„Ég veit ekki einu sinni hvernig útiklefinn lítur út“ Valur Páll Eiríksson skrifar 8. ágúst 2023 12:31 Matthías er vanari því að spila í hvítu í Kaplakrika og mætir sem leikmaður gestaliðs á völlinn í fyrsta sinn í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Matthías Vilhjálmsson heldur á fornar slóðir þegar hans menn í Víkingi heimsækja FH í Kaplakrika í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld. Matthías var fyrirliði FH en skipti til Víkinga í vor og mun spila sinn fyrsta leik sem leikmaður gestaliðs í Krikanum í kvöld. „Það verður pottþétt sérstakt að labba inn í Krikann og hitta allt fólkið. Ég veit ekki einu sinni hvernig útiklefinn lítur út. Það verður sérstakt. En þegar upphitunin byrjar og leikurinn held ég að þetta verði fljótt að gleymast og einbeiting fer á verkefnið að ná í þrjú stig. Við vitum að þetta verður erfiður leikur,“ segir Matthías í samtali við Vísi um endurkomuna í Hafnarfjörð. Hann gerir þá ráð fyrir að FH-ingar mæti vel stemmdir til leiks eftir sigur á Keflavík í síðasta leik en síðustu þrír deildarleikir þar á undan töpuðust hjá Hafnfirðingum. „Ég býst við að þeir verði vel gíraðir. Ég þekki Heimi vel og mér finnst hann hafa gert flotta hluti með FH-liðið þó að úrslitin hafi ekki fallið með þeim. En þeir fengu mikilvægan sigur í Keflavík og ég býst við mjög erfiðum leik. FH hafa skorað töluvert af mörkum og eru alltaf hættulegir, sérstaklega í Krikanum,“ segir Matthías. Matthías hefur fundið sig vel á nýjum stað.Vísir/Hulda Margrét Fullir sjálfstrausts og ekkert ryð eftir helgina Víkingar hafa verið á gríðarlegri siglingu og eru með þriggja stiga forskot á Val á toppi deildarinnar og geta aukið það í sex stig með sigri í kvöld. Þeir unnu síðasta leik 6-0 gegn ÍBV og hafa ekki tapað leik síðan í lok maí, þeirra eina tap í deildinni. „Við mætum mjög gíraðir og vitum að það er hellingur eftir af mótinu. Við höfum verið rosalega fagmannlegir í öllum okkar leikjum og vonandi getum við haldið því áfram. Við erum með gríðarlega sterkan hóp, hvort sem litið er á þá sem byrja eða þeir sem koma inn á. Þeir eru allir að róa í sömu átt, sem er algjör lúxus fyrir okkur, og við þurfum að halda því áfram til að ná okkar markmiðum.“ Matthías segir þá að leikmenn Víkinga hafi tekið því rólega um verslunamannahelgina og ekkert ryð verði í mönnum. „Nei, mér sýndist það ekki á æfingu í gær. Það virkuðu allir vel gíraðir. Þegar maður er með leik svona stuttu eftir verslunarmannahelgi þá verða menn bara að fara í bústað eða til fjölskyldunnar og hafa það rólegt og spila eða slíkt. Það er ekkert svoleiðis hjá okkar liði,“ segir Matthías. Leikur FH og Víkings hefst klukkan 19:15 í kvöld og verður í beinni á Stöð 2 Sport frá klukkan sjö. Þá mætast einnig Fram og Fylkir á sama tíma en sá leikur er í beinni á Stöð 2 Besta deildin. Besta deild karla Víkingur Reykjavík FH Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Fleiri fréttir Í beinni: FH - KA | Fallbaráttuslagur í Kaplakrika Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Sjá meira
„Það verður pottþétt sérstakt að labba inn í Krikann og hitta allt fólkið. Ég veit ekki einu sinni hvernig útiklefinn lítur út. Það verður sérstakt. En þegar upphitunin byrjar og leikurinn held ég að þetta verði fljótt að gleymast og einbeiting fer á verkefnið að ná í þrjú stig. Við vitum að þetta verður erfiður leikur,“ segir Matthías í samtali við Vísi um endurkomuna í Hafnarfjörð. Hann gerir þá ráð fyrir að FH-ingar mæti vel stemmdir til leiks eftir sigur á Keflavík í síðasta leik en síðustu þrír deildarleikir þar á undan töpuðust hjá Hafnfirðingum. „Ég býst við að þeir verði vel gíraðir. Ég þekki Heimi vel og mér finnst hann hafa gert flotta hluti með FH-liðið þó að úrslitin hafi ekki fallið með þeim. En þeir fengu mikilvægan sigur í Keflavík og ég býst við mjög erfiðum leik. FH hafa skorað töluvert af mörkum og eru alltaf hættulegir, sérstaklega í Krikanum,“ segir Matthías. Matthías hefur fundið sig vel á nýjum stað.Vísir/Hulda Margrét Fullir sjálfstrausts og ekkert ryð eftir helgina Víkingar hafa verið á gríðarlegri siglingu og eru með þriggja stiga forskot á Val á toppi deildarinnar og geta aukið það í sex stig með sigri í kvöld. Þeir unnu síðasta leik 6-0 gegn ÍBV og hafa ekki tapað leik síðan í lok maí, þeirra eina tap í deildinni. „Við mætum mjög gíraðir og vitum að það er hellingur eftir af mótinu. Við höfum verið rosalega fagmannlegir í öllum okkar leikjum og vonandi getum við haldið því áfram. Við erum með gríðarlega sterkan hóp, hvort sem litið er á þá sem byrja eða þeir sem koma inn á. Þeir eru allir að róa í sömu átt, sem er algjör lúxus fyrir okkur, og við þurfum að halda því áfram til að ná okkar markmiðum.“ Matthías segir þá að leikmenn Víkinga hafi tekið því rólega um verslunamannahelgina og ekkert ryð verði í mönnum. „Nei, mér sýndist það ekki á æfingu í gær. Það virkuðu allir vel gíraðir. Þegar maður er með leik svona stuttu eftir verslunarmannahelgi þá verða menn bara að fara í bústað eða til fjölskyldunnar og hafa það rólegt og spila eða slíkt. Það er ekkert svoleiðis hjá okkar liði,“ segir Matthías. Leikur FH og Víkings hefst klukkan 19:15 í kvöld og verður í beinni á Stöð 2 Sport frá klukkan sjö. Þá mætast einnig Fram og Fylkir á sama tíma en sá leikur er í beinni á Stöð 2 Besta deildin.
Besta deild karla Víkingur Reykjavík FH Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Fleiri fréttir Í beinni: FH - KA | Fallbaráttuslagur í Kaplakrika Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Sjá meira