Ótrúleg upplifun á vellinum með þessa stemmningu Telma Tómasson skrifar 11. ágúst 2023 16:50 Jóhanna á Bárði að lokinni keppni í skeiði. KRIJN.DE Jóhanna Margrét Snorradóttir landsliðsknapi í hestaíþróttum var klökk eftir stórkostlega sýningu í tölti á hinum drifhvíta Bárði frá Melabergi í dag á Heimsmeistaramóti íslenska hestins sem nú stendur yfir í Oirschot í Hollandi. Áhorfendur hreinlega trylltust í stúkunni, slík var gleðin yfir frammistöðu Jóhönnu Margétar, sem er ein skærasta stjarnan í íslenska hestaheiminum um þessar mundir. Viðar Ingólfsson og Þór frá Stóra-Hofi áttu einnig frábæra sýningu í tölti. Gert er ráð fyrir um 10 þúsund manns á Heimsmeistaramóti íslenska hestsins í Hollandi um helgina. Nokkrir heimsmeistaratitlar eru komnir í hús, veðrið leikur við keppendur, hesta og áhorfendur. Stemningin er mikil á mótinu, áhorfendastúkur stappfullar og mikið fagnað, ekki síst þegar keppendur íslenska liðsins ríða í braut. Mótið hefur staðið yfir alla vikuna en nær hápunkti um helgina þegar úrslit verða riðin. Sigurbjörn Bárðarson landsliðsþjálfari segist eiga von á því að helgin verði stór. Góð stemning sé í liðinu sem og hjá áhorfendum sem hafa fyllt stúkurnar á mótinu. Áttu von á því að okkar knapar komi heim með gull? „Ekki nokkur spurning. Það er þegar komið í sarpinn eitthvað af gulli, þannig að við getum verið mjög glöð á meðan við förum í lokasprettinn og það er mikil hvatning fyrir hina knapana, sem eru að taka við keflinu núna að þetta sé möguleiki og að þetta sé hægt og að halda áfram á sömu nótum, sem maður vonar að gerist.“ Það er mikið undir, baráttan hörð, en fréttastofa náði tali af Jóhönnu Margréti þegar hún hafði nýlokið keppni í dag. Hestur hennar, Bárður frá Melabergi, hefur verið seldur og þetta er því þeirra síðasta keppni, utan úrslitareiðin á sunnudag, en vonir eru bundnar við að þau muni standa uppi sem heimsmeistarar í tölti að móti loknu. „Þetta var ótrúlegt. Það er ótrúleg upplifun að vera á vellinum í þessari stemningu. Hesturinn í stuði og þetta var bara ótrúlegt,“ segir Jóhanna Margrét. sem viðurkennir að hún sé klökk á þessari stundu, enda kemur Bárður ekki heim aftur. „Það er bara þannig og ef hann endar svona þá er það bara algjör draumur. Þetta er engin kveðjustund alveg fyrir okkur. Ég á eftir að fljúga eitthvað út í haust og hjálpa nýjum eiganda með hann, þannig að það er gulrót fyrir mig.“ Íslendingar erlendis Hestaíþróttir Hestar Holland Tengdar fréttir Sturluð stemning á HM íslenska hestsins í Hollandi Áætlað er að allt að ellefu þúsund verði samankomin á Heimsmeistaramóti íslenska hestins í Oirschot í Hollandi um helgina, þar af um 1500 Íslendingar. Mótið hefur staðið yfir alla vikuna en nær hámarki á laugardag og sunnudag þegar úrslit verða riðin í öllum keppnisgreinum á hringvelli. 11. ágúst 2023 10:25 Elvar og Benedikt heimsmeistarar í gæðingaskeiði Elvar Þormarsson og Fjalladís frá Fornusöndum tryggðu sér í kvöld heimsmeistaratitilinn í gæðingaskeiði á heimsmeistaramóti íslenska hestsins sem fram fer í Hollandi. Þá tryggðu Benedikt Ólafsson og Leira-Björk frá Naustum III sér heimsmeistaratitil ungmenna. 8. ágúst 2023 23:31 Landsliðshestarnir flognir af landi brott í ullarsokkum Margir af bestu hestum landsins flugu í gærkvöldi til Belgíu og voru keyrðir þaðan til Hollands í dag þar sem heimsmeistaramót íslenska hestsins fer fram. Hestarnir eiga ekki afturkvæmt til Íslands. Allir hestarnir voru klæddir íslenskum ullarsokkum fyrir flugið og í fluginu. 1. ágúst 2023 20:31 Mest lesið Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Körfubolti Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Fótbolti Þróttur skoraði sex og flaug áfram Íslenski boltinn Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Valur marði Fram í framlengingu Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Ólafssal Sport Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Ólafssal Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Indiana tók Cleveland í bakaríið Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sjá meira
Áhorfendur hreinlega trylltust í stúkunni, slík var gleðin yfir frammistöðu Jóhönnu Margétar, sem er ein skærasta stjarnan í íslenska hestaheiminum um þessar mundir. Viðar Ingólfsson og Þór frá Stóra-Hofi áttu einnig frábæra sýningu í tölti. Gert er ráð fyrir um 10 þúsund manns á Heimsmeistaramóti íslenska hestsins í Hollandi um helgina. Nokkrir heimsmeistaratitlar eru komnir í hús, veðrið leikur við keppendur, hesta og áhorfendur. Stemningin er mikil á mótinu, áhorfendastúkur stappfullar og mikið fagnað, ekki síst þegar keppendur íslenska liðsins ríða í braut. Mótið hefur staðið yfir alla vikuna en nær hápunkti um helgina þegar úrslit verða riðin. Sigurbjörn Bárðarson landsliðsþjálfari segist eiga von á því að helgin verði stór. Góð stemning sé í liðinu sem og hjá áhorfendum sem hafa fyllt stúkurnar á mótinu. Áttu von á því að okkar knapar komi heim með gull? „Ekki nokkur spurning. Það er þegar komið í sarpinn eitthvað af gulli, þannig að við getum verið mjög glöð á meðan við förum í lokasprettinn og það er mikil hvatning fyrir hina knapana, sem eru að taka við keflinu núna að þetta sé möguleiki og að þetta sé hægt og að halda áfram á sömu nótum, sem maður vonar að gerist.“ Það er mikið undir, baráttan hörð, en fréttastofa náði tali af Jóhönnu Margréti þegar hún hafði nýlokið keppni í dag. Hestur hennar, Bárður frá Melabergi, hefur verið seldur og þetta er því þeirra síðasta keppni, utan úrslitareiðin á sunnudag, en vonir eru bundnar við að þau muni standa uppi sem heimsmeistarar í tölti að móti loknu. „Þetta var ótrúlegt. Það er ótrúleg upplifun að vera á vellinum í þessari stemningu. Hesturinn í stuði og þetta var bara ótrúlegt,“ segir Jóhanna Margrét. sem viðurkennir að hún sé klökk á þessari stundu, enda kemur Bárður ekki heim aftur. „Það er bara þannig og ef hann endar svona þá er það bara algjör draumur. Þetta er engin kveðjustund alveg fyrir okkur. Ég á eftir að fljúga eitthvað út í haust og hjálpa nýjum eiganda með hann, þannig að það er gulrót fyrir mig.“
Íslendingar erlendis Hestaíþróttir Hestar Holland Tengdar fréttir Sturluð stemning á HM íslenska hestsins í Hollandi Áætlað er að allt að ellefu þúsund verði samankomin á Heimsmeistaramóti íslenska hestins í Oirschot í Hollandi um helgina, þar af um 1500 Íslendingar. Mótið hefur staðið yfir alla vikuna en nær hámarki á laugardag og sunnudag þegar úrslit verða riðin í öllum keppnisgreinum á hringvelli. 11. ágúst 2023 10:25 Elvar og Benedikt heimsmeistarar í gæðingaskeiði Elvar Þormarsson og Fjalladís frá Fornusöndum tryggðu sér í kvöld heimsmeistaratitilinn í gæðingaskeiði á heimsmeistaramóti íslenska hestsins sem fram fer í Hollandi. Þá tryggðu Benedikt Ólafsson og Leira-Björk frá Naustum III sér heimsmeistaratitil ungmenna. 8. ágúst 2023 23:31 Landsliðshestarnir flognir af landi brott í ullarsokkum Margir af bestu hestum landsins flugu í gærkvöldi til Belgíu og voru keyrðir þaðan til Hollands í dag þar sem heimsmeistaramót íslenska hestsins fer fram. Hestarnir eiga ekki afturkvæmt til Íslands. Allir hestarnir voru klæddir íslenskum ullarsokkum fyrir flugið og í fluginu. 1. ágúst 2023 20:31 Mest lesið Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Körfubolti Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Fótbolti Þróttur skoraði sex og flaug áfram Íslenski boltinn Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Valur marði Fram í framlengingu Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Ólafssal Sport Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Ólafssal Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Indiana tók Cleveland í bakaríið Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sjá meira
Sturluð stemning á HM íslenska hestsins í Hollandi Áætlað er að allt að ellefu þúsund verði samankomin á Heimsmeistaramóti íslenska hestins í Oirschot í Hollandi um helgina, þar af um 1500 Íslendingar. Mótið hefur staðið yfir alla vikuna en nær hámarki á laugardag og sunnudag þegar úrslit verða riðin í öllum keppnisgreinum á hringvelli. 11. ágúst 2023 10:25
Elvar og Benedikt heimsmeistarar í gæðingaskeiði Elvar Þormarsson og Fjalladís frá Fornusöndum tryggðu sér í kvöld heimsmeistaratitilinn í gæðingaskeiði á heimsmeistaramóti íslenska hestsins sem fram fer í Hollandi. Þá tryggðu Benedikt Ólafsson og Leira-Björk frá Naustum III sér heimsmeistaratitil ungmenna. 8. ágúst 2023 23:31
Landsliðshestarnir flognir af landi brott í ullarsokkum Margir af bestu hestum landsins flugu í gærkvöldi til Belgíu og voru keyrðir þaðan til Hollands í dag þar sem heimsmeistaramót íslenska hestsins fer fram. Hestarnir eiga ekki afturkvæmt til Íslands. Allir hestarnir voru klæddir íslenskum ullarsokkum fyrir flugið og í fluginu. 1. ágúst 2023 20:31
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð