Rannsókn: Æskilegasta aldursbil hjóna Rakel Sveinsdóttir skrifar 9. ágúst 2023 07:01 Samkvæmt rannsóknum er æskilegasti aldursmunur hjóna núll til þrjú ár. Eftir það aukast líkur á skilnaði og ánægja í sambúð minnkar hraðar. Ef aldursmunurinn eru tuttugu ár eða meir eru líkurnar á skilnaði sagðar 95%. Vísir/Getty Aldur er afstæður og aldur segir svo sem ekkert allt um neinn. Þegar kemur að ástinni er síðan jafnvel sagt að aldur skipti engu máli, ef ástin sé til staðar þá sigri hún allt. Eða hvað? Aldursbil para og hjóna hefur auðvitað verið rannsakað eins og flest annað. Ein þeirra sem hvað mest hefur verið fjallað um er rannsókn sem Emory Háskólinn í Atlanta í Bandaríkjunum stóð fyrir og um þrjú þúsund einstaklingar tóku þátt í. Samkvæmt niðurstöðum þessarar rannsóknar er æskilegasta aldursbil hjóna núll til þrjú ár. Um leið og aldursbilið er orðið meira, aukast líkurnar á skilnaði. Þannig eru líkurnar á skilnaði 18% meiri ef aldursbil hjóna er fimm ár en þetta hlutfall hækkar í 39% ef aldursbilið eru tíu ár. Þá sýndu niðurstöður að ef aldursbil hjóna er tuttugu ár, eru 95% líkur á skilnaði. Til viðmiðunar eru líkur á skilnaði aðeins 3% ef aldursbil hjóna eru eitt ár. Almennt virðast samfélög frekar samþykkja aldursbil þegar karlmaðurinn er eldri en konan. Jafnvel töluvert eldri eins og mörg dæmi frá Hollywood sýna. Sem dæmi má nefna Robert De Niro sem er 79 ára og eignaðist síðastliðið vor barn með 45 ára gamalli kærustu sinni. De Niro var áður í hjónabandi í tæplega þrjátíu ár með sömu konunni, en hans fyrrverandi er tólf árum yngri en hann. Þá má nefna Leonardo DiCaprio sem þrátt fyrir að vera að nálgast fimmtugt sjálfur, er sagður forðast það eins og heitan eldinn að slá sér upp með konum sem eru eldri en 25 ára. Þekkt samband er líka hjónaband Emmanuel Macron Frakklandsforseta en hann er 45 ára en eiginkonan hans er sjötug. Macron hefur sjálfur sagt í viðtölum að ef hann væri giftur konu sem væri tuttugu og fimm árum yngri en hann, en ekki öfugt, væri aldursmunurinn mun minna á milli tannanna á fólki en raun ber vitni. Þegar kemur að því að rýna í hverjar ástæðurnar eru sem auka líkurnar á skilnaði ef aldursmunurinn er mikill, eru þessi atriði helst nefnd: Heilsutengdur munur, öldrun eða veikindi, ef aldursbil er mikið Forgangsröðun, áhugamál og helstu áherslur geta verið ólíkar ef aldursmunur er mikill Áhugi á barneignum. Þá sýna niðurstöður rannsóknar sem gerð var um sama efni í Ástralíu árið 2017 að ánægja fólks í sambúð minnkar hraðar fyrstu sex til tíu ár hjónabandsins hjá pörum sem eru á mismunandi aldri, í samanburði við hjón sem eru á svipuðum aldri. Þessi rannsókn náði aðeins til gagnkynhneigðra para. Niðurstöður áströlsku rannsóknarinnar rýma við þá sem gerð var í Bandaríkjunum því að samkvæmt niðurstöðum hennar, minnkar sambúðaránægja fólks minnst fyrsta áratuginn hjá pörum þar sem aldursmunurinn eru þrjú ár eða skemur. Þó kemur fram að það á þá við um sambönd þar sem karlmaðurinn er þá eldri aðilinn. Sambúðaránægjan minnkar síðan hraðar þegar aldursbilið er orðið fjögur til sex ár, enn meir ef aldursbilið er sjö ár eða meira og koll af kolli. Ást er... Fjölskyldumál Ástin og lífið Tengdar fréttir Skiljanlegt að við gleymum aldrei fyrstu ástinni okkar Eitt það dásamlegasta sem við upplifum er ástin. Sem reyndar getur líka verið það erfiðasta sem við upplifum líka. Eða í það minnsta ef við lendum í ástarsorg eða eitthvað gengur ekki upp. 7. apríl 2023 07:01 Fullkomnunarárátta og þrautseigja getur snúist upp í andhverfu sína „Í samfélaginu okkar er vinnusemi og dugnaður mikil dyggð. Þess vegna eru eiginleikar eins og fullkomnunarárátta eða þrautseigja oft mjög eftirsóttir eiginleikar hjá starfsfólki,“ segir Helga Lára Haarde ráðgjafi og sálfræðingur hjá Attentus. 23. júlí 2023 08:00 Fjölskyldumál: „Það er þögnin sem er besti vinur ofbeldisins“ „Partur af vandanum eru þessar rótgrónu staðalímyndir um hverjir gerendur ofbeldis eru. Þessar staðalímyndir byggja á hugmyndinni um að ofbeldismaðurinn sé reiður karlmaður sem beitir ofbeldi markvisst til að drottna yfir maka sínum, og þá helst með líkamlegu ofbeldi,“ segir Þórunn Eymundardóttir meðferðarráðgjafi hjá Heimilisfriði, meðferðarúrræði þar sem gerendur ofbeldis geta fengið aðstoð til að vinna með sína hegðun. 25. júní 2023 09:06 Í sambúð með ADHD: „Upplifði oft eins og hann nennti ekki að hlusta á mig“ Síðustu árin hefur umræða um ADHD hjá fullorðnum aukist til muna. Enda var ADHD lengi vel fyrst og fremst tengt við greiningu barna. Jafnvel tengt við þau óþekkustu í bekknum. 21. maí 2023 08:01 Samsett fjölskylda: Stjúpforeldrar oft óöryggir með hlutverk sitt Í flestum stórfjölskyldum þekkjast dæmi um samsettar fjölskyldur. Þar sem par tekur saman með börn úr fyrra sambandi, ýmist frá öðrum aðilanum eða báðum. 12. mars 2023 09:00 Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fleiri fréttir Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskoranirnar í fyrra: „Ég hélt ekki að ég myndi lifa það“ Áramótaheitin: Að sjá fyrir sér útkomuna en passa sig á nokkrum gryfjum Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Skýringar á jólastressinu margvíslegar Öðruvísi líf: „Hryllingurinn var meiri en villtustu hugmyndirnar“ Sjá meira
Eða hvað? Aldursbil para og hjóna hefur auðvitað verið rannsakað eins og flest annað. Ein þeirra sem hvað mest hefur verið fjallað um er rannsókn sem Emory Háskólinn í Atlanta í Bandaríkjunum stóð fyrir og um þrjú þúsund einstaklingar tóku þátt í. Samkvæmt niðurstöðum þessarar rannsóknar er æskilegasta aldursbil hjóna núll til þrjú ár. Um leið og aldursbilið er orðið meira, aukast líkurnar á skilnaði. Þannig eru líkurnar á skilnaði 18% meiri ef aldursbil hjóna er fimm ár en þetta hlutfall hækkar í 39% ef aldursbilið eru tíu ár. Þá sýndu niðurstöður að ef aldursbil hjóna er tuttugu ár, eru 95% líkur á skilnaði. Til viðmiðunar eru líkur á skilnaði aðeins 3% ef aldursbil hjóna eru eitt ár. Almennt virðast samfélög frekar samþykkja aldursbil þegar karlmaðurinn er eldri en konan. Jafnvel töluvert eldri eins og mörg dæmi frá Hollywood sýna. Sem dæmi má nefna Robert De Niro sem er 79 ára og eignaðist síðastliðið vor barn með 45 ára gamalli kærustu sinni. De Niro var áður í hjónabandi í tæplega þrjátíu ár með sömu konunni, en hans fyrrverandi er tólf árum yngri en hann. Þá má nefna Leonardo DiCaprio sem þrátt fyrir að vera að nálgast fimmtugt sjálfur, er sagður forðast það eins og heitan eldinn að slá sér upp með konum sem eru eldri en 25 ára. Þekkt samband er líka hjónaband Emmanuel Macron Frakklandsforseta en hann er 45 ára en eiginkonan hans er sjötug. Macron hefur sjálfur sagt í viðtölum að ef hann væri giftur konu sem væri tuttugu og fimm árum yngri en hann, en ekki öfugt, væri aldursmunurinn mun minna á milli tannanna á fólki en raun ber vitni. Þegar kemur að því að rýna í hverjar ástæðurnar eru sem auka líkurnar á skilnaði ef aldursmunurinn er mikill, eru þessi atriði helst nefnd: Heilsutengdur munur, öldrun eða veikindi, ef aldursbil er mikið Forgangsröðun, áhugamál og helstu áherslur geta verið ólíkar ef aldursmunur er mikill Áhugi á barneignum. Þá sýna niðurstöður rannsóknar sem gerð var um sama efni í Ástralíu árið 2017 að ánægja fólks í sambúð minnkar hraðar fyrstu sex til tíu ár hjónabandsins hjá pörum sem eru á mismunandi aldri, í samanburði við hjón sem eru á svipuðum aldri. Þessi rannsókn náði aðeins til gagnkynhneigðra para. Niðurstöður áströlsku rannsóknarinnar rýma við þá sem gerð var í Bandaríkjunum því að samkvæmt niðurstöðum hennar, minnkar sambúðaránægja fólks minnst fyrsta áratuginn hjá pörum þar sem aldursmunurinn eru þrjú ár eða skemur. Þó kemur fram að það á þá við um sambönd þar sem karlmaðurinn er þá eldri aðilinn. Sambúðaránægjan minnkar síðan hraðar þegar aldursbilið er orðið fjögur til sex ár, enn meir ef aldursbilið er sjö ár eða meira og koll af kolli.
Ást er... Fjölskyldumál Ástin og lífið Tengdar fréttir Skiljanlegt að við gleymum aldrei fyrstu ástinni okkar Eitt það dásamlegasta sem við upplifum er ástin. Sem reyndar getur líka verið það erfiðasta sem við upplifum líka. Eða í það minnsta ef við lendum í ástarsorg eða eitthvað gengur ekki upp. 7. apríl 2023 07:01 Fullkomnunarárátta og þrautseigja getur snúist upp í andhverfu sína „Í samfélaginu okkar er vinnusemi og dugnaður mikil dyggð. Þess vegna eru eiginleikar eins og fullkomnunarárátta eða þrautseigja oft mjög eftirsóttir eiginleikar hjá starfsfólki,“ segir Helga Lára Haarde ráðgjafi og sálfræðingur hjá Attentus. 23. júlí 2023 08:00 Fjölskyldumál: „Það er þögnin sem er besti vinur ofbeldisins“ „Partur af vandanum eru þessar rótgrónu staðalímyndir um hverjir gerendur ofbeldis eru. Þessar staðalímyndir byggja á hugmyndinni um að ofbeldismaðurinn sé reiður karlmaður sem beitir ofbeldi markvisst til að drottna yfir maka sínum, og þá helst með líkamlegu ofbeldi,“ segir Þórunn Eymundardóttir meðferðarráðgjafi hjá Heimilisfriði, meðferðarúrræði þar sem gerendur ofbeldis geta fengið aðstoð til að vinna með sína hegðun. 25. júní 2023 09:06 Í sambúð með ADHD: „Upplifði oft eins og hann nennti ekki að hlusta á mig“ Síðustu árin hefur umræða um ADHD hjá fullorðnum aukist til muna. Enda var ADHD lengi vel fyrst og fremst tengt við greiningu barna. Jafnvel tengt við þau óþekkustu í bekknum. 21. maí 2023 08:01 Samsett fjölskylda: Stjúpforeldrar oft óöryggir með hlutverk sitt Í flestum stórfjölskyldum þekkjast dæmi um samsettar fjölskyldur. Þar sem par tekur saman með börn úr fyrra sambandi, ýmist frá öðrum aðilanum eða báðum. 12. mars 2023 09:00 Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fleiri fréttir Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskoranirnar í fyrra: „Ég hélt ekki að ég myndi lifa það“ Áramótaheitin: Að sjá fyrir sér útkomuna en passa sig á nokkrum gryfjum Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Skýringar á jólastressinu margvíslegar Öðruvísi líf: „Hryllingurinn var meiri en villtustu hugmyndirnar“ Sjá meira
Skiljanlegt að við gleymum aldrei fyrstu ástinni okkar Eitt það dásamlegasta sem við upplifum er ástin. Sem reyndar getur líka verið það erfiðasta sem við upplifum líka. Eða í það minnsta ef við lendum í ástarsorg eða eitthvað gengur ekki upp. 7. apríl 2023 07:01
Fullkomnunarárátta og þrautseigja getur snúist upp í andhverfu sína „Í samfélaginu okkar er vinnusemi og dugnaður mikil dyggð. Þess vegna eru eiginleikar eins og fullkomnunarárátta eða þrautseigja oft mjög eftirsóttir eiginleikar hjá starfsfólki,“ segir Helga Lára Haarde ráðgjafi og sálfræðingur hjá Attentus. 23. júlí 2023 08:00
Fjölskyldumál: „Það er þögnin sem er besti vinur ofbeldisins“ „Partur af vandanum eru þessar rótgrónu staðalímyndir um hverjir gerendur ofbeldis eru. Þessar staðalímyndir byggja á hugmyndinni um að ofbeldismaðurinn sé reiður karlmaður sem beitir ofbeldi markvisst til að drottna yfir maka sínum, og þá helst með líkamlegu ofbeldi,“ segir Þórunn Eymundardóttir meðferðarráðgjafi hjá Heimilisfriði, meðferðarúrræði þar sem gerendur ofbeldis geta fengið aðstoð til að vinna með sína hegðun. 25. júní 2023 09:06
Í sambúð með ADHD: „Upplifði oft eins og hann nennti ekki að hlusta á mig“ Síðustu árin hefur umræða um ADHD hjá fullorðnum aukist til muna. Enda var ADHD lengi vel fyrst og fremst tengt við greiningu barna. Jafnvel tengt við þau óþekkustu í bekknum. 21. maí 2023 08:01
Samsett fjölskylda: Stjúpforeldrar oft óöryggir með hlutverk sitt Í flestum stórfjölskyldum þekkjast dæmi um samsettar fjölskyldur. Þar sem par tekur saman með börn úr fyrra sambandi, ýmist frá öðrum aðilanum eða báðum. 12. mars 2023 09:00