Alexandra og Gylfi nutu lífsins á Norðurlandi Íris Hauksdóttir skrifar 8. ágúst 2023 12:14 Alexandra Helga og Gylfi tóku sig vel út í sveitabrúðkaupi í Kjósinni fyrr í sumar. @alexandrahelga Hjónin Alexandra Helga Ívarsdóttir verslunareigandi og Gylfi Þór Sigurðsson knattspyrnumaður eru á meðal þeirra sem hafa verið á faraldsfæti um landið undanfarna daga. Alexandra Helga og Gylfi skelltu sér með dóttur sína norður í landi og nutu þess sem Húsavík hefur upp á að bjóða. Húsavík hefur ekki síst getið sér orð sem hvalaskoðunarbær landsins. Fjölskyldan skellti sér í siglingu og fylgdist með hvölum leika listir sínar. Þá fóru þau að sjálfsögðu í Sjóböðin á Húsavík þar sem er gullfallegt útsýni út á Skjálfanda. Alexandra og Gylfi eru öflugt hjólreiðafólk. Á dögunum fóru þau á fjallahjólum að gosinu á Reykjanesskaganum og þá hefur sést til þeirra með aftanívagn svo dóttir þeirra geti verið með í hjólastuðinu. Hjólin voru að sjálfsögðu með í för á ferðalaginu norður. Þau virðast svo hafa lokið ferð sinni um Norðurlandið á því að gista í glæsilegu sumarhúsi. Úr húsinu er fallegt útsýni yfir Eyjafjörðinn. Alexandra Helga rekur verslunina Móa & Mía í Ármúla sem sérhæfir sig í barnafötum og barnaförum. Gylfi Þór Sigurðsson er án samnings sem stendur og óvíst með feril hans sem knattspyrnumaður. Age Hareide, landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, vonast til að Gylfi snúi aftur á fótboltavöllinn sem fyrst. „Ég veit ekki alveg hvað Gylfi vill gera núna því ég veit að hann hefur verið með Bandaríkin í huga líka. Ég hef talað við hann og hann myndi gjarnan vilja komast aftur í fótboltann,“ segir Hareide sem segir íslenska liðið þurfa á leikmanni eins og Gylfa að halda. „Það yrði ótrúlega mikilvægt fyrir okkur og Ísland. Við værum að fá frábæran fótboltamann til baka. Það er mikilvægt því við höfum ekki úr svo mörgum að velja.“ Ferðalög Tengdar fréttir Þingmaður segir mál Gylfa ómannúðlegt Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að Vesturlönd þurfi að rifja upp grundvallarreglur réttarríkisins. Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar knattspyrnumanns sanni það. Gylfi Þór er laus allra mála eftir að hafa sætt farbanni í Bretlandi í tæplega tvö ár. 14. apríl 2023 15:04 Skoðar hvort tilefni sé til að leita réttar síns Gylfi Þór Sigurðsson er sagður liggja undir feldi nú þegar lögreglan í Manchester hefur ákveðið að fella niður rannsókn á máli hans. Hann muni á næstu dögum leita sér lögfræðilegrar ráðgjafar um hvort tilefni sé til þess að hann leiti réttar síns fyrir breskum dómstólum. 15. apríl 2023 12:25 Alexandra Helga aftur á samfélagsmiðla Fyrrum fegurðardrottningin Alexandra Helga Ívarsdóttir lét sig hverfa af öllum samfélagsmiðlum í kjölfar hneykslismáls eiginmannsins, Gylfa Þórs Sigurðssonar. 14. apríl 2023 14:04 Mest lesið Miklu meira en bara ,,söngkonan” Hildur Tónlist „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Sjá meira
Húsavík hefur ekki síst getið sér orð sem hvalaskoðunarbær landsins. Fjölskyldan skellti sér í siglingu og fylgdist með hvölum leika listir sínar. Þá fóru þau að sjálfsögðu í Sjóböðin á Húsavík þar sem er gullfallegt útsýni út á Skjálfanda. Alexandra og Gylfi eru öflugt hjólreiðafólk. Á dögunum fóru þau á fjallahjólum að gosinu á Reykjanesskaganum og þá hefur sést til þeirra með aftanívagn svo dóttir þeirra geti verið með í hjólastuðinu. Hjólin voru að sjálfsögðu með í för á ferðalaginu norður. Þau virðast svo hafa lokið ferð sinni um Norðurlandið á því að gista í glæsilegu sumarhúsi. Úr húsinu er fallegt útsýni yfir Eyjafjörðinn. Alexandra Helga rekur verslunina Móa & Mía í Ármúla sem sérhæfir sig í barnafötum og barnaförum. Gylfi Þór Sigurðsson er án samnings sem stendur og óvíst með feril hans sem knattspyrnumaður. Age Hareide, landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, vonast til að Gylfi snúi aftur á fótboltavöllinn sem fyrst. „Ég veit ekki alveg hvað Gylfi vill gera núna því ég veit að hann hefur verið með Bandaríkin í huga líka. Ég hef talað við hann og hann myndi gjarnan vilja komast aftur í fótboltann,“ segir Hareide sem segir íslenska liðið þurfa á leikmanni eins og Gylfa að halda. „Það yrði ótrúlega mikilvægt fyrir okkur og Ísland. Við værum að fá frábæran fótboltamann til baka. Það er mikilvægt því við höfum ekki úr svo mörgum að velja.“
Ferðalög Tengdar fréttir Þingmaður segir mál Gylfa ómannúðlegt Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að Vesturlönd þurfi að rifja upp grundvallarreglur réttarríkisins. Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar knattspyrnumanns sanni það. Gylfi Þór er laus allra mála eftir að hafa sætt farbanni í Bretlandi í tæplega tvö ár. 14. apríl 2023 15:04 Skoðar hvort tilefni sé til að leita réttar síns Gylfi Þór Sigurðsson er sagður liggja undir feldi nú þegar lögreglan í Manchester hefur ákveðið að fella niður rannsókn á máli hans. Hann muni á næstu dögum leita sér lögfræðilegrar ráðgjafar um hvort tilefni sé til þess að hann leiti réttar síns fyrir breskum dómstólum. 15. apríl 2023 12:25 Alexandra Helga aftur á samfélagsmiðla Fyrrum fegurðardrottningin Alexandra Helga Ívarsdóttir lét sig hverfa af öllum samfélagsmiðlum í kjölfar hneykslismáls eiginmannsins, Gylfa Þórs Sigurðssonar. 14. apríl 2023 14:04 Mest lesið Miklu meira en bara ,,söngkonan” Hildur Tónlist „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Sjá meira
Þingmaður segir mál Gylfa ómannúðlegt Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að Vesturlönd þurfi að rifja upp grundvallarreglur réttarríkisins. Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar knattspyrnumanns sanni það. Gylfi Þór er laus allra mála eftir að hafa sætt farbanni í Bretlandi í tæplega tvö ár. 14. apríl 2023 15:04
Skoðar hvort tilefni sé til að leita réttar síns Gylfi Þór Sigurðsson er sagður liggja undir feldi nú þegar lögreglan í Manchester hefur ákveðið að fella niður rannsókn á máli hans. Hann muni á næstu dögum leita sér lögfræðilegrar ráðgjafar um hvort tilefni sé til þess að hann leiti réttar síns fyrir breskum dómstólum. 15. apríl 2023 12:25
Alexandra Helga aftur á samfélagsmiðla Fyrrum fegurðardrottningin Alexandra Helga Ívarsdóttir lét sig hverfa af öllum samfélagsmiðlum í kjölfar hneykslismáls eiginmannsins, Gylfa Þórs Sigurðssonar. 14. apríl 2023 14:04