Barnafjölskyldur á flótta hafi verið sviptar þjónustu Helena Rós Sturludóttir skrifar 9. ágúst 2023 22:53 Esther Ýr Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Réttur barna á flótta, segir barnafjölskyldur hafa verið sviptar þjónustu þrátt fyrir að lögin kveði á um að það megi almennt ekki. Vísir/Sigurjón Umdeild breyting á útlendingalögum er farin að hafa áhrif á umsækjendur um alþjóðlega vernd. Framkvæmdastjóri hjálparsamtaka segir barnafjölskyldur sviptar þjónustu þrátt fyrir að lögin kveði á um að það megi almennt ekki. Tilkynningar eru farnar að berast til flóttafólks, sem synjað hefur verið um alþjóðlega vernd á tveimur stjórnsýslustigum, um að þjónustusvipting sé yfirvofandi. Er það í samræmi við lagabreytingar í kjölfar þess að útlendingafrumvarp, Jóns Gunnarssonar fyrrverandi dómsmálaráðherra, var samþykkt á Alþingi þann 15. mars síðastliðinn. Yfirvofandi þjónustusvipting Samkvæmt nýju lögunum falla réttindi umsækjenda um alþjóðlega vernd úr gildi þrjátíu dögum eftir að þeim hefur verið synjað. Þó nokkrir hafa leitað lögmannsaðstoðar vegna tilkynninganna. „Þau hafa fengið bréf og það hefur verið útskýrt fyrir skjólstæðingum okkar á fundi að þjónustusvipting sé yfirvofandi og búið að ákveða dagsetningu,“ segir Helgi Þorsteinsson Silva lögmaður. Þá hafi einhverjir verið sviptir þjónustu nú þegar. Fólk í þessari stöðu upplifi mikla geðshræringu og segist Helgi eiga von á því að reynt verði á lögin fyrir dómstólum. Barnafjölskyldur ekki undanskildar Þrátt fyrir að lögin kveði skýrt á um að barnafjölskyldur skuli almennt undanskildar framkvæmdinni hafa nokkrar fjölskyldur leitað aðstoðar vegna þjónustusviptingar og yfirvofandi sviptingar að sögn Estherar Ýrar Þorvaldsdóttur, framkvæmdastjóra hjálparsamtakanna Réttur barna á flótta. „Við höfum verið að fá mörg skilaboð frá fjölskyldum þar sem þeim hefur verið tilkynnt að nú eigi að taka af þeim alla þjónustu, mataraðstoð og húsnæði og alla aðstoð frá sveitarfélaginu. Þegar verið er að taka bónuskortin af fjölskyldum þá er verið að svelta börnin út,“ segir Esther. Munu aðstoða við málsóknir Aðspurð hvort barnafjölskyldur verði þjónustusviptar vísar dómsmálaráðherra í útlendingalögin. Esther segir að samtökin munu aðstoða þær fjölskyldur sem kjósi að hefja málsókn gegn yfirvöldum vegna sviptingar á þjónustu. „Nokkrar barnafjölskyldur sem við styðjum við hafa lent í því að matarkortinu þeirra hafi verið lokað. Enn fremur hafa nokkrar fjölskyldur fengið tölvupóst frá sveitarfélögum þess efnis að þær séu ekki lengur í þjónustu þeirra, þá var nokkrum hótað húsnæðismissi. Að minnsta kosti ein fjölskylda hefur nú þegar misst húsnæðið, þá var skipt um lás á íbúðinni þeirra og sveitarfélag lokaði á alla þjónustu,“ segir í yfirlýsingu hjálparsamtakanna. Þau telji grafalvarlegt að loka á þjónustu við börn sem enn eru hér á landi og mörg hver enn með mál í vinnslu. Á sama tíma og foreldrum er meinað að vinna fyrir sér. Flóttafólk á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir „Ef við förum aftur til Grikklands bíður dauðinn okkar“ Framkvæmdastjóri hjálparsamtaka gagnrýnir stjórnvöld fyrir að vísa á ný barnafjölskyldum á flótta til Grikklands. Aðstæður þar í landi hafi ekkert breyst. Palestínsk fjölskylda sem bíður brottvísunar líkir flóttamannabúðunum í Grikklandi við fangelsi. 20. júlí 2023 19:18 „Ég bjóst ekki við því að Ísland kæmi svona fram við flóttamenn“ Nýtt búsetuúrræði hefur verið opnað fyrir fólk sem hefur sótt um alþjóðlega vernd og fengið endanlega synjun en lögreglu var falið að þjónusta þennan hóp eftir að útlendingalögum var breytt í vor. 2. ágúst 2023 07:02 Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Fleiri fréttir Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Sjá meira
Tilkynningar eru farnar að berast til flóttafólks, sem synjað hefur verið um alþjóðlega vernd á tveimur stjórnsýslustigum, um að þjónustusvipting sé yfirvofandi. Er það í samræmi við lagabreytingar í kjölfar þess að útlendingafrumvarp, Jóns Gunnarssonar fyrrverandi dómsmálaráðherra, var samþykkt á Alþingi þann 15. mars síðastliðinn. Yfirvofandi þjónustusvipting Samkvæmt nýju lögunum falla réttindi umsækjenda um alþjóðlega vernd úr gildi þrjátíu dögum eftir að þeim hefur verið synjað. Þó nokkrir hafa leitað lögmannsaðstoðar vegna tilkynninganna. „Þau hafa fengið bréf og það hefur verið útskýrt fyrir skjólstæðingum okkar á fundi að þjónustusvipting sé yfirvofandi og búið að ákveða dagsetningu,“ segir Helgi Þorsteinsson Silva lögmaður. Þá hafi einhverjir verið sviptir þjónustu nú þegar. Fólk í þessari stöðu upplifi mikla geðshræringu og segist Helgi eiga von á því að reynt verði á lögin fyrir dómstólum. Barnafjölskyldur ekki undanskildar Þrátt fyrir að lögin kveði skýrt á um að barnafjölskyldur skuli almennt undanskildar framkvæmdinni hafa nokkrar fjölskyldur leitað aðstoðar vegna þjónustusviptingar og yfirvofandi sviptingar að sögn Estherar Ýrar Þorvaldsdóttur, framkvæmdastjóra hjálparsamtakanna Réttur barna á flótta. „Við höfum verið að fá mörg skilaboð frá fjölskyldum þar sem þeim hefur verið tilkynnt að nú eigi að taka af þeim alla þjónustu, mataraðstoð og húsnæði og alla aðstoð frá sveitarfélaginu. Þegar verið er að taka bónuskortin af fjölskyldum þá er verið að svelta börnin út,“ segir Esther. Munu aðstoða við málsóknir Aðspurð hvort barnafjölskyldur verði þjónustusviptar vísar dómsmálaráðherra í útlendingalögin. Esther segir að samtökin munu aðstoða þær fjölskyldur sem kjósi að hefja málsókn gegn yfirvöldum vegna sviptingar á þjónustu. „Nokkrar barnafjölskyldur sem við styðjum við hafa lent í því að matarkortinu þeirra hafi verið lokað. Enn fremur hafa nokkrar fjölskyldur fengið tölvupóst frá sveitarfélögum þess efnis að þær séu ekki lengur í þjónustu þeirra, þá var nokkrum hótað húsnæðismissi. Að minnsta kosti ein fjölskylda hefur nú þegar misst húsnæðið, þá var skipt um lás á íbúðinni þeirra og sveitarfélag lokaði á alla þjónustu,“ segir í yfirlýsingu hjálparsamtakanna. Þau telji grafalvarlegt að loka á þjónustu við börn sem enn eru hér á landi og mörg hver enn með mál í vinnslu. Á sama tíma og foreldrum er meinað að vinna fyrir sér.
Flóttafólk á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir „Ef við förum aftur til Grikklands bíður dauðinn okkar“ Framkvæmdastjóri hjálparsamtaka gagnrýnir stjórnvöld fyrir að vísa á ný barnafjölskyldum á flótta til Grikklands. Aðstæður þar í landi hafi ekkert breyst. Palestínsk fjölskylda sem bíður brottvísunar líkir flóttamannabúðunum í Grikklandi við fangelsi. 20. júlí 2023 19:18 „Ég bjóst ekki við því að Ísland kæmi svona fram við flóttamenn“ Nýtt búsetuúrræði hefur verið opnað fyrir fólk sem hefur sótt um alþjóðlega vernd og fengið endanlega synjun en lögreglu var falið að þjónusta þennan hóp eftir að útlendingalögum var breytt í vor. 2. ágúst 2023 07:02 Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Fleiri fréttir Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Sjá meira
„Ef við förum aftur til Grikklands bíður dauðinn okkar“ Framkvæmdastjóri hjálparsamtaka gagnrýnir stjórnvöld fyrir að vísa á ný barnafjölskyldum á flótta til Grikklands. Aðstæður þar í landi hafi ekkert breyst. Palestínsk fjölskylda sem bíður brottvísunar líkir flóttamannabúðunum í Grikklandi við fangelsi. 20. júlí 2023 19:18
„Ég bjóst ekki við því að Ísland kæmi svona fram við flóttamenn“ Nýtt búsetuúrræði hefur verið opnað fyrir fólk sem hefur sótt um alþjóðlega vernd og fengið endanlega synjun en lögreglu var falið að þjónusta þennan hóp eftir að útlendingalögum var breytt í vor. 2. ágúst 2023 07:02