Dúfur ná 100 kílómetra meðalhraða í keppnum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 5. ágúst 2023 21:05 Bréfdúfur eru mjög gáfaðar og rata alltaf heim til sín þó þeim sé sleppt á stöðum, sem þeir hafa aldrei verið á. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það er æði misjafn hvernig fólk eyðir verslunarmannahelginni en bréfdúfnabændur voru löngu búnir að ákveða hvað þeir ætluðu að gera um helgina en það var kappflug með dúfurnar sínar, sem fór fram í dag. Í keppninni ná dúfurnar allt að hundrað kílómetra meðalhraða á klukkustund. Bréfdúfnafélag Íslands er merkilegur félagsskapur með um fjörutíu félagsmönnum, körlum og konum. Tilgangur félagsins er að rækta dúfur og ekki síst keppnisdúfur, þar sem markmiðið er að dúfan sé sem fljótust að fljúga frá upphafsstaða viðkomandi keppni og heim til sín. Í gærkvöldi hittust keppendur með fugla sína hjá félagsmanni í Hveragerði þar sem tekið var á móti keppnisdúfunum og þær skráðar til leiks í gegnum tölvukerfi þar sem hver dúfa var skönnuð með sitt merki svo það sjáist í keppninni hver á viðkomandi dúfu. Keppni dagsins var frá Botnum í Meðallandi, um 200 kílómetra leið. Sumar þurftu að fljúga í Grindavík, aðrar á höfuðborgarsvæðið og einhverjar í Flóann svo dæmi séu nefnd. „Þetta eru karlar og konur í þessu sporti, sem hafa mikinn áhuga á ræktun. Það er engin þjóðhátíð í ár”, segir Ragnar Sigurjónsson, ræktandi og félagi í Bréfdúfnafélag Íslands. Það var meira en nóg að gera í Hveragerði í gærkvöldi þegar keppnisdúfurnar voru skráðar til leiks í keppni dagsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Um leið og fuglinn kemur heim þá labbar hann yfir bretti, sem skráir þá niður tímann á þessum tiltekna fugl. Það er nú ekkert amalegt að byrja á einni bréfdúfukeppni, starta helginni þannig, bæði skemmtilegt og spennandi,” segir Vilhelm Ragnar Sigurjónsson, formaður Bréfdúfnafélags Íslands Vilhelm segir að hraðinn á dúfunum í keppnum fari mjög mikið eftir vindáttum. „Þegar það er meðvindur þá geta þær verið á yfir 100 kílómetra meðalhraða á klukkustund en þegar það er mótvindur þá fara þær niður í 60 kílómetra á klukkustund.” Bréfdúfur eru mjög gáfaðar en hvernig í ósköpunum rata þær alltaf heim til sín. „Þær klárlega nota sólina og svo nota þær segulsvið jarðar líka og minni,” segir Vilhelm. En eru dúfur bara dúfur eða eru þetta persónuleikar? „Þetta eru miklir karakterar og þær eru jafn ólíkar og þær eru margar, bæði í útlit og sem einstaklingar. Þær eru misgáfaðar og þær líta mismunandi út en við þekkjum þær allar náttúrulega í sundur eins og góðum ræktanda ber að gera,” segir formaður Bréfdúfnafélags Íslands. Heimasíða Bréfdúfnafélags Íslands Hveragerði Fuglar Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
Bréfdúfnafélag Íslands er merkilegur félagsskapur með um fjörutíu félagsmönnum, körlum og konum. Tilgangur félagsins er að rækta dúfur og ekki síst keppnisdúfur, þar sem markmiðið er að dúfan sé sem fljótust að fljúga frá upphafsstaða viðkomandi keppni og heim til sín. Í gærkvöldi hittust keppendur með fugla sína hjá félagsmanni í Hveragerði þar sem tekið var á móti keppnisdúfunum og þær skráðar til leiks í gegnum tölvukerfi þar sem hver dúfa var skönnuð með sitt merki svo það sjáist í keppninni hver á viðkomandi dúfu. Keppni dagsins var frá Botnum í Meðallandi, um 200 kílómetra leið. Sumar þurftu að fljúga í Grindavík, aðrar á höfuðborgarsvæðið og einhverjar í Flóann svo dæmi séu nefnd. „Þetta eru karlar og konur í þessu sporti, sem hafa mikinn áhuga á ræktun. Það er engin þjóðhátíð í ár”, segir Ragnar Sigurjónsson, ræktandi og félagi í Bréfdúfnafélag Íslands. Það var meira en nóg að gera í Hveragerði í gærkvöldi þegar keppnisdúfurnar voru skráðar til leiks í keppni dagsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Um leið og fuglinn kemur heim þá labbar hann yfir bretti, sem skráir þá niður tímann á þessum tiltekna fugl. Það er nú ekkert amalegt að byrja á einni bréfdúfukeppni, starta helginni þannig, bæði skemmtilegt og spennandi,” segir Vilhelm Ragnar Sigurjónsson, formaður Bréfdúfnafélags Íslands Vilhelm segir að hraðinn á dúfunum í keppnum fari mjög mikið eftir vindáttum. „Þegar það er meðvindur þá geta þær verið á yfir 100 kílómetra meðalhraða á klukkustund en þegar það er mótvindur þá fara þær niður í 60 kílómetra á klukkustund.” Bréfdúfur eru mjög gáfaðar en hvernig í ósköpunum rata þær alltaf heim til sín. „Þær klárlega nota sólina og svo nota þær segulsvið jarðar líka og minni,” segir Vilhelm. En eru dúfur bara dúfur eða eru þetta persónuleikar? „Þetta eru miklir karakterar og þær eru jafn ólíkar og þær eru margar, bæði í útlit og sem einstaklingar. Þær eru misgáfaðar og þær líta mismunandi út en við þekkjum þær allar náttúrulega í sundur eins og góðum ræktanda ber að gera,” segir formaður Bréfdúfnafélags Íslands. Heimasíða Bréfdúfnafélags Íslands
Hveragerði Fuglar Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira