Fresta byggingu nýrrar Hamarshallar Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 10. ágúst 2023 10:59 Gamla Hamarshöllin var uppblásin. Sú nýja mun ekki verða það, þegar hún rís. Bæjarstjórn Hveragerðisbæjar telur ekki raunhæft að halda áfram með samkeppnisviðræður um uppbyggingu Hamarshallarinnar. Nauðsynlegt er talið að forgangsraða fjármunum bæjarins í stækkun skolphreinsistöðvar vegna aukinnar íbúafjölgunar og uppbyggingu á gervigrasvelli. Bæjarstjórn metur svo að með þessu gefist betri tími til að undirbúa uppbyggingu Hamarshallarinnar. Minnihlutinn telur skýringu meirihlutans ranga og óboðlega. Þetta kemur fram í fundargerð bæjarráðs Hveragerðisbæjar frá fundi þess frá því í morgun. Áður hafði bæjarstjórn hafnað öllum tilboðum sem bárust í byggingu nýrrar Hamarshallar, en sú gamla var uppblásin og fauk í óveðri í febrúar í fyrra. Var tilboðum hafnað vegna þess að þau voru talin of há. Erfiðara efnahagsumhverfi nú „Það er mat bæjaryfirvalda að ekki sé raunhæft að halda áfram með samkeppnisviðræður um uppbyggingu Hamarshallarinnar þar sem nauðsynlegt er fyrir Hveragerðisbæ að forgangsraða fjármunum bæjarins í stækkun skolphreinsistöðvar bæjarins sem ekki var hugað að á síðustu árum með aukinni íbúafjölgun.“ Þá segir í fundargerðinni að efnahagsumhverfið sé mun erfiðara nú en þegar ákveðið var fyrir einu ári síðan að fara af stað með uppbyggingu Hamarshallarinnar. Ákveðið hafi verið að fara í uppbyggingu á gervigrasvelli og leigja íþróttahús í Vorsabæ fyrir inniíþróttir. „Með þessum aðgerðum gefst betri tími til að undirbúa framtíðaruppbyggingu Hamarshallarinnar á næstu árum en aðeins er verið fresta áætlunum um uppbyggingu Hamarshallarinnar en ekki hætta við þær. Gerð hefur verið skynsamleg áætlun um áfangauppbyggingu Hamarshallarinnar sem áfram verður byggt á. Bjóðendum er þakkað fyrir gott samstarf.“ Gera athugasemdir við skýringu meirihlutans Eyþór H. Ólafsson, fulltrúi D-listans sem er í minnihluta, segist í bókun sinni á fundinum samþykkja að fallið sé frá samkeppnisviðræðunum. Það komi ekki á óvart, því legið hafi fyrir frá upphafi áður en byggingin var boðin út að framkvæmdin væri alltof dýr fyrir bæjarfélagið. „Undirritaður hnýtur hins vegar um þá skýringu sem sett er fram fyrir því að ekki sé raunhæft að fara í þessa framkvæmd nú. Sú skýring er bæði röng og óboðleg í alla staði,“ skrifar Eyþór. „Fyrir hefur legið um árabil að gera hefur þurft endurbætur á skólphreinsimálum Hveragerðisbæjar og hafa bæjarfulltrúar núverandi meirihluta sem þá sátu í bæjarstjórn væntanlega fylgst með þeirri umræðu sem átt hefur sér stað og átt að gera sér grein fyrir að ekki mætti slá slöku við þrátt fyrir meirihlutaskiptin.“ Hann segir að í tíð fyrri meirihluta hafi verið unnið mikið að því að endurbæta núverandi skólphreinsistöð, sem ljóst hafi verið að sé ekki nægilega stór fyrir fjölgun íbúa sem orðið hefur undanfarin ár. Nýjum meirihluta hafi ekki borið gæfa til að halda áfram með þann bolta fyrr en mögulega núna. „Það er í besta falli fljótræði að kasta fram fullyrðingum um að endurbætur og aukning afkastagetu fráveitukerfis bæjarins muni kosta 1 milljarð króna. Fyrir liggur að til eru mun ódýrari og nútímalegri lausnir sem hægt er að innleiða í hæfilegum skrefum sé skynsamlega haldið á málum.“ Hveragerði Hamar Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Þrjár ungar konur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Erlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Leitað að manni með öxi Innlent Fleiri fréttir Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Sjá meira
Bæjarstjórn metur svo að með þessu gefist betri tími til að undirbúa uppbyggingu Hamarshallarinnar. Minnihlutinn telur skýringu meirihlutans ranga og óboðlega. Þetta kemur fram í fundargerð bæjarráðs Hveragerðisbæjar frá fundi þess frá því í morgun. Áður hafði bæjarstjórn hafnað öllum tilboðum sem bárust í byggingu nýrrar Hamarshallar, en sú gamla var uppblásin og fauk í óveðri í febrúar í fyrra. Var tilboðum hafnað vegna þess að þau voru talin of há. Erfiðara efnahagsumhverfi nú „Það er mat bæjaryfirvalda að ekki sé raunhæft að halda áfram með samkeppnisviðræður um uppbyggingu Hamarshallarinnar þar sem nauðsynlegt er fyrir Hveragerðisbæ að forgangsraða fjármunum bæjarins í stækkun skolphreinsistöðvar bæjarins sem ekki var hugað að á síðustu árum með aukinni íbúafjölgun.“ Þá segir í fundargerðinni að efnahagsumhverfið sé mun erfiðara nú en þegar ákveðið var fyrir einu ári síðan að fara af stað með uppbyggingu Hamarshallarinnar. Ákveðið hafi verið að fara í uppbyggingu á gervigrasvelli og leigja íþróttahús í Vorsabæ fyrir inniíþróttir. „Með þessum aðgerðum gefst betri tími til að undirbúa framtíðaruppbyggingu Hamarshallarinnar á næstu árum en aðeins er verið fresta áætlunum um uppbyggingu Hamarshallarinnar en ekki hætta við þær. Gerð hefur verið skynsamleg áætlun um áfangauppbyggingu Hamarshallarinnar sem áfram verður byggt á. Bjóðendum er þakkað fyrir gott samstarf.“ Gera athugasemdir við skýringu meirihlutans Eyþór H. Ólafsson, fulltrúi D-listans sem er í minnihluta, segist í bókun sinni á fundinum samþykkja að fallið sé frá samkeppnisviðræðunum. Það komi ekki á óvart, því legið hafi fyrir frá upphafi áður en byggingin var boðin út að framkvæmdin væri alltof dýr fyrir bæjarfélagið. „Undirritaður hnýtur hins vegar um þá skýringu sem sett er fram fyrir því að ekki sé raunhæft að fara í þessa framkvæmd nú. Sú skýring er bæði röng og óboðleg í alla staði,“ skrifar Eyþór. „Fyrir hefur legið um árabil að gera hefur þurft endurbætur á skólphreinsimálum Hveragerðisbæjar og hafa bæjarfulltrúar núverandi meirihluta sem þá sátu í bæjarstjórn væntanlega fylgst með þeirri umræðu sem átt hefur sér stað og átt að gera sér grein fyrir að ekki mætti slá slöku við þrátt fyrir meirihlutaskiptin.“ Hann segir að í tíð fyrri meirihluta hafi verið unnið mikið að því að endurbæta núverandi skólphreinsistöð, sem ljóst hafi verið að sé ekki nægilega stór fyrir fjölgun íbúa sem orðið hefur undanfarin ár. Nýjum meirihluta hafi ekki borið gæfa til að halda áfram með þann bolta fyrr en mögulega núna. „Það er í besta falli fljótræði að kasta fram fullyrðingum um að endurbætur og aukning afkastagetu fráveitukerfis bæjarins muni kosta 1 milljarð króna. Fyrir liggur að til eru mun ódýrari og nútímalegri lausnir sem hægt er að innleiða í hæfilegum skrefum sé skynsamlega haldið á málum.“
Hveragerði Hamar Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Þrjár ungar konur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Erlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Leitað að manni með öxi Innlent Fleiri fréttir Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Sjá meira