Messi hefur spilað fjóra leiki með liðinu en allir þeir leikir hafa verið í deildabikarnum. Hann á enn eftir að spila sinn fyrsta leik í MLS-deildinni.
Sá leikur átti að vera á móti Charlotte FC og fara fram 20. ágúst. Í gær var hins vegar tilkynnt að þeim leik hafi verið frestað.
August 20th MLS regular season match update
— Inter Miami CF (@InterMiamiCF) August 9, 2023
Our regular season MLS match on August 20th against Charlotte FC has been postponed to a later date to be announced due to progression within the @leaguescup. Tickets originally purchased for the Aug. 20 MLS match will be honored pic.twitter.com/fYjsF2T8wp
Ástæðan er frábært gengi Miami liðsins í deildabikarnum þar sem liðið er komið í átta liða úrslitin meðal annars þökk sé sjö mörkum í fjórum leikjum frá Messi.
Charlotte FC er einnig komið svona langt í keppninni og það er leikur í deildabikarnum daginn áður. Liðin mætast í deildabikarnum og það er öruggt að annað þeirra spilar því þennan leik 19. ágúst.
Miðar á leikinn hafa rokið út í þennan fyrihugaða fyrsta MLS-leik Messi og miðaverð er komið upp úr öllu valdi. Það verður samt ekki alveg það sama að eiga á miða á leikinn þegar hann er ekki lengur fyrsti leikur Messi í MLS.
Next up for Charlotte: a date with Inter Miami and Lionel Messi in the Leagues Cup quarterfinals on Friday pic.twitter.com/jwGfxYK85Q
— B/R Football (@brfootball) August 8, 2023
Nú lítur nefnilega út fyrir að fyrsti leikur Messi í MLS deildinni fari ekki fram fyrr en 26. ágúst og það á móti New York Red Bulls. Þeir miðar gætu nú rokið upp í verði.
Þá verður Messi búinn að hefja leik í tveimur öðrum keppnum því bandaríski bikarinn hefst með leik Inter Miami á móti FC Cincinnati 23. ágúst.