23 manna leikmannahópur var gefinn út á heimasíðu liðsins í dag og þar er tekið fram að David Khocholava og Andreas Cornelius séu á meiðslalistanum á meðan fjarvera Ísaks er ekki útskýrð.
Ísak hefur aðeins spilað tólf mínútur í fyrstu þremur deildarleikjum FCK á tímabilinu og var ónotaður varamaður í 4-0 sigri liðsins á Randers. Hann hefur verið orðaður við brottför frá danska stórveldinu að undanförnu eftir að hafa sjálfur sagst vera að íhuga stöðu sína eftir síðasta tímabil.
Orri Steinn Óskarsson er því eini Íslendingurinn í leikmannahópi FCK á morgun.