Howe heillaðist af íslensku hverunum og sá leik eftir spjall við leigubílstjóra Sindri Sverrisson skrifar 4. ágúst 2023 11:31 Eddie Howe naut þess að prófa eitthvað nýtt með því að fara með fjölskyldu sinni til Íslands í sumar. Getty/Serena Taylor Eddie Howe þykir einn mest spennandi knattspyrnustjórinn í enska boltanum eftir að hafa stýrt nýríku liði Newcastle inn í Meistaradeild Evrópu á aðeins átján mánuðum í starfi. Hann ræddi um Íslandsför sína við Daily Mail. Eins og fram kom fyrr í sumar þá var Howe á ferð með fjölskyldu sinni á Íslandi í sumarfríi í júní, þar sem hann sá meðal annars íslenska landsliðið spila við Slóvakíu og heillaðist af Herði Björgvini Magnússyni. Howe var vissulega í fríi á Íslandi, og nýtti meðal annars ferðina til eldfjallaeyjunnar til að fræða son sinn um jarðfræði, en viðurkennir að fótboltinn sé aldrei langt undan. „Svo þarna var ég í leigubíl og leigubílstjórinn segir að Ísland sé að spila. Ég var bara: „Úúh, ættum við að fara?“ Synir mínir þrír svöruðu. „Við verðum að fara!“ Martin Dubravka spilaði fyrir Slóvakíu svo að ég gat alla vega séð hvernig staðan væri á honum,“ sagði Howe. Hann hafði einnig verið í Grikklandi, fyrir ferðina til Íslands, en alltaf með símann innan handar til að undirbúa næstu leiktíð sem best. Meðal annars með kaupunum á Sandro Tonali frá AC Milan. INTERVIEW: Fascinating to spend time with Eddie Howe in New Jersey as he opens up on summer with family & how fear motivates him... A holiday in Iceland turned into a scouting mission I fear letting down the people of Newcastle. That drives me https://t.co/3JrmIlHalR— Craig Hope (@CraigHope_DM) August 3, 2023 En Howe var ekki bara að hugsa um fótbolta á ferð sinni um Ísland, og Geysissvæðið heillaði hann. „Elsti sonur minn, Harry, átti fyrir höndum próf í skólanum – efnafræði, steinar – og það hefði ekki getað passað betur að vera á eldfjallaeyju. Við elskuðum goshverina, þeir voru hápunkturinn okkar,“ sagði Howe sem kvað fjölskylduna hafa varið heilum degi í útsýnisferð með rútu. „Þetta er svo fallegt og myndrænt,“ sagði Howe heillaður. Fríinu er hins vegar lokið hjá Howe og fram undan tveir vináttuleikir á St. James‘ Park um helgina, gegn Fiorentina og Villarreal. Liðið hefur svo keppni í ensku úrvalsdeildinni eftir rúma viku, með leik við Aston Villa. Enski boltinn Mest lesið Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Fleiri fréttir Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Villa berst við nágrannana um Disasi Njósnarar enskra stórliða sáu Hákon skína skært Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi „Cole, Pep var að spila með þig“ Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Sjá meira
Eins og fram kom fyrr í sumar þá var Howe á ferð með fjölskyldu sinni á Íslandi í sumarfríi í júní, þar sem hann sá meðal annars íslenska landsliðið spila við Slóvakíu og heillaðist af Herði Björgvini Magnússyni. Howe var vissulega í fríi á Íslandi, og nýtti meðal annars ferðina til eldfjallaeyjunnar til að fræða son sinn um jarðfræði, en viðurkennir að fótboltinn sé aldrei langt undan. „Svo þarna var ég í leigubíl og leigubílstjórinn segir að Ísland sé að spila. Ég var bara: „Úúh, ættum við að fara?“ Synir mínir þrír svöruðu. „Við verðum að fara!“ Martin Dubravka spilaði fyrir Slóvakíu svo að ég gat alla vega séð hvernig staðan væri á honum,“ sagði Howe. Hann hafði einnig verið í Grikklandi, fyrir ferðina til Íslands, en alltaf með símann innan handar til að undirbúa næstu leiktíð sem best. Meðal annars með kaupunum á Sandro Tonali frá AC Milan. INTERVIEW: Fascinating to spend time with Eddie Howe in New Jersey as he opens up on summer with family & how fear motivates him... A holiday in Iceland turned into a scouting mission I fear letting down the people of Newcastle. That drives me https://t.co/3JrmIlHalR— Craig Hope (@CraigHope_DM) August 3, 2023 En Howe var ekki bara að hugsa um fótbolta á ferð sinni um Ísland, og Geysissvæðið heillaði hann. „Elsti sonur minn, Harry, átti fyrir höndum próf í skólanum – efnafræði, steinar – og það hefði ekki getað passað betur að vera á eldfjallaeyju. Við elskuðum goshverina, þeir voru hápunkturinn okkar,“ sagði Howe sem kvað fjölskylduna hafa varið heilum degi í útsýnisferð með rútu. „Þetta er svo fallegt og myndrænt,“ sagði Howe heillaður. Fríinu er hins vegar lokið hjá Howe og fram undan tveir vináttuleikir á St. James‘ Park um helgina, gegn Fiorentina og Villarreal. Liðið hefur svo keppni í ensku úrvalsdeildinni eftir rúma viku, með leik við Aston Villa.
Enski boltinn Mest lesið Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Fleiri fréttir Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Villa berst við nágrannana um Disasi Njósnarar enskra stórliða sáu Hákon skína skært Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi „Cole, Pep var að spila með þig“ Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Sjá meira