Vantrúaður á yfirlýsingar um byltingarkenndan ofurleiðara Kjartan Kjartansson skrifar 13. ágúst 2023 08:01 Myndskeið af fljótandi flís af LK-99 hafa farið víða á samfélagsmiðlum. Einn eiginleiki ofurleiðara er að þeir hleypa engu segulflæði í gegnum sig. Það flýtur því yfir segli. Mótseglun ein og sér er þó ekki sönnun þess að efni sé ofurleiðari, að sögn Snorra Þorgeirs Ingvarssonar, eðlisfræðings. Vísir Prófessor í eðlisfræði segist vantrúaður á nýlegar fullyrðingar kóreskra vísindamanna um að þeir hafi fundið nýja tegund ofurleiðara sem vakið hafa mikla athygli. Uppgötvun á ofurleiðara við stofuhita gæti valdið gríðarlegum tækniframförum. Suðurkóreskir vísindamenn birtu greinar í síðasta mánuði þar sem þeir héldu því fram að þeir hefðu uppgötvað efni sem er ofurleiðari vel yfir stofuhita og við staðalþrýsting. Efnið kalla þeir LK-99 og er blanda af blýi, kopar og súrefni. Reyndist efnið raunverulega ofurleiðandi væri um byltingu í eðlisfræði að ræða sem gæti valdið stórstígum framförum í orkuflutningum og nýtni. Ofurleiðarar eru efni sem leiða rafstraum án nánast nokkurs viðnáms. Þeir voru fyrst uppgötvaðir snemma á 20. öld. Þá voru það aðeins málmar og málmblöndur sem höfðu þessa ofurleiðandi eiginleika þegar þær voru kældar niður undir nokkrar gráður ofan við alkul, rúmlega 273 gráðu frost á Celsíus. Síðar komu fram svonefndir háhitaofurleiðarar. Sá hiti var þó aðeins hár hlutfallslega því virknin kom aðeins fram við um -140°C. Fullyrðingar um efni sem er ofurleiðandi við stofuhita vöktu því mikla athygli og hefur fjöldi rannsóknarhópa víða um heim keppst við að endurskapa virknina sem var lýst í greinum kóresku vísindamannanna. Engum þeirra hefur enn tekist það og flest virðist raunar benda til þess að enginn fótur sé fyrir yfirlýsingum Kóreumannanna. „Það er náttúrulega ofsalega stór fullyrðing að halda því fram að þú sért með ofurleiðara við herbergishita. Ef rétt reyndist þá væri það stórkostlegt þannig að það stökkva allir til sem vinna á þessu sviði,“ segir Snorri Þorgeir Ingvarsson, prófessor í eðlisfræði við Háskóla Íslands. Snorri Þorgeir Ingvarsson, prófessor í eðlisfræði við Háskóla Íslands, segir að LK-99 líti ekki einu sinni út fyrir að vera sérstaklega góður leiðari, hvað þá ofurleiðari.Háskóli Íslands Óritrýndar greinar og ýmsum spurningum ósvarað Eftir því sem Snorra telst til vinna nú fleiri en tuttugu rannsóknarhópar að því að endurgera meinta ofurleiðarann eftir forskrift kóresku vísindamannanna. Engum þeirra hafi tekist að sýna fram á ofurleiðni. „Núna dynja auðvitað á þeim spurningar. Það dularfulla er að engum tekst að endurskapa þetta,“ segir Snorri sem bendir á að greinar Kóreumannanna séu óritrýndar og af þeim að dæma sé ýmsum spurningum ósvarað. Að hans mati vantar einnig í gögn Kóreumannanna ákveðin sérkenni þess að efnið sér raunverulega ofurleiðandi. Þannig vanti ákveðin einkenni fasabreytinga í mæliniðurstöður á varmaeiginleikum efnisins. Þá sé skali sem vísindamennirnir nota fyrir eðlisviðnám mjög grófur og efnið líti ekki einu sinni út fyrir að vera sérstaklega góður leiðari, hvað þá ofurleiðari. „Það væri auðvitað stórkostlegt ef svo væri en gögnin sem þeir sýna finnst mér ekki sannfærandi hvað þetta varðar,“ segir Snorri. Mótseglun ekki sönnun fyrir ofurleiðni Einhverjum hafi tekist að fá fram svokallaða mótseglun sem Snorri segir að geti skýrt af hverju efni virðist fljóta yfir segli. Myndskeið af fljótandi efni frá vísindamönnunum og fjölda misalvörugefnum netverjum sem reyndu að endurskapa virknina hafa farið víða á samfélagsmiðlum. The best video we have so far is probably also the newest, published first in @kchangnyt's article out today, from HT Kim. pic.twitter.com/gu80jgDOqe— Alex Kaplan (@alexkaplan0) August 4, 2023 Ofurleiðarar eru fullkomnir mótseglar sem hleypa engu segulflæði inn í sig og geta því flotið yfir seglum. Mótseglun ein og sér dugir þó ekki til þess að sýna fram á að efni séu ofurleiðandi, að sögn Snorra. Sem dæmi nefnir hann að eðlisfræðingurinn Andre Geim, sem hlaut Nóbelsverðlaun fyrir uppgötvun á grafeni, hafi fyrr á ferli sínum látið froska fljóta yfir segli. „Froskar og lífrænn vefur eru mótseglandi efni. Það er bara dæmi um að þú þarft ekki ofurleiðara. Froskar eru ekki ofurleiðandi!“ segir Snorri. Hann bendir einnig á að viðnám í efninu fari ekki niður í núll þó að það virðist falla skyndilega við 104°C. Það þyki honum ekki benda til þess að LK-99 sé raunverulegur ofurleiðari. Snorra þykir tilgáta Kóreumannanna um að kopar í efnablöndunni skapi ofurleiðni í örlitlum punktum langsótt og að öll gögn vanti til að sýna fram á að niðurstöður þeirra séu annað og meira en skot í myrkri. „Ég er vantrúaður á þetta, ef ég á að segja alveg eins og er. Ég hef ekki mikla trú á þessu,“ segir Snorri. Væri praktískt til orkuflutnings Snorra finnst ekki sérstaklega líklegt að efni sem séu ofurleiðandi við stofuhita komi til með að finnast. Eðlisfræðingar hafi þó haft rangt fyrir sér áður. Uppgötvun háhitaofurleiðara á seinni hluta síðustu aldar hafi valdi gríðarlegum skjálfta í eðlisfræðiheiminum og hún hafi ítrekað verið sannreynd og staðfest síðan. „Hefðbundnir“ ofurleiðarar eru ekki hagkvæmir á stórum skala vegna þess hversu dýrt það er að kæla þá nægilega niður til þess að viðhalda ofurleiðninni. Fram að þessu hafa þeir því haft afmörkuð not, til dæmis við rannsóknir í öreindahröðlum og lághitarannsóknum sem krefjast öflugs segulsviðs en einnig í segulómtækjum, fjarskiptabúnaði og nýframkomnum skammtatölvum. Fyndist efni sem væri ofurleiðandi við stofuhita og væri ódýrt í framleiðslu gæti það leitt til alls kyns tækniframfara sem tengjast rafmagni og raftækjum. Orka sem nú tapast í formi hita sem myndast við viðnám í leiðurum nýttist að fullu. Þannig gætu rafhlöður í snjallsímum enst lengur og tölvur og hvers kyns önnur tæki yrðu orkunýtnari. „Þetta væri gríðarlega praktískt til orkuflutnings. Þú getur flutt mikinn straum með þessum hætti en þú þarft ofurleiðni yfir gríðarlega langar vegalengdir og það er eitthvað sem kemur í veg fyrir að ofurleiðarar séu notaðir við orkuflutning,“ segir prófessorinn. Tækni Vísindi Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Fleiri fréttir Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Sjá meira
Suðurkóreskir vísindamenn birtu greinar í síðasta mánuði þar sem þeir héldu því fram að þeir hefðu uppgötvað efni sem er ofurleiðari vel yfir stofuhita og við staðalþrýsting. Efnið kalla þeir LK-99 og er blanda af blýi, kopar og súrefni. Reyndist efnið raunverulega ofurleiðandi væri um byltingu í eðlisfræði að ræða sem gæti valdið stórstígum framförum í orkuflutningum og nýtni. Ofurleiðarar eru efni sem leiða rafstraum án nánast nokkurs viðnáms. Þeir voru fyrst uppgötvaðir snemma á 20. öld. Þá voru það aðeins málmar og málmblöndur sem höfðu þessa ofurleiðandi eiginleika þegar þær voru kældar niður undir nokkrar gráður ofan við alkul, rúmlega 273 gráðu frost á Celsíus. Síðar komu fram svonefndir háhitaofurleiðarar. Sá hiti var þó aðeins hár hlutfallslega því virknin kom aðeins fram við um -140°C. Fullyrðingar um efni sem er ofurleiðandi við stofuhita vöktu því mikla athygli og hefur fjöldi rannsóknarhópa víða um heim keppst við að endurskapa virknina sem var lýst í greinum kóresku vísindamannanna. Engum þeirra hefur enn tekist það og flest virðist raunar benda til þess að enginn fótur sé fyrir yfirlýsingum Kóreumannanna. „Það er náttúrulega ofsalega stór fullyrðing að halda því fram að þú sért með ofurleiðara við herbergishita. Ef rétt reyndist þá væri það stórkostlegt þannig að það stökkva allir til sem vinna á þessu sviði,“ segir Snorri Þorgeir Ingvarsson, prófessor í eðlisfræði við Háskóla Íslands. Snorri Þorgeir Ingvarsson, prófessor í eðlisfræði við Háskóla Íslands, segir að LK-99 líti ekki einu sinni út fyrir að vera sérstaklega góður leiðari, hvað þá ofurleiðari.Háskóli Íslands Óritrýndar greinar og ýmsum spurningum ósvarað Eftir því sem Snorra telst til vinna nú fleiri en tuttugu rannsóknarhópar að því að endurgera meinta ofurleiðarann eftir forskrift kóresku vísindamannanna. Engum þeirra hafi tekist að sýna fram á ofurleiðni. „Núna dynja auðvitað á þeim spurningar. Það dularfulla er að engum tekst að endurskapa þetta,“ segir Snorri sem bendir á að greinar Kóreumannanna séu óritrýndar og af þeim að dæma sé ýmsum spurningum ósvarað. Að hans mati vantar einnig í gögn Kóreumannanna ákveðin sérkenni þess að efnið sér raunverulega ofurleiðandi. Þannig vanti ákveðin einkenni fasabreytinga í mæliniðurstöður á varmaeiginleikum efnisins. Þá sé skali sem vísindamennirnir nota fyrir eðlisviðnám mjög grófur og efnið líti ekki einu sinni út fyrir að vera sérstaklega góður leiðari, hvað þá ofurleiðari. „Það væri auðvitað stórkostlegt ef svo væri en gögnin sem þeir sýna finnst mér ekki sannfærandi hvað þetta varðar,“ segir Snorri. Mótseglun ekki sönnun fyrir ofurleiðni Einhverjum hafi tekist að fá fram svokallaða mótseglun sem Snorri segir að geti skýrt af hverju efni virðist fljóta yfir segli. Myndskeið af fljótandi efni frá vísindamönnunum og fjölda misalvörugefnum netverjum sem reyndu að endurskapa virknina hafa farið víða á samfélagsmiðlum. The best video we have so far is probably also the newest, published first in @kchangnyt's article out today, from HT Kim. pic.twitter.com/gu80jgDOqe— Alex Kaplan (@alexkaplan0) August 4, 2023 Ofurleiðarar eru fullkomnir mótseglar sem hleypa engu segulflæði inn í sig og geta því flotið yfir seglum. Mótseglun ein og sér dugir þó ekki til þess að sýna fram á að efni séu ofurleiðandi, að sögn Snorra. Sem dæmi nefnir hann að eðlisfræðingurinn Andre Geim, sem hlaut Nóbelsverðlaun fyrir uppgötvun á grafeni, hafi fyrr á ferli sínum látið froska fljóta yfir segli. „Froskar og lífrænn vefur eru mótseglandi efni. Það er bara dæmi um að þú þarft ekki ofurleiðara. Froskar eru ekki ofurleiðandi!“ segir Snorri. Hann bendir einnig á að viðnám í efninu fari ekki niður í núll þó að það virðist falla skyndilega við 104°C. Það þyki honum ekki benda til þess að LK-99 sé raunverulegur ofurleiðari. Snorra þykir tilgáta Kóreumannanna um að kopar í efnablöndunni skapi ofurleiðni í örlitlum punktum langsótt og að öll gögn vanti til að sýna fram á að niðurstöður þeirra séu annað og meira en skot í myrkri. „Ég er vantrúaður á þetta, ef ég á að segja alveg eins og er. Ég hef ekki mikla trú á þessu,“ segir Snorri. Væri praktískt til orkuflutnings Snorra finnst ekki sérstaklega líklegt að efni sem séu ofurleiðandi við stofuhita komi til með að finnast. Eðlisfræðingar hafi þó haft rangt fyrir sér áður. Uppgötvun háhitaofurleiðara á seinni hluta síðustu aldar hafi valdi gríðarlegum skjálfta í eðlisfræðiheiminum og hún hafi ítrekað verið sannreynd og staðfest síðan. „Hefðbundnir“ ofurleiðarar eru ekki hagkvæmir á stórum skala vegna þess hversu dýrt það er að kæla þá nægilega niður til þess að viðhalda ofurleiðninni. Fram að þessu hafa þeir því haft afmörkuð not, til dæmis við rannsóknir í öreindahröðlum og lághitarannsóknum sem krefjast öflugs segulsviðs en einnig í segulómtækjum, fjarskiptabúnaði og nýframkomnum skammtatölvum. Fyndist efni sem væri ofurleiðandi við stofuhita og væri ódýrt í framleiðslu gæti það leitt til alls kyns tækniframfara sem tengjast rafmagni og raftækjum. Orka sem nú tapast í formi hita sem myndast við viðnám í leiðurum nýttist að fullu. Þannig gætu rafhlöður í snjallsímum enst lengur og tölvur og hvers kyns önnur tæki yrðu orkunýtnari. „Þetta væri gríðarlega praktískt til orkuflutnings. Þú getur flutt mikinn straum með þessum hætti en þú þarft ofurleiðni yfir gríðarlega langar vegalengdir og það er eitthvað sem kemur í veg fyrir að ofurleiðarar séu notaðir við orkuflutning,“ segir prófessorinn.
Tækni Vísindi Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Fleiri fréttir Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Sjá meira