Ítalía leggur 40 prósent „hvalrekaskatt“ á hagnað bankanna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. ágúst 2023 09:54 „Lífskjörin eru ekki vandamálið, heldur kapítalisminn!“ stendur graffað á vegg í Róm. Getty/Corbis/Stefano Montesi Stjórnvöld á Ítalíu hafa ákveðið að leggja 40 prósent skatt á hagnað banka á þessu ári en skattheimtan mun eingöngu ná til þess hluta hagnaðarins sem er tilkominn vegna vaxtamunar. Þau segja skatttekjurnar verða nýttar til þess að koma til móts við fjölskyldur landsins, sem hafa verið leiknar grátt af ítrekuðum vaxtahækkunum. Hlutabréf í bönkunum hafa lækkað um allt að átta prósent eftir að tilkynnt var um skattinn. Áætlað virði þeirra er sagt hafa lækkað um 9,5 milljarða evra frá því að markaðir opnuðu. Það svarar til tæplega 1400 milljarða króna. Breaking news: Italy s rightwing coalition has surprised markets with the announcement of a 40% 'windfall' tax on banks https://t.co/ylBQrO2aPN pic.twitter.com/eo2aHXXDOP— Financial Times (@FinancialTimes) August 8, 2023 Matteo Salvini, aðstoðarforsætisráðherra Ítalíu, segir ákvörðunina afleiðingu vaxtahækkana Seðlabanka Evrópu og gríðarlegs hagnaðar ítölsku bankana vegna vaxtamunarins. Umræddur hagnaður er sagður nema tæpum 20 prósentum af heildarhagnaði bankanna. Salvini hefur bent á að á sama tíma og vextir á lánum hafi hækkað gríðarlega hafi vextir á innistæðum varla hreyfst. Þannig hafi bankarnir hagnast gríðarlega, á sama tíma og lántekendur séu undir síauknum þrýstingi. Skattlagning af þessu tagi, af miklum hagnaði og til skamms tíma, hefur verið kölluð „hvalrekaskattur“ á íslensku en áköll um slíkan skatt hafa verið hávær síðustu misseri, til að mynda á Bretlandseyjum. Þar hafa aðgerðasinnar hvatt til þess að allur hagnaður stórfyrirtækja sem hafa hagnast á sama tíma og heimilin eiga sífellt erfiðara með að ná endum saman verði skattlagður sérstaklega. Delighted to see that Italy has imposed a 40% windfall tax on the unearned profits banks are making from interest rates As @franboait told @guardian a 35% windfall tax on bank profits here in the UK would generate £67 billion over the next five years!https://t.co/pccui9nEzG— Positive Money (@PositiveMoneyUK) August 8, 2023 Ítalía Skattar og tollar Mest lesið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar Viðskipti innlent Stúdentar taka til: Z-kynslóðin er að velja sér fyrirtæki framtíðarinnar Atvinnulíf Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Viðskipti innlent Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Viðskipti innlent „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Viðskipti innlent Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Viðskipti erlent „Ég vonaðist til að lampinn myndi breyta mér í A-týpu“ Atvinnulíf Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Viðskipti erlent Fleiri fréttir Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Þau segja skatttekjurnar verða nýttar til þess að koma til móts við fjölskyldur landsins, sem hafa verið leiknar grátt af ítrekuðum vaxtahækkunum. Hlutabréf í bönkunum hafa lækkað um allt að átta prósent eftir að tilkynnt var um skattinn. Áætlað virði þeirra er sagt hafa lækkað um 9,5 milljarða evra frá því að markaðir opnuðu. Það svarar til tæplega 1400 milljarða króna. Breaking news: Italy s rightwing coalition has surprised markets with the announcement of a 40% 'windfall' tax on banks https://t.co/ylBQrO2aPN pic.twitter.com/eo2aHXXDOP— Financial Times (@FinancialTimes) August 8, 2023 Matteo Salvini, aðstoðarforsætisráðherra Ítalíu, segir ákvörðunina afleiðingu vaxtahækkana Seðlabanka Evrópu og gríðarlegs hagnaðar ítölsku bankana vegna vaxtamunarins. Umræddur hagnaður er sagður nema tæpum 20 prósentum af heildarhagnaði bankanna. Salvini hefur bent á að á sama tíma og vextir á lánum hafi hækkað gríðarlega hafi vextir á innistæðum varla hreyfst. Þannig hafi bankarnir hagnast gríðarlega, á sama tíma og lántekendur séu undir síauknum þrýstingi. Skattlagning af þessu tagi, af miklum hagnaði og til skamms tíma, hefur verið kölluð „hvalrekaskattur“ á íslensku en áköll um slíkan skatt hafa verið hávær síðustu misseri, til að mynda á Bretlandseyjum. Þar hafa aðgerðasinnar hvatt til þess að allur hagnaður stórfyrirtækja sem hafa hagnast á sama tíma og heimilin eiga sífellt erfiðara með að ná endum saman verði skattlagður sérstaklega. Delighted to see that Italy has imposed a 40% windfall tax on the unearned profits banks are making from interest rates As @franboait told @guardian a 35% windfall tax on bank profits here in the UK would generate £67 billion over the next five years!https://t.co/pccui9nEzG— Positive Money (@PositiveMoneyUK) August 8, 2023
Ítalía Skattar og tollar Mest lesið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar Viðskipti innlent Stúdentar taka til: Z-kynslóðin er að velja sér fyrirtæki framtíðarinnar Atvinnulíf Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Viðskipti innlent Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Viðskipti innlent „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Viðskipti innlent Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Viðskipti erlent „Ég vonaðist til að lampinn myndi breyta mér í A-týpu“ Atvinnulíf Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Viðskipti erlent Fleiri fréttir Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira