Ari Helgason: Fjárfestingar vísisjóða í loftlagstækni farið hratt vaxandi
 
            Fjárfestingar vísisjóða hafa aukist hvað mest á undanförnum tveimur til þremur árum á sviði loftlagstækni. Hluti af tækifærinu við að stofna vísisjóð í London sem einblínir á loftlagsmál er að evrópskum fyrirtækjum á þessum vettvangi vantar meira fé og stuðning til að vaxa. Það er mun meira fjármagn í Bandaríkjunum til að dreifa á þessu sviði, segir Ari Helgason, einn af stofnendum vísisjóðsins Transition.
 
                                                  
                                                  
                                                  
                                                  
                                                  
                                                  
                                                  
                                                  
                                                  
                                                  
                         
                         
                         
                         
                         
                         
                         
                         
                         
                         
                         
                         
                         
                         
                         
                         
                         
                         
                         
                         
                         
                         
                         
                         
                         
                         
                         
                         
                        