Kane búinn að ná samkomulagi við Bayern Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 10. ágúst 2023 23:11 Harry Kane er að öllum líkindum á leið til Bayern München. Vince Mignott/MB Media/Getty Images Enski landsliðsfyrirliðinn Harry Kane, leikmaður Tottenham Hotspur, er sagður vera búinn að ná samkomulagi við þýska stórveldið Bayern München. Fyrr í dag bárust fréttir af því að Tottenham hefði samþykkt tæplega hundrað milljón punda tilboð í leikmanninn. Kane á ár eftir af samningi sínum við Tottenham og því hafa sögusagnir um brottför hans frá félaginu verið háværar í allt sumar. Eftir þessar fréttir fóru þó að heyrast orðrómar um það að Kane sjálfur ætlaði sér ekkert endilega að samþykkja boð Bayern. Heimildarmenn Sky Sports sögðu frá því að þessi markahæsti leikmaður Tottenham frá upphafi væri farinn að hallast að því að vera um kyrrt, í það minnsta út samninstímann. Nú greinir David Ornstein hjá The Athletic hins vegar frá því að Kane sé búinn að samþykkja boð þýsku meistaranna. Hann muni skrifa undir fjögurra ára samning við félagið og bíður nú eftir því að fá grænt ljós frá Tottenham um að mega ferðast til Þýskalands og gangast undir læknisskoðun. 🚨 Harry Kane has reached an agreement to join Bayern Munich from Tottenham Hotspur. Personal terms in place for 30yo to sign a 4yr contract. England captain awaiting green light from #THFC to travel for medical + complete transfer @TheAthleticFC #FCBayern https://t.co/LPAkVUiF9E— David Ornstein (@David_Ornstein) August 10, 2023 Harry Kane er sem áður segir markahæsti leikmaður Tottenham frá upphafi. Hann hefur skorað 280 mörk fyrir félagið í 435 leikjum í öllum keppnum. Þá er hann einnig næst markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi með 213 mörk og markahæsti leikmaður enska landsliðsins frá upphafi með 58 mörk. Enski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Ricky Hatton dáinn Sport Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport „Draumur síðan ég var krakki“ Fótbolti Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf Fleiri fréttir Í beinni: Burnley - Liverpool | Isak þarf að bíða lengur Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Sjá meira
Fyrr í dag bárust fréttir af því að Tottenham hefði samþykkt tæplega hundrað milljón punda tilboð í leikmanninn. Kane á ár eftir af samningi sínum við Tottenham og því hafa sögusagnir um brottför hans frá félaginu verið háværar í allt sumar. Eftir þessar fréttir fóru þó að heyrast orðrómar um það að Kane sjálfur ætlaði sér ekkert endilega að samþykkja boð Bayern. Heimildarmenn Sky Sports sögðu frá því að þessi markahæsti leikmaður Tottenham frá upphafi væri farinn að hallast að því að vera um kyrrt, í það minnsta út samninstímann. Nú greinir David Ornstein hjá The Athletic hins vegar frá því að Kane sé búinn að samþykkja boð þýsku meistaranna. Hann muni skrifa undir fjögurra ára samning við félagið og bíður nú eftir því að fá grænt ljós frá Tottenham um að mega ferðast til Þýskalands og gangast undir læknisskoðun. 🚨 Harry Kane has reached an agreement to join Bayern Munich from Tottenham Hotspur. Personal terms in place for 30yo to sign a 4yr contract. England captain awaiting green light from #THFC to travel for medical + complete transfer @TheAthleticFC #FCBayern https://t.co/LPAkVUiF9E— David Ornstein (@David_Ornstein) August 10, 2023 Harry Kane er sem áður segir markahæsti leikmaður Tottenham frá upphafi. Hann hefur skorað 280 mörk fyrir félagið í 435 leikjum í öllum keppnum. Þá er hann einnig næst markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi með 213 mörk og markahæsti leikmaður enska landsliðsins frá upphafi með 58 mörk.
Enski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Ricky Hatton dáinn Sport Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport „Draumur síðan ég var krakki“ Fótbolti Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf Fleiri fréttir Í beinni: Burnley - Liverpool | Isak þarf að bíða lengur Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Sjá meira