Hleypur berbrjósta með kúrekahatt Íris Hauksdóttir og Svava Marín Óskarsdóttir skrifa 14. ágúst 2023 12:00 Birna Rún hleypur fyrir Sorgarmiðstöðina. Aðsend Leikkonan og grínistinn Birna Rún Eiríksdóttir stefnir á að hlaupa tíu kílómetra til styrktar Sorgarmiðstöðinni. Sjálf er hún stödd á Tenerife en verður í beinni útsendingu frá hlaupinu þann 19. ágúst næstkomandi. Birna setti sér markmið að eftir hverjar hundrað þúsund krónur skyldi hún skemmta áhorfendum og hlaupa berbrjósta með kúrekahatt. „Ég hleyp stolt fyrir Sorgarmiðstöðina og er tilbúin að gera ýmislegt mis-skynsamlegt ef að markmiðið næst. Ef söfnunin nær 300 þúsund krónum mun ég hlaupa með glimmer kúrekahatt á höfðinu og syngja lag úr söngleik á leiðinni,“ segir Birna en hitastigið verður að öllum líkindum yfir 30 gráður. Mikilvægt að Sorgarmiðstöðin sé til „Náist söfnunin yfir 400 þúsund krónur mun ég flytja tíu mínútna uppistand í miðju hlaupi með kúrekahatt. En ef ég næ upp í 500 þúsund geri ég allt að ofan töldu og berbrjósta allt hlaupið,“ segir hún kímin. Spurð hvers vegna hún hafi valið að styrkja Sorgarmiðstöðina segir hún alla þurfa að takast á við sorg einhvern tímann á lífsleiðinni. „Vinkona okkar missti son sinn af slysförum og þegar maður sér einhvern ganga í gegnum svona óyfirstíganlega sorg þá hugsar maður. Hvernig kemst fólk í gegnum þetta. Þá er gott að vita af Sorgarmiðstöðinni. Það er gríðarlega mikilvægt að hún sé til. Hún er fyrst og fremst rekin áfram á styrkjum. Þau hjálpa syrgjendum að takast á við sorgina og ná aftur jafnvægi í algjörlega nýju og breyttu lífi. Sorgin mætir oftast óboðin Hér er ég á Tenerife en ekki í Toscana eins og upprunalega planið var af því pabbi minn fékk hjartaáfall. Það var tvísýnt um tíma og hann lenti í öndunarvél og þá hugsaði ég hversu stutt ég var frá því að vera í sorgarmiðstöðinni sjálf að nýta mér það sem þau bjóða upp á. Pabbi er blessunarlega á batarvegi en sorgin mætir oftast óboðin. Það er erfitt að þurfa að fara í gegnum sorgarferli sem virðist á köflum nær óyfirstíganleg. Mér þykir því gríðarlega mikilvægt fyrir alla að geta leitað í stuðning, fræðslu og hlýju þegar sorgin bankar upp á lífinu.“ Hægt er að heita á Birnu á vef Reykjavíkur maraþonsins ásamt því að fylgjast með henni hlaupa hér. Hlaup Reykjavíkurmaraþon Mest lesið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi Lífið Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Lífið „Mögulega besti tengiltvinnbíl sem framleiddur hefur verið“ Lífið samstarf Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Finnur þú fyrir uppþembu eða óþægindum eftir mat? Lífið samstarf Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið Fleiri fréttir Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Sjá meira
Birna setti sér markmið að eftir hverjar hundrað þúsund krónur skyldi hún skemmta áhorfendum og hlaupa berbrjósta með kúrekahatt. „Ég hleyp stolt fyrir Sorgarmiðstöðina og er tilbúin að gera ýmislegt mis-skynsamlegt ef að markmiðið næst. Ef söfnunin nær 300 þúsund krónum mun ég hlaupa með glimmer kúrekahatt á höfðinu og syngja lag úr söngleik á leiðinni,“ segir Birna en hitastigið verður að öllum líkindum yfir 30 gráður. Mikilvægt að Sorgarmiðstöðin sé til „Náist söfnunin yfir 400 þúsund krónur mun ég flytja tíu mínútna uppistand í miðju hlaupi með kúrekahatt. En ef ég næ upp í 500 þúsund geri ég allt að ofan töldu og berbrjósta allt hlaupið,“ segir hún kímin. Spurð hvers vegna hún hafi valið að styrkja Sorgarmiðstöðina segir hún alla þurfa að takast á við sorg einhvern tímann á lífsleiðinni. „Vinkona okkar missti son sinn af slysförum og þegar maður sér einhvern ganga í gegnum svona óyfirstíganlega sorg þá hugsar maður. Hvernig kemst fólk í gegnum þetta. Þá er gott að vita af Sorgarmiðstöðinni. Það er gríðarlega mikilvægt að hún sé til. Hún er fyrst og fremst rekin áfram á styrkjum. Þau hjálpa syrgjendum að takast á við sorgina og ná aftur jafnvægi í algjörlega nýju og breyttu lífi. Sorgin mætir oftast óboðin Hér er ég á Tenerife en ekki í Toscana eins og upprunalega planið var af því pabbi minn fékk hjartaáfall. Það var tvísýnt um tíma og hann lenti í öndunarvél og þá hugsaði ég hversu stutt ég var frá því að vera í sorgarmiðstöðinni sjálf að nýta mér það sem þau bjóða upp á. Pabbi er blessunarlega á batarvegi en sorgin mætir oftast óboðin. Það er erfitt að þurfa að fara í gegnum sorgarferli sem virðist á köflum nær óyfirstíganleg. Mér þykir því gríðarlega mikilvægt fyrir alla að geta leitað í stuðning, fræðslu og hlýju þegar sorgin bankar upp á lífinu.“ Hægt er að heita á Birnu á vef Reykjavíkur maraþonsins ásamt því að fylgjast með henni hlaupa hér.
Hlaup Reykjavíkurmaraþon Mest lesið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi Lífið Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Lífið „Mögulega besti tengiltvinnbíl sem framleiddur hefur verið“ Lífið samstarf Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Finnur þú fyrir uppþembu eða óþægindum eftir mat? Lífið samstarf Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið Fleiri fréttir Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Sjá meira