áfram,” segir Ásdís Hoffritz, listakona á Selfossi, sem málaði öll verkin. Myndirnar hjá Ásdísi eru allskonar eins og sagt er en myndin af úlfunum hefur vakið sérstaka athygli, það stoppa flestir við hana og horfa í augunum á úlfunum. Ásdís Hoffritz, listakona á Selfossi, sem er með nokkur málverk til sýnis í gluggum Lindarinnar. Um sölusýningu er að ræða, sem opin verður næstu vikurnar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Starfsfólk Lindarinnar er mjög ánægt með að vera komin með málverkin í gluggana en þá er hægt að skoða fötin á gínunum og málverkin í leiðinni allan sólarhringinn. „Við eigum þessa stóru fínu glugga þannig að það er um að gera að nýta þá miklu betur. Mér finnst fötin og málverkin smella mjög vel saman og þetta er bara mjög, mjög skemmtilegt,” segir Kristín Hafsteinsdóttir, verslunarstjóri Lindarinnar Og sérðu aukna umferð við verslunina? „Já, rúnturinn núna eru gluggarnir í Lindinni að skoða þessi fínu málverk og það er líka svo mikið um gangandi fólki hérna fram hjá, þannig að þetta vekur virkilega athygli,” bætir Kristín við. Mæðgurnar í Lindinni, þær Bryndís Brynjólfsdóttir og Kristín Hafsteinsdóttir, ásamt Ásdísi.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Menning Verslun Mest lesið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Vonlaust í víkinni Gagnrýni Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Lífið Fleiri fréttir Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjá meira